Læknaneminn - 01.11.1965, Síða 40
LÆKNANEMINN
40
II. ár:
Haustmisseri:
a) Kerfalýsing í líffærafræði (t.
d. bein, vöðvar og liðbönd). Sér-
hæfð vefjafræði. Verklegt nám-
skeið í vefjafræði.
b) Undirbúningsnámskeið í líf-
efna- og lífeðlisfræði.
c) Svæðalýsing.
Vormisseri:
a) Líffærafræði (taugakerfi,
æðakerfi, fósturfræði og skyn-
færi).
b) Svæðalýsing.
c) Lífefna- og lífeðlisfræði.
(Ekki próf).
III. ár:
Haustmisseri:
Munnleg kennsla í lífeðlis- og
lífefnafræði. Námskeið í lífeðlis-
og lífefnafræði.
Vormisseri:
a) Fyrirlestrar og námskeið í
skoðun sjúklinga til undirbúnings
fyrir námskeið á lyflæknisdeild,
handlæknisdeild og geðsjúkdóma-
deild (1 mán.).
b) Fyrirlestrar og námskeið í al-
mennri meinvefjafræði (1 mán.).
c) Fyrirlestrar og námskeið í
sýkla- og veirufræði. Fyrirlestrar
og námskeið í erfðafræði (1 mán.).
d) Fyrirlestrar og námskeið í
lyfjafræði, þar sem áherzla yrði
lögð á helztu og mest notuðu
lyfjaflokkana. Fyrirlestrar og
námskeið í meinefna- og meineðl-
isfræði. (1 mán.).
Sumarnámskeið:
Einn mánuður á lyflæknisdeild,
einn mánuður á handlæknisdeild,
einn mánuður á rannsóknarstofu,
einn mánuður á geðveikraspítala.
Gert er ráð fyrir, að stúdentar
ljúki þremur af þessum fjórum
námskeiðum um sumarið og geymi
eitt námskeiðið til næsta vetrar.
IV. ár:
Haustmisseri:
a) Almenn meinvefjafræði og
almenn meineðlisfræði.
b) Almenn lyfjafræði.
c) Heilbrigðisfræði.
d) Réttarlæknisfræði.
Vormisseri:
a) Fæðingahjálp.
b) Geðsjúkdómar.
c) Barnasjúkdómar.
d) Húðsjúkdómar.
e) Háls-, nef- og eyrnasjúkd.
f) Augnsjúkdómar.
g) Röntgengreining.
V. og VI. ár:
Klinisku greinarnar verði
kenndar með fyrirlestrum og nám-
skeiðum í tvö ár. Fyrirlestrar
verði skipulagðir þannig, að fyrst
geri sjúkdómafræðingur grein fyr-
ir meinafræði viðkomandi sjúk-
dóms. Því næst haldi skurðlæknir,
lyflæknir, eða báðir, fyrirlestra,
eftir því um hvaða sjúkdóm er að
ræða. Fengnir verði til fyrirlestra-
halds sérfræðingar í hverri grein.
Inn í þetta fléttist svo átta mán-
aða námskeið á hinum ýmsu deild-
um. Sérhver deild, sem talin er
hæf til að halda slík námskeið,
leggi fram kennsluskrá.
Sumarnámskeið eftir V. ár.
Launað námskeið hjá héraðs-
lækni eða starfandi lækni í bæ. (3
mán.). I staðinn yrði felld niður
héraðsskylda kandídata.
Þessar breytingar eru miðaðar
við óbreytt ástand í byggingar-
málum læknadeildar, enda virðist
of langt að bíða eftir því, að