Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Síða 42

Læknaneminn - 01.11.1965, Síða 42
■4« LÆKNANEMINN tion“. — Hins vegar eru svokall- aðir „part-time“ læknar, sem ekki eru fastráðnir, en eru sérfræðing- ar í privat praksis, og sjá um stór- an hluta hinnar klinisku kennslu. Einkennandi fyrir læknana í heild finnst mér eftirfarandi: 1. Misræmi í skoðunum er yfir- leitt ekki leyst með ,,autoriteti“, heldur er vandamálið brotið til mergjar. 2. Heiðarleiki þeirra, sem hærra eru settir, ef um mistök af þeirra hálfu er að ræða. Sá sem mistök- in fremur, er fyrstur til að viður- kenna þau og ræða ,,opinberlega“ öðrum til viðvörunar. Það er mannlegt að skjátlast og yfir- menn eru engin undantekning. Með öðrum orðum: Eigi skal grafa glappaskot, heldur læra af þeim. 3. Örvandi áhrif yfirmanna á undirmenn sína með viðræðum við þá sem jafningja, en það eitt út af fyrir sig getur leyst úr viðjum miklar ,,ideur“, sem annars væru bældar niður. Kerfi þetta finnst mér gott, þegar tekið er tillit til velferðar sjúklinga og kennslu stúdenta, kandidata og lækna í framhaldsnámi. Það væri fásinna að ætla að hægt sé að breyta einu kerfi á svipstundu — slíkt tekur tíma. 1 okkar litla þjóðfélagi er útilokað, að kennsla sé eingöngu bundin við t. d. Landspítalann, heldur fari einnig fram á þeim sjúkrahúsum, þar sem kúrsusar og kandidats- stöður eru viðurkenndar. I Bandaríkjunum er ákveðin nefnd lækna skipuð af ameríska læknafélaginu, sem ferðast á milli sjúkrahúsa og fylgist með kennslu og vinnubrögðum almennt á við- komandi stofnun. Nefnd þessi ákveður síðan, hvort stofnunin öðlast eða heldur viðurkenningu sem kennslustofnun. Þótt ein stofnun hafi eitt sinn hlotið við- urkenningu, er ekki þar með sagt, að hún haldi henni til eilífðar. Ýtir þetta því undir forráðamenn og lækna viðkomandi stofnunar að halda sínum ,,standard“. Missi þær viðurkenningu, fá þær jafn- framt enga stúdenta né kandidata. Hví ekki að taka upp svipað fyrir- komulag hér? Við eigum það vel menntaða lækna, bæði hér heima og erlendis, — sem nú velta vöng- um um, hvort heim skuli halda, — að engin vandkvæði ættu að vera á, að uppfylla lágmarksskilyrði, hvað kennslu viðkemur. Þrátt fyr- ir góða theoretiska menntun, eig- um við ekki að sætta okkur við annað en fullkomna nýtingu á okkar kennslukrafti í kliniskri menntun. Ég vil nú drepa á nokkur atriði, sem ef til vill gætu orðið að liði. 1. Bæta þarf andrúmsloftið og minnka til muna bilið milli aðstoð- arlækna og yfirmanna annars veg- ar og stúdenta og kandidata hins vegar. 2. Byrja þarf fyrr kennslu í klinik, þ.e. undirstöðuatriðum í samningu sjúkrasögu, nákvæmri skoðun og diskussion um hvert til- felli. 3. Stúdentar í seinasta hluta eiga fyrr að komast út í hið aktiva líf hverrar deildar — byrja fyrr að ræða tilfelli á fundum, — svo að þeir sem kandidatar hefji ekki störf sem algjörir byrjendur. 4. Stofna ætti „journal clubs“ fyrir stúdenta í seinasta hluta og kandidata, þar sem einn eða fleiri starfandi læknar væru viðstaddir. Með þessu fæst æfing í að taka saman nokkrar greinar — úr ákveðnum læknatímaritum ■— aðeins það sem máli skiptir, •— en aukaatriðin eru vinsuð úr. Þetta er ómetanlegt fyrir hinn

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.