Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Síða 54

Læknaneminn - 01.11.1965, Síða 54
LÆKNANEMINN H ingastjóri hefur umboð til að ráða í, skulu þeir ganga fyrir, sem lengst eru komnir í námi (vide infra), þó með þeirri undantekningu, að enginn fái sömu stöðuna tvívegis, ef annar býðst. Þeir, sem eru í sama hluta, teljast jafnlangt komnir í námi. Nú sækja tveir eða fleiri úr sama hluta um laun- aða stöðu, og skal þá sá hljóta, sem minnstar tekjur hefur haft á launuðum námskeiðum. Ef ekki næst samkomu- lag, skal hlutkesti ráða. Ráðningastjóri skal beita sér fyrir því af fremsta megni, að skipað skuii í aliar stöður af sanngirni, svo að sem réttiátast skiptist milli manna.“ Ennfremur voru nokkur ákvæði um námskeið einnig látin ná yfir aðrar stöður og aðrar minni háttar breyting- ar gerðar. Urðu um tillögur Gunnars og skiln- ingsatriði í sambandi við þær ailfjör- ugar umræður, bæði í pontu og utan hennar, og var erfitt að henda reiður á því öllu. M.a. vitnaði Guðmundur Sig- urðsson, II. hl., í athuganir, sem hann hafði gert, og taldi, að nóg yrði af kandídötum í stöður þeirra allt til ára- móta 1966—’67, nema á handlæknis- deild, og lítið útlit væri því fyrir laus- ar kandídatsstöður handa stúdentum. Loks voru tillögur Gunnars sam- þykktar óbreyttar, nema hvað 8. gr. var breytt samkvæmt tillögu Baidurs Fr. Sigfússonar, III. hl. Tókust nú svip- aðar umræður að nýju, og véfengdu þeir Jón G. Stefánsson, III. hl., og Baldur niðurstöður Guðmundar og færðu rök að máli sínu. Nokkur fleiri mál voru rædd á fund- inum. Kom m.a. fram í fundarbyrjun, að yfirlæknir Hvítabandsins hefði sam- þykkt að ráða stúdenta í síðasta h’.uta til eins mánaðar í senn, en miðhluta- menn verða að ráða sig til tveggja mán- aða eins og áður. Kvikmyndasýningar á vegum félags- ins voru með alfjörugasta móti s.l. vet- ur, eða átta talsins, og voru alls sýnd- ar tuttugu og tvær kvikmyndir um hin margvíslegustu efni. Voru þær aða'.lega fengnar frá lyfjaframleiðendunum Squibb og Pfizer, en einnig nokkrar frá brezka sendiráðinu og Krabbameinsfé- lagi Islands. Ennfremur hafa verið haldnar þrjár sýningar í sumar. Eiga sýningastjórar félagsins miklar þakkir skilið fyrir dugnaðinn, og mættu sýningarnar gjarna vera betur sóttar en verið hef- ur, þar eð oft er um úrvalsmyndir að ræða. Blóðgjafaáróður sá, er Auðólfur Gunn- arsson, III. hl., hieypti af stað í Háskói- anum í vetur, bar aiigóðan árangur. Skráðu 139 stúdentar sig á lista þeirra, sem reiðubúnir eru að gefa blóð, þegar til þeirra verður leitað. Áberandi var, hve mikill hiuti þeirra eru læknanem- ar, og eins hitt, hve margir þeirra höfðu áður gefið blóð og vissu um blóðfiokk sinn. Ljósprentun fyrstu árganga Lækna- nemans, er drepið hefur verið á í fyrri blöðum, hefur ekki hlotið þær undir- tektir, að unnt sé að ráðast í hana að svo stöddu, og þykir okkur það miður farið. Hins vegar barst í sumar óvæntur glaðningur inn í félagsherbergi lækna- nema, þar sem voru tvö gömul eintök af Læknanemanum, fjölrituð og fágæt. Greip ritstjórinn þau auðvitað hið snar- asta og læsti niður í kassa með annarri blaðaeign félagsins, en ekki er enn vit- að um gefanda, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Ennfremur hefur hafzt upp á fyrsta fjölritaða blaðinu, sem Arinbjörn Kol- beinsson gaf félaginu fyrir nokkrum árum síðan, svo að nú eru fengin þrjú elztu og fágætustu eintökin, og hafa þau verið sett í bókband. Einnig voru þar með nokkur blöð frá Gunn- laugi Snædal, og loks hefur Halidór Halldórsson látið okkur í té fjögur blöð. Kunnum við þeim öllum beztu þakkir fyrir, ekki sízt hinum óþekkta velunnara okkar. Vantar þá bara fjög- ur blöð (6., 7. og 8. árg., fyrra blað- ið), áður en unnt er að binda safnið. Heitum við enn á lesendur að hjálpa okkur um það, sem á vantar. Þau ágætu tíðindi hafa gerzt i sumar, að Fjórðungssjúkrahúsið á Akranesi býður nú læknanemum aftur launað námskeið, eins og áður tíðkaðist. Kom hinn fyrsti þaðan um miðjan jú!í s.l. og hafði í fórum sínum drög að launa- samningi, sem bíður samþykktar Félags læknanema og stjórnar sjúkrahússins. Er þar gert ráð fyrir, að stúdentinn taki sjúkraskrár, sjái um útskriftir, aðstoði við uppskurði og vinni rann- sóknastörf, þegar brýna nauðsyn ber til, en eigi frí um helgar. Mánaðarlaun eru kr. 15.600,00 og fríar ferðir, fæði og húsnæði.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.