Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 5

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 5
Þórður Möller, yfirlækiiir: Lyfjameðferð við geðsjúkdóma Fyrri hluti: I raun og veru er það fásinna ein að takast á hendur verkefni á borð við þetta, að skrifa stutta grein um lyfjameðferð í geðsjúk- dómum. Væri það ærið verkefni í heilan bókarkafla. Ekki verður viðfangsefnið árennilegra í Ijósi þeirrar alþekktu staðreyndar, að stutt mál er erfiðara að semja en langt. Sé ekkert skeytt um allar þessar vel kunnu staðreyndir og tekið til við verkefnið, er aðeins eitt, sem öruggt má telja: Hvort sem útkoman nær tilætluðum árangri eða ekki, verður hún nokk- urn veginn áreiðanlega leiðinleg, kyrkingsleg. Sjálfsagt verður mjög erfitt að fullyrða um, hvenær fyrst var far- ið að beita lyfjameðferð við geð- truflunum. Hitt er vitað, að áhrif t.d. Opiums á hugarástand manna, ekki einasta á sársaukaskyn þeirra, hefur verið þekkt um aldaraðir. Hitt er líka vel þekht, að þó jurtin Rauwolfia serpentina hafi ekki verið þekkt sem lyf til almennrar notkunar nema í rúm 10 ár hér á Vesturlöndum, ýmist sem heildar- extractum eða einstök hrein efni úr rótinni, í upprunalegri eða lítt breyttri mynd, hefur rótin verið velþekkt læknum á Indlandi og í notkun þar líklega öldum saman, IMeuroleptica bæði við geðtruflunum og senni- lega við einkennum um háþrýsting. I minni núhfandi manna eru þeir tímar, þegar ekki var um neina lyfjameðferð að ræða við geðtrufl- unum nema Opium, brómsölt og seinna hin fyrstu barbituröt, lang- verkandi og óhentug vegna hættu á eiturverkunum við langvarandi notkun, auk þess sem þau voru óæskileg að því leyti, að þau sljóvguðu meðvitund meira og minna, yrði að gefa þau í veruleg- um skömmtum til að ná æskilegri róandi verkun, og var þó oft ekki bætandi á óskýrleika meðvitundar- innar. Það er hins vegar fyrir utan svið þessarar greinar að minnast á Cardiazol- eða Pentazol-meðferð við geðsjúkdómum, í þeirri mynd, sem hún var notuð, vegna þess að það, sem þar var sótzt eftir, voru kramparnir, sem komu fram við innspýtingu þessa lyfs í æð, en ekki beint „normal pharmakologisk" áhrif lyfsins. Enda var það svo, að þegar menn komust upp á lag með að framkalla krampana með riðstraumi (Cerletti & Bini ’38), var horfið frá lyf janotkuninni. Enn annað mál og þessu máli enn frek- ar óviðkomandi er svo hugsunin á bak við þessa meðferð, sem upp-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.