Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 22

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 22
LÆKNANEMINN Þorsteinn Svörfuður Stefáusson, stud. med.: Skellinöðrur og skák í London „What are you going to do in England?“, spurði vegabréfsskoð- arinn í Leith morguninn, sem Gull- foss lagðist þar að bryggju eftir þægilega ferð. Ég sagði sem var og slapp með það, en sagt er, að þeir láti menn oft lofa að gera ekki drottningunni mein. Tollvörð- unum hefur líklega ekki fundizt ég glæpamannslegur í útliti, því að þeir litu ekki á farangurinn, sem reyndar var aðeins ein handtaska. Veðrið var mjög fagurt, svo að ég hélt af stað fótgangandi áleiðis upp í Edinborg, en það er ca. 45 mín. gangur upp í Princes Street, þar sem Waverley, aðaljárnbraut- arstöð Edinborgar, er. Ég hef víst ekki tekið nákvæm mið, því að eft- ir tveggja klukkustunda gang var borgin farin að gisna ískyggilega, og sá ég, að ég var á leið suður úr henni. Nú var það ekki ætlunin að ganga til London, og nam ég því staðar á götuhorni og hugsaði ráð mitt. Þá víkur sér að mér stúlka og spyr, hvort hún geti gert eitt- hvað fyrir mig! ■— Nei, lesendur góðir, þið hafið rangt fyrir ykkur. Þetta var aðeins venjuleg ensk kurteisi og hjálpsemi, eins og ég reyndi oft síðar. Ég hélt nú það og sagði að ég ætlaði á Waverley- stöðina. Þá er bezt að fara niður þessa götu, beygja til hægri á næsta götuhorni, svo til vinstri og aftur til hægri, taka strætisvagn nr. 46 og fara úr, þegar hann stanzar í tíunda skipti.... Takk fyrir, þetta var mjög skýrt og greinilegt! Já, strætisvagn, þeir voru þá líka til hér! Þeim mögu- leika hafði ég alveg gleymt. Það er margt að sjá í Edinborg og auðvelt að eyða þar einum degi. Ég valdi kastalann. Morguninn eftir kl. 10 lagði fljótasta lestin, The Flying Scotsman, af stað til London og kom þangað kl. 4. Þar sem 4 dagar voru til mán- aðamóta, komst ég ekki inn á sjúkrahúsið og varð því að búa á hóteh þann tíma og notaði hann til að átta mig á miðborginni og læra að rata, eftir korti auðvitað. Fyrsta daginn var sólskin og hiti, og var ég á gangi allan dag- inn og sá m.a., þegar skipt var um varðmenn hjá Buckingham Palace. Þar voru skrautklæddir menn með byssur og byssustingi á. Gerðu sumir þeirra ýmist að standa á öðrum fæti og snúa sér í hring eða stappa niður fótunum. Aðrir börðu bumbur í takt. Gekk svo í klukku- tíma. Fjöldi fólks var þarna saman kominn til að horfa á, og sáu færri en vildu leikfimi þessa. Þegar heim kom um kvöldið, sá ég mér til mikillar gleði, að ég var orðinn dökkbrúnn í framan eftir daginn. En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir að hafa þvegið mér, var ég jafn hvítur og áður, en vatnið svart! Eftir helgina flutti ég á sjúkra- húsið. St. Leonard’s Hospital, en svo hét það, er ca. 20—30 mín. gang norðaustur af Liverpool járn- brautarstöðinni. Það er gamait og Ijótt hús að sjá utanfrá, svart af sóti, eins og öll hús í West End

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.