Læknaneminn - 01.11.1965, Page 10
10
LÆKNANEMINN
en margir sjúklingar kvarta mjög
um munnþurrk, sem getur verið
hvimleiður. í einstaka tilfellum
hafa sézt krampar við innspýtingu
á stórum skömmtum af þessu lyfi,
en þó therapeutiskum að almennu
mati.
Síðast má svo nefna efni, sem
illt er að flokka efnafræðilega
nokkurs staðar í kringum þau efni,
sem hér hafa verið á döfinni, en
að verkan til eru þau ómótmælan-
lega skyld, þá nánast sem psyko-
sedativum, en það er lithium-
ioninn. Stendur hann efnafræðilega
mjög nærri natrium- og kalium-
ionunum og er oftast notaður sem
lithium carbonat. Virðist það verka
lyf ja bezt á langvarandi eða síend-
urtekin oflæti (mani), dregur úr
öllum einkennum án þess að vera
á nokkurn hátt svæfandi. Engin
extrapyramidal einkenni er að
finna sem aukaverkanir, nema ef
skyldi telja titring, sem er eitt af
fyrstu toxisku einkennunum og
ekki hefur fundizt viðhlítandi skýr-
ing á. Sjálfsagt er ekki þorandi að
byrja lithium-meðferð nema með
nákvæmum blóðrannsóknum til
þess að fylgjast með magni þess
í blóði. Er þá sótzt eftir því, að
það sé upp undir 2 mekv/1. Eitur-
verkanir geta verið banvænar, þá
nephrotoxiskar með anuri. Fyrsta
eitrunareinkenni er venjulega, eins
og að framan greinir, titringur,
síðan svimakennd, þokusýn, ógleði,
hljómur fyrir eyrum og fleira.
Það var Ástralíumaðurinn Cade,
sem varð til að benda á þetta lyf
fyrstur manna (1949), en síðan
1953 hefur mikið verið unnið við
rannsóknir á verkan lithiums í
Danmörku (M. Schou o.fl.), og
hefur verið sannað, að með skyn-
samlegri og varlegri notkun er
þetta eitt af betri lyfjunum, sem
ráð er á við maniu. Er fyrsta ör-
yggisboðorðið þar, að sjúklingur
hafi örugglega nóg af salti í mat
og ekki óeðlilega mikinn saltút-
skilnað og svo auðvitað að nota
það ekki við sjúklinga með nýrna-
kvilla eða -insufficience.
Hin síðustu árin hefur ýmislegt
komið fram, sem bendir til þess,
að lithium kunni einnig að vera
nothæft með árangri við tíðum
þunglyndisköstum (sem oft eru
ónæm fyrir verkunum antidepres-
sivra lyfja). Væri það auðvitað
mikill sigur, ef svo væri, en breytti
hins vegar stöðu efnisins í yfirliti
á borð við þetta, þar sem ekki
væri þá hægt að tala um hreint
psykosedativum.
Áður en lokið verður þessum
kafla um síðastnefnd lyf, skal
nefndur enn einn lyfjaflokkur að
endingu, en það er sá, er tæpt var
á snemma þessa máls, Rauwolfia
serpentina rótin og lyf unnin úr
henni. Eins og að framan getur,
var hreint efni, Reserpin, undir
sérnafninu Serpasil unnið úr rót-
inni hjá Ciba í Basel árið 1952, og
u.þ.b. ári síðar var farið að prófa
efnið til lækninga, en þegar árið
1930 skrifuðu tveir læknar, Chen
og Bose, um þessa rót í indverskt
læknatímarit. Öldum saman áður
var hún samt þekkt hjá þarlendum
, ,náttúrulæknum“.
Verkun lyfsins er ekki fyllilega
upplýst, en kemur fram með lækk-
uðum blóðþrýstingi, hægari hjart-
slætti og ennfremur með almenn-
um psykosedativum áhrifum. Eru
menn ekki á einu máli um, hvort
valdi einkanlega um hið fyrra,
sympatisk inhibition eða para-
sympatisk stimulation, og þá hugs-
anlega við það, að Serotonin losni
úr bindingu. En Reserpin virkar
einmitt þannig á önnur monoamin,
einkanlega Noradrenalin. Aðrir
eru þeir, sem telja Reserpin verka