Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 49

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 49
LÆKNANEMINN Jt9 og reglulegri. Virðist þetta vera góð vísbending um, að frjáls sam- keppni sé góð leið til betri þjón- ustu. Hinar lélegu samgöngur hafa markað eyjarskeggja dálítið. Þeir hafa t. d. á tilfinningunni, að þeir séu ríki innan ríkisins, og oft heyrði ég því fleygt, að þeir hefðu ekkert á móti því að segja sig úr lögum við ísland. Hitt er annar handleggur, að það mundi senni- lega gera þá ennþá einangraðri, og er ekki útilokað, að þeir færu hratt niður á steinaldarstig með þvílíku uppátæki. Ekki vil ég þó spá eyjarskeggjum illrar spár, því að margt er þar ágætisfólks. Eitt einkennilegasta fyrirbæri Vestmannaeyinga er þjóðhátíð þeirra. Hún varð upphaflega til vegna þess, að heimafólk komst ekki til Þingvalla á þúsund ára afmæli Islandsbyggðar 1874 vegna veðra. Tóku þeir þá upp á því að fresta þjóðhátíðinni og halda hana heima í Eyjum. Hefur sá sið- ur haldizt. Er hátíðin haldin fyrstu helgi í ágúst, en þá eru veð- urskilyrði hvað bezt. Allir, sem vettlingi geta valdið, taka höndum saman um að gera hátíðina sem skemmtilegasta og eftirminnilegasta og taka sér frí á meðan. Meira að segja sjúkling- ar á spítalanum reyna að herja út frí. Þeir, sem eiga hústjöld, flytja þau út í Herjólfsdal og slá þar upp gríðarmikilli tjaldborg. Tjöldin eru sett upp í röðum, og eru hafð- ar götur á milli þeirra, sem gjarn- an eru skírðar rómantískum nöfn- um, svo sem Ástargata, Ástar- braut o. s. frv. Menn flytja svo ýmsa búslóð í tjöldin, legubekki, borð, prímusa og leirílát, og marg- ir búa alveg í tjöldunum yfir há- tíðina. Síðan er slegið upp dans- pöllum og skreyttum söluturnum, allt prýtt með lituðum ljósum, og hefst síðan mikil tveggja daga há- tíð. Dansað er a. m. k. á tveimur stöðum, haldnar brennur, sungið, skotið flugeldum og yfirleitt allt gert til skemmtunar, sem menn hafa upp á að bjóða. Sjálfsagt þykir, að hver maður eigi nóg af brennivíni, en flestir fara vel með það. Svo til allir fá sér snaps, meira að segja hörðustu bindindismenn bregða út af van- anum. Sé boðinn einn grár, þykir móðgandi að neita. Alls staðar rík- ir glaumur og gleði, og í öðru hverju tjaldi syngur fólk. Allir eru aufúsugestir hvar sem er, og virðist enginn vera ókunnugur þennan tíma. Það hittist svo á, að Surtur gaus hraustlega þann tíma, sem ég var í Eyjum. Hélt hann sér vel við efnið yfir þjóðhátíðina. Var það ógleymanleg stund, er ég sat uppi í brekku í Herjólfsdal um miðnætti og horfði á brennu, flugelda og Surt geislandi í bakgrunninum. Daufur ómur af söng fólksins barst út til fjallanna kringum dalinn. Fannst mér ég vera í öðr- um heimi — en því miður var ég rifinn upp úr sæluvímunni og beð- inn að koma strax niður á sjúkra- hús til að aðstoða þar vegna fót- brots. Bölvaði ég þá öllum læknis- störfum með sjálfum mér, en áttaði mig þó snarlega á því, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Slíkt þurfa læknar manna helzt að muna, einkum í strjálbýlinu. I júlí, 1965. — Og þetta segið þér mér fyrst núna, læknir, þegar ég er búinn að éta þessa andsk . . . stauta í þrjá daga.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.