Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 33

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 33
LÆKNANEMINN 33 Trúlegt er, að læknaskólanámið þyrfti ekki að vera meira en 6 ár fyrir meðalstúdent til þess að ná þeim megintilgangi að kenna honum starfsaðferð. Hitt er svo aftur annað mál, hvenær stúdent telst hæfur til að taka að sér störf í þágu heilbrigðisþjónustunnar, t. d. að verða héraðslæknir eða spítalalæknir, þ. e. hvenær hann hefur safnað að sér nægum klin- iskum þekkingaratriðum og reynslu. Til þess getur unnizt tími á eftir, og mætti eins segja mér, að sá tími mundi lengjast frá því, sem nú er. Það, held ég, að sé ekki mál Háskólans, heldur heil- brigðisyfirvaldanna á hverjum stað. — Hvað um prófin? — Prófin við læknadeildina finnst mér vafasöm. Þarf ekki annað en að líta á einkunnakvarða þann, sem notaður er, og prófs- aðferðir, sem beitt er, til að sjá, að þau eru ekki gjörhugsað mál. Prófin hafa lengstum, að ég held, verið notuð í tvennum til- gangi, annars vegar sem refsi- vöndur á þá, er hafa ekki stundað nám sitt sem skyldi, hins vegar til að verðlauna menn fyrir góða ástundun og jafnframt til hvatn- ingar þeim, sem metnað hafa — nú, og líklega í þriðja lagi sem einskonar öryggisloka til að verja þjóðfélagið fyrir þeim, sem eru ólíklegir til að gegna framtíðar- hlutverki sínu í þjóðfélaginu á við- hlítandi hátt. Ég efast mjög um gildi núver- andi prófa til alls þessa. Þau eru á þann veg, að mest reynir raun- verulega á þekkingarforða, en eins og ég hef sagt áður, lít ég á hann sem aukaatriði eða a. m. k. ekki aðalatriðið í námi stúdenta. Ef prófað verður og einkunnir gefnar, þá yrði sú tillaga mín, að þær yrðu aðeins tvær, stúdent stæðist próf eða stæðist ekki. Af því mundi m. a. leiða, að stúdent- ar eyddu ekki tíma sínum í að tína upp smáatriði úr kennslubók- um og skrifa niður enn fleiri smá- atriði úr kenjum einstakra kenn- ara til upprifjunar fyrir próf, sem auðvitað gerir ekkert annað en að að glepja þá frá raunverulegu námi. — Haldið þér, að þessar grund- vallarbreytingar séu framkvæm- anlegar í náinni framtíð. — Þar stendur nú hnífurinn í kúnni. Ég held, að íslendingar séu ekki hæfari til að koma upp sjálf- stætt frambærilegum læknaskóla en blámennirnir í Afríku. Lækna- skólar hafa verið reistir í ný- frjálsum ríkjum þeirra á síðustu árum, en þeir munu ekki hafa treystst til þess nema með því að fá starfskrafta erlendis frá. Ég held, að því sé eins farið hér, óhugsandi sé að koma hér upp sæmilegri læknadeild öðruvísi en að ráða til lengri og skemmri tíma erlenda starfsmenn í hinum ýmsu greinum læknisfræðinnar, menn, sem mundu flytja með sér tradition háskóla, þar sem stund- uð eru vísindastörf. Að lokum langar mig til að koma þeirri hugmynd á framfæri, að afl- að verði álits reyndra erlendra skólamanna og hagfræðinga, bandarískra og enskra, um það, hvort þeir telji þjóðfélagi af þess- ari stærð fjárhagslega kleift að reka háskóladeild í læknisfræði, svo að viðunandi sé, og síðan hlítt niðurstöðum þeirra. Fari svo, að þeir telji þetta kleift, yrði strax að gera framkvæmdaáætlun um endurskipulagningu eða uppbygg- ingu nýrrar læknadeildar, sem er óhugsandi án erlendrar aðstoðar og erlendra starfskrafta.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.