Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Side 7

Læknaneminn - 01.11.1965, Side 7
LÆKNANEMINN 7 iska hliðarkeðju í R-l, nægir næst- um að nefna Chlorpromazin eða Largactil, sem hefur að auki klór- atóm bundið í R-2. Eiginleikar þess eru orðnir allvel og almennt þekkt- ir meðal lækna, en það, sem mesta þýðingu hefur á sviði geðlækninga, er psykosedativ verkun, sem virð- ist koma fram vegna verkana á djúp-centra heilans, en ekki cor- tex, þannig að svefnframkallandi skammtar eru miklu stærri en al- mennt róandi skammtar, og með- vitund sljóvgast ekki eins og við notkun „cortical depressants“. Hve stóra skammta þarf í hverju einstöku tilfelli, er mjög einstakl- ingsbundið. Fer það eftir þyngd, fitu og sennilega einnig eftir skap- gerðareinkennum (autonom inner- vation?). Auk þessara áhrifa, sem eru mest á psykomotorisk einkenni, eru svo alláberandi antipsykotisk áhrif, sem koma fram hvað mest í því að draga úr öðrum einkenn- um, svo sem ranghugmyndum og ofskynjunum. Aukaverkanir þessa lyfs eru einkum væg extrapyramidal ein- kenni, þ.e.a.s. aukin vöðvaspenna og titringur í útlimum og á höfði. Ennfremur má nefna, hve sjúkl- ingum á Largactil-meðferð hættir til að sólbrenna illa. Að lokum má einnig nefna þá verkun lyfsins, sem t.d. í neurokirurgi þykir eftir- sóknarverð, en í geðlæknismeðferð skoðast næstum óheppileg auka- verkun, en það er lækkun á líkams- hita. Er því ástæða til að gefa gaum að sótthita hjá þeim sjúkl- ingum, því að hann segir ekki rétt til um, hve veikur sjúklingur er í þessu eða hinu tilvikinu. Sömuleið- is er það að athuga, að sú vörn, sem hitinn er líkamanum gegn árásum sýklanna, er þá sem því svarar lélegri og því meiri þörf á öðrum ráðstöfunum til þess að vinna bug á sýkingunni. Hypo- tension getur komið fyrir við veru- lega skammta og verið bagaleg. Eiturverkanir af Largactili eru fyrst og fremst á lifur og koma fram sem hepatitis með þar af staf- andi gulu. Ekki virðist beint sam- band milli stærðar skammtanna og hættunnar á hepatitis. Hefur verið talað um þetta sem ofnæmisvið- brögð, en hefur ekki verið sannað. Sumir eru þeirrar skoðunar, að fyrri lifrarsjúkdómar útiloki notk- un Chlorpromazins, en aðrir telja þá ekki skipta máli. Lifrarnekr- osis hefur komið fyrir við mjög stóra skammta (1600 mg á dag í viku). Agranulocytosis er það alvarleg- asta, sem fyrir getur komið í sam- bandi við Chlorpromazin-meðferð, en er afar sjaldgæf, talin ofnæmis- fyrirbrigði (tíðni telja sumir jafn- vel niður undir 0.001—0.002%, aðrir nokkuð hærra). Gefur þetta tilefni til varúðar, einkanlega þeg- ar Chlorpromazin er notað lengi eða endurtekið. Kontraindicationes: Óvíst er, að um nokkrar slíkar sé að ræða, er algjörlega meini notkun Largac- tils og skyldra lyf ja, nema meðvit- undarleysi af alcoholi eða svefn- lyfjum, svo og agranulocytosis í sjúkrasögunni. Mjög verður að fara varlega í notkun Largactils hjá sjúklingum með arterioscler- osis vegna hugsanlegrar hypo- tensio og þar af leiðandi blóðrásar- truflunar. Sé hins vegar farið var- lega og skammtar hækkaðir með varúð, má það takast með góðum árangri. Þetta lyf virðist miklu öruggast af flokki náskyldra lyfja. Þykir vænlegast að nota það við alls kon- ar psykomotoriskum óróa, hvort sem um kleifhugasýki, oflæti

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.