Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 8
8
LÆKNANEMINN
(mani) eða óráð og rugl af utan-
aðkomandi orsökum er að ræða.
Yfirleitt er hins vegar talið vara-
samt að nota það við þunglyndi,
vegna þess að það auki á tregðuna,
sem fylgir þeim sjúkdómi, en nota
þá heldur t.d. Taractan (sjá síð-
ar).
Promazin eða Sparine (Wyeth)
hefur þó nokkuð verið notað hér
á landi í „psychiatria minor“, ekki
sízt við alkoholismus, þ.e.a.s. óróa
og vanlíðan eftir langvarandi mis-
notkun alkohols, en einnig við ýms-
um öðrum óróa. Er það, eins og
nafnið ber með sér, náskylt Chlor-
promazininu (-H í stað -C1 í R-2).
Eðlismunur á verkun þessara lyf ja
er ekki mikill, nema stigsmunur-
inn, Promazin 25—50% veikara en
Chlorpromazin. Sé það notað til
innspýtingar, veldur það mun
minni ertingu en Chlorpromazin,
hvort heldur er i.m. eða i.v. í síð-
ara forminu er þó talið ráðlegt að
þynna það með jöfnum hluta salt-
vatns. Eituráhrif á lifur eru talin
mun minni, a.m.k. af jafnstórum
skömmtum. Þrátt fyrir ýmsa góða
kosti, hefur notkun Promazins
minnkað talsvert, ýmislegt annað
komið í þess stað.
Sé snúið að efnum þeim, þar
sem hliðarkeðju með piperidin-
hring er hnýtt við R-l, er hið sama
uppi á teningnum og í fyrri flokkn-
um, að fá efni eru þar notuð að
nokkru marki. Lacumin og Paca-
tal voru nokkuð notuð um tíma,
en lítið lengur. Eitt efnið í þessum
hópi virðist hafa unnið sér fótfestu
og er talsvert notað, Thioridazin.
Er þar thiomethylhóp hnýtt við
R-2. Lyfið gengur undir sérheitinu
Melleril. Óþægilegar aukaverkanir
eru mjög lítið áberandi, en verk-
anir til lækninga eru líka heldur
minni en t.d. af Chlorpromazini.
Sjálfsagt er þetta lyf hentugast
við minni háttar einkenni, kvíða,
nokkurn óróa og þess háttar, 10—
25 mg x 3, og jafnvel eru til drop-
ar framleiddir handa börnum, þar
sem um eitt milligram er í drop-
anum, en skammtar frá 10—30
mg á dag eftir aldri. Sé hins veg-
ar um svo erfið einkenni að ræða,
að 150—300 mg á dag nægi ekki,
er heldur farið yfir í önnur sterkar
verkandi lyf, því að við stóra
skammta og langvarandi notkun
hafa komið fram sjónuskemmdir,
(degeneratio pigmentosa), sem öll
líkindi benda til, að stafi af lyfinu.
Að vísu skal þess getið, að þessi
einkenni hafa menn rekizt á í sam-
bandi við fleiri piperidin-bundin
fentiazin. Miklu stærri skammtar
en hér hafa verið nefndir hafa svo
sem verið notaðir, 800 mg sem
viðhaldsdagskammtur, jafnvel
1600—2400 mg, en fáir mundu
freistast til slíkra tilrauna nú.
Síðasti flokkur fentiazina er sá,
sem hefur hliðarkeðju með piper-
azinhring bundna við R-l. Þau eru
talin kröftugar verkandi en Chlor-
promazin, þ.e. sem antipsykotika,
en ekki psykosedativa sem því
svarar. I þeim hópi eru nokkur
allmikið notuð lyf, og enda sum
kröftugustu lyfin, sem geðlæknar
ráða yfir enn sem komið er.
Prochlorperazin eða Stemetil er
þekktast sem antiemetikum og
hefur verið reynt við Mb. Meniére
og sízt með verri árangri en margt
annað. Einnig hefur það verið not-
að við migraine, þegar ógleði hef-
ur verið áberandi.
Helzta efnið má að mörgu telja
Perphenazin eða Trilafon, sem hef-
ur náð allmikilli og sennilega verð-
skuldaðri útbreiðslu. I R-2 er
klóratómi hnýtt við fentiazin-
hringinn. Er það eitt bezta lyfið í
þessum flokki, þegar sótzt er eftir
antipsykotiskri verkun, en róandi,