Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Side 30

Læknaneminn - 01.11.1965, Side 30
30 LÆKNANEMINN Davíð Davíðsson, prófessor — Þér eruð víst sammála um það, að endurbóta sé þörf í lækna- kennslunni hérna? — Já, ég er fyllilega sammála stúdentum og kennurum lækna- deildarinnar um, að fullkomin þörf er að breyta kennsluháttum í deildinni. Deildin, eins og hún er núna, getur talizt eitt af undrum veraldar. Sé ekki fyrirsjáanleg gjörbreyting á öllum starfshátt- um hennar í náinni framtíð, virð- ist mér langeðlilegast að leggja hana niður. — I hverju ættu þær breytingar að vera fólgnar? — Ég nenni ekki í stuttu spjalli að telja upp smálagfæringar eða tilhliðranir, sem hægt væri að gera til þess að lappa upp á það ástand, sem er í deildinni nú. Það hafa begar aðrir gert á undan mér. Ég held, að heppilegra sé að tala heldur um grundvallarbreyt- ingar, sem stefna þarf að. Þá vil ég fyrst taka fram, að í 1. grein Háskólalaganna segir, að Háskólinn skuli vera m. a. vísinda- leq frœðslustofnun, sem veiti nem- endum sínum menntun til að gegna ýmsum embættum og störf- um í þjóðfélaginu og til að sinna sjálfstœtt vísindalegum verkefn- um. Það er ákveðin skoðun mín, að sú hugmynd, sem víða kemur fram, að það sé tvennt óskylt að sinna lækningum og að sinna vís- indalegum störfum, sé byggð á grundvallarmisskilningi. Ég held því fram, að læknir, sem getur ekki sinnt sjálfstætt vísindalegum verkefnum í læknisfræði, sé held- ur ekki fær um að stunda lækn- ingar, þ. e. að hagnýta í læknis- starfi þá læknisfræðilegu þekk- ingu, sem fyrir hendi er nú á tím- um. Það er ekki hægt að skjóta sér undan því, að nútímalækning- ar er að litlu leyti hægt að kenna við eða flokka undir það, sem áð- ur var kallað læknislist. Læknis- fræðin er orðin ein hinna líffræði- legu vísindagreina, og starfsað- ferðir, sem beitt er við lækningar, eru eins og þær aðferðir, sem beitt er í öðrum líffræðilegum greinum. Þannig verður ekki hjá því kom- izt, að læknastúdent eða læknir, sem ætlar að auka menntun sina og læra af reynslu, verður fyrst og fremst að vera nákunnugur biolog- iskri starfsaðferð, sem á stoð sína í stærðfræðilegum greinum, eins og stærðfræði, efnafræði og eðlis- fræði. Læknir, sem hefur ekki tamið sér að meira eða minna leyti táknmál þessara greina, er naumast hæfur til að fylgjast með því, sem er að gerast í undirstöðu- greinum hagnvtrar læknisfræði né heldur í tilraunastarfsemi í lækningum, þ. e. hann er ekki læs á tímaritagreinar, þar sem til- raunum, niðurstöðum þeirra og ályktunum er lýst. — Hvernig gætu stúdentar lært þessa biologisku starfsaðferð ? — Það er ekki hægt að kvnna stúdentum biologiska starfsað- ferð nema með því að láta þá taka þátt í tilraunastarfsemi. Þegar þeir hafa öðlazt lágmarkstækni- reynslu í einhverri ákveðinni grein, t. d. vefjafræði, lífeðlisfræði eða lífefnafræði, þá held ég, að mikilvægt sé að gefa þeim tæki- færi til þess að vinna sjálfstætt að tilraunum undir handleiðslu kennara, og í því ætti nám þeirra aðallega að vera fólgið. Ein af aðalveilunum, sem ég hef rekið mig á við starf mitt hér í þessum skóla og í Landspítalan-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.