Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Side 25

Læknaneminn - 01.11.1965, Side 25
LÆKNANEMINN 25 Læknanám og læknakennsla Ólafur Bjarnason, dósenf Reglur um læknanám og lækna- kennslu verður að sníða eftir þörf- um og kröfum á hverjum tíma, og hljóta því að endurskoðast með vissu millibili, ef vel á að vera. Slíka endurskoðun verða yfirvöld mennta- og heilbrigðismála að hafa á hendi, með aðstoð sérfræði- legra ráðunauta. Virðist eðlilegt að leitað sé álits sem flestra, er mál þetta varðar, og má þar til nefna samtök lækna og lækna- nema. Síðasta orðið varðandi til- lögur til breytinga á reglum þeim, er gilda á hverjum tíma, hlýtur hinsvegar læknadeildin sjálf að hafa. Hér verður aðeins drepið á örfá atriði, er máli skipta varðandi læknakennsluna og fyrirkomulag hennar. Heildarúttekt á kennslu- aðferði-m og fyrirkomulagi í hverri grein yrði of langt mál og ekki á færi höfundar þessa þáttar. Áður en farið er að ræða einstök atriði, væri æskilegt að reyna að gera sér grein fyrir því, hver sé tilgangurinn með kennslu í lækna- deild. Ýmsum kann að þykja þetta óþörf spurning, en þó er engan veginn víst, að allir séu sammála um svarið. Sumir kunna að segja, að stefna beri að því frá byrjun að mennta sérfræðinga í hinum ýmsu greinum læknisfræðinnar, aðrir að mikilsverðast sé að undir- búa menn til að starfa að vísinda- legum grundvallarrannsóknum í læknisfræði. Ég tel hinsvegar, að miða beri kennsluna í læknadeild við það að búa nemendur sem bezt undir almennt læknisstarf. Þó álít ég, að kennarar ættu að hafa augun opin og veita athygli þeim nemendum, sem sérstakan áhuga hafa á vísindalegum rannsókna- störfum og hæfileika sýna í þá átt, og láta þá hafa verkefni við hæfi, þegar á stúdentsárum. En á hvern hátt verður settu marki bezt náð ? Þar um verða skoðanir skiptari, og mun sitt sýn- ast hverjum. Hér verður, eins og áður segir, aðeins drepið á örfá atriði, sem til bóta mega horfa á því fyrirkomulagi, sem við eigum við að búa. Svo byrjað sé á upphafinu, þá er varla hægt að ræða til neinnar hlítar um læknakennslu á Islandi í dag að ekki sé minnzt á það mis- ræmi, sem er á undirbúnings- menntun stúdenta, þar sem jafnt eru teknir í deildina stúdentar úr stærðfræði- og máladeildum hinna ýmsu skóla, sem rétt hafa til að útskrifa stúdenta. Hér verður læknadeildin að hafa forgöngu um breytingu fyrr en síðar og krefj- ast þess, að stúdentar, sem ekki eru útskrifaðir úr stærðfræðideild- um, sæki námskeið og gangi undir próf í efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði, áður en þeir eru tekn-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.