Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 24

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 24
n LÆKNANEMINN þeir gerðu mikið að því að lesa valda kafla úr stórum bókum, oft specialistabókum, t.d. nefndi hann Wintrobe í hæmatologiu og Wood í cardiologiu. Þá væri farmako- logian lesin mun meira í sambandi við medicinina en hér er gert. Ég kynntist einnig hollenzkum læknastúdent. Hann ferðaðist um á skellinöðru og reiddi mig fyrir aftan sig. Fórum við þannig á fleygiferð um götur Lundúnaborg- ar á kvöldin. Ekki skipti lögreglan sér af okkur, enda vorum við ekki í leðurjökkum og hljóðdunkur á tíkinni. Ég var nú dálítið hræddur fyrst, því að pilturinn kunni ekk- ert í vinstrihandar-umferð, en ók samt eins og kolóður maður. En svo lengi má illu venjast, að gott þyki. Hann las þýzka medicin í tveim stórum bindum (veslingur- inn!), en hissa var ég að sjá farmakologiuna hans. Smápési, um 200 blaðsíður, eins og tannlækna- nemar lesa hér, en hann sagði, að þeir læsu aðra miklu stærri með medicininni, þetta væri aðeins und- irstaða undir það. Einn consultantinn var í fríi mestallan mánuðinn og kom aðeins síðustu vikuna. Þegar hann heyrði, að ég var frá ísiandi, spurði hann strax: ,,Do you play chess?“ Bjarni Þjóðleifsson hafði nefnilega skemmt sér við að máta hann þarna sumarið áður. Ég lét lítið yfir kunnáttunni, en ekki var und- ankomu auðið, og nú þurfti hann að hefna sín. Við skildum jafnir eftir tvær skákir, og átti að tefla til úrslita síðar, en það fórst fyrir. Nú var þessi mánaðardvöl senn á enda. Margt hafði ég séð og lært bæði í medicin og ensku og síðast en ekki sízt kynnzt fólki af mörgu þjóðerni, hugsunarhætti þess og skoðunum, sem oft var mjög frá- brugðið því, sem við eigum að venj- ast, enda lít ég á þessi stúdenta- skipti fremur sem skemmti- og kynningarferðir en beinar náms- ferðir. London er skemmtileg borg, og þar fannst mér gott að vera. Fólkið var yfirleitt hjálpsamt og þægilegt viðkynningar. Þar er einnig margt að sjá og skoða, og ég vil sérstaklega nefna ,,The Tower of London“, þangað ættu allir að leggja leið sína, sem til borgarinnar koma. Ég kvaddi íslenzka fánann á Piccadilly Circus og hélt frá Lon- don með næturlest til Edinborgar, þar sem Gullfoss beið. Við feng- um hrakninga og lá við hafvillum á fslandsálum, og ég var enn með sjóriðu við að hjálpa honum Hannesi að ,,strippa“ í vikunni eft- ir heimkomuna. S M Æ L K B Ferðalangurinn var nýkominn til þorpsins, settist þar á bekk á torginu og hlustaði hugfanginn á hinar frægu klukkur gömlu kirkj- unnar. „Dásamlegar klukkur!" sagði hann og sneri sér að gömlum þorpsbúa, sem líka sat á bekknum. „Ha-a, hvað segið þér?“ sagði sá g;amli og brá hendi að eyra. „Ég var að segja, að klukkurn- ar ykkar væru dásamlegar,“ sagði aðkomumaðurinn og hækkaði róm- inn. „Heyri ekki, hvað þér segið“. Sá aðkomni laut að eyra gamla mannsins og öskraði: „Ég sagði, að klukkurnar hérna væru dásam- legar!“ Gamli maðurinn dæsti: „Þetta þýðir hreint ekki neitt. Ég heyri bara ekki orð fyrir þessum and- skotans bjöllum!"

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.