Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 39
LÆKNANEMINN
89
Heigi Þ. Valdimarssoui, cand. med.
Að embættisprófi loknu fannst
mér fróðlegt að leiða hugann að
þeirri kennsluskipan, sem ég hafði
notið s.l. s]ö ár. Kennslan var þá
enn fersk í minni, en einstakir
þættir hennar höfðu samt fengið
tíma til að renna saman í heildar-
mynd, sjónhending, sem glatast,
þegar lengra dregur frá prófi.
Framundan var ákvörðun um val
sérgreinar og framhaldsnám. Þar
sem ég var enn óákveðinn, reyndi
ég eftir föngum að kynna mér
ástand og horfur í íslenzkum heil-
brigðismálum. Einnig las ég eitt
og annað um læknanám í bókum
og tímaritum og hafði þá jafn-
framt í huga það nám, er ég hafði
nýlega lokið.
Læknaneminn hefur að undan-
förnu birt greinar og viðtöl um
læknanám á Islandi. Allir, sem um
málefnið hafa fjallað, virðast álíta
nauðsynlegt að gera breytingar,
og eru flestir harla róttækir. I 1.
tbl. þessa árs ræddi ég málið á
breiðum grundvelli og hafði þá við
orð að gera síðar nánari grein fyr-
ir breytingum, sem gera þarf að
mínum dómi.
Við nánari yfirvegun og endur-
mat hafa nú mótazt með mér hug-
myndir um námsskipan, sem ég
myndi kjósa, ef ég ætti að hefja
námið að nýju. Eru þessar hug-
myndir sumpart byggðar á eftir-
farandi forsendum:
1. Stytta þarf námstímann, án
þess að slá af kröfum um kunn-
áttu. Þetta ætti að vera unnt m.a.
með því að bæta skipulag og
kennslutækni.
2. Auka verður samhengið í
náminu og brúa það bil, sem nú
er á milli einstakra hluta.
3. Kennsluna þarf að samræma
breyttum viðhorfum, þannig að
meiri áherzla verði lögð á þær
greinar, sem eru að öðlast vaxandi
mikilvægi, á kostnað þeirra, sem
greinilega eru staðnaðar.
4. Skipuleggja þarf námskeið á
annan og betri veg en nú er gert.
5. Breyta þarf fyrirkomulagi
prófa. Þau þarf að halda í lok
hvers misseris, og verði prófverk-
efnin valin á víð og dreif úr náms-
efninu. Ganga þarf milli bols og
höfuðs á þeim gamla draug, að
læknanámi sé lokið með embættis-
prófi. Eldri læknir, sem miklu hef-
ur gleymt og litlu bætt við sig,
er hættulegur. Þess vegna er mik-
ilvægara að tryggja, að læknar
haldi menntun sinni við, heldur en
að krefjast þess af læknastúdent-
um, að þeir hafi á takteinum,
hvernig tennur verða til eða lyf
eru skömmtuð.
Tillaga um námsfyrirkomulag.
I. ár:
a) Eðlisfræði og efnafræði í
einni kennslubók, sem ætluð er til
undirbúnings fyrir læknanárn.
b) Yfirlit yfir líffærafræði. Stú-
dentar læri líffæragerð og líffæra-
heiti í stórum dráttum og kynnist
helztu grundvallarhugtökum.
Hæfileg kennslubók væri 400—500
bls. og þar með talið yfirlit yfir
almenna vefjafræði.
Þeir stúdentar, sem stæðust
upphafspróf í fyrrnefndum grein-
um myndu taka 4—5 vikna nám-
skeið í krufningum og 4 vikna
námskeið í einfaldri sárameðferð
og hjálp í viðlögum.