Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 28

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 28
28 LÆKNANEMINN mennari hluta meinafræðinnar í nánari tengslum við grunnfögin. Þar sem aðferðum eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og lífefnafræðinnar er nú beitt meir og meir í rann- sóknum í líffæra-meinafræði, væri æskilegt að geta kynnt stúdent- um slíkar vinnuaðferðir í verk- legri kennslu. Hvað viðkemur hinum sér- hæfðari hluta líffæra-meinafræð- innar, það er að segja meinafræði einstakra líffæra, mætti hugsa sér þá kennslu í nánari tengslum við klinisku fögin. Ef til vill mætti fella þá kennslu að einhverju leyti inn í síðasta hlutann. Á þann hátt yrðu nánari kennsluleg tengsl milli meinafræði og kliniskrar læknisfræði, og gæfist stúdentum þá meiri kostur á því að skapa sér samræmda heildarmynd af sjúkdómsfyrirbærunum, þeim vef- rænu og starfrænu breytingum, sem að baki liggja hinum klinisku einkennum, er læknirinn greinir með aðferðum kliniskrar læknis- fræði og aðstoð rannsóknastof- anna. Aukna áherzlu ber að leggja á hina svonefndu klinisk-patolo- gisku samræðufundi, þar sem sjúkdómstilfelli eru skýrð og rædd frá klinisku og meinafræði- legu sjónarmiði. Á slíkum fundum má ekki aðeins taka fyrir sjald- gæf fyrirbæri, heldur er nauðsyn- legt, að einnig sé fjallað um al- gengari sjúkdómsmyndir. Hinir svokölluðu laugardagsfundir lækna og læknanema í Landspítal- anum eru raunar vísir að slíkum klinisk- patologiskum samræðu- fundum og voru hugsaðir út frá því sjónarmiði í upphafi, en form þeirra hefur verið nokkuð á reiki frá einum tíma til annars. Ef slík- ir umræðufundir meinafræðinga og lækna hinna ýmsu sérdeilda Há- skólaspítalans yrðu teknir upp í framtíðinni, myndu stúdentar, sem eru í kúrsus á þeim deildum á hverjum tíma að sjálfsögðu sækja fundina. Mikil áherzla er víðast hvar lögð á verklega kennslu í flestum greinum læknisfræðinnar, svo sem vera ber, og skortir mikið á, að þar sé málum komið í viðunandi horf í mörgum greinum í Lækna- deild Háskóla Islands. Frá því Rannsóknastofa Háskólans tók til starfa í núverandi húsakynnum árið 1934, hefur verkleg kennsla ávallt skipað drjúgan sess í líf- færameinafræði, meinavefjafræði og sýkla- og ónæmisfræði. Þó er full ástæða til að auka þennan þátt kennslunnar verulega í nánustu framtíð, en til þess, að það geti orðið sem skyldi, skortir bæði hús- næði, tæki og mannafla. Þó má eflaust bæta þar nokkuð um við núverandi aðstæður. Áherzlu ber að leggja á það, að stúdentar taki virkan þátt í sjálfri vinnunni. Þeir eiga sjálfir að skrifa skýrslur um þær krufningar, sem þeir gera, og reyna að draga ályktanir af því, sem finnst, en kennari síðan að fara yfir, ræða og leiðbeina. Fyrir nokkru var á það minnzt í Lækna- nemanum, að stúdentar í miðhiuta hefðu fengið fjölritaðar skýringar með sneiðum þeim, sem notaðar eru við verklega kennslu í mein- vefjafræði. Þetta var að sjálf- sögðu til bóta og auðveldar stúdentum námið á þessu sviði. Þetta er þó ekki einhlítt og ber fullmikinn keim af mötunaraðferð- inni. Æskilegt væri að geta einn- ig komið því svo fyrir, að stúdent- arnir lýstu sjálfir og gæfu skýrslu um það, sem þeir sjá og greina í smásjánum við athuganir á vefja- sneiðum. Með því að leggja þann- ig sjálfir eitthvað af mörkum

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.