Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 54

Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 54
LÆKNANEMINN H ingastjóri hefur umboð til að ráða í, skulu þeir ganga fyrir, sem lengst eru komnir í námi (vide infra), þó með þeirri undantekningu, að enginn fái sömu stöðuna tvívegis, ef annar býðst. Þeir, sem eru í sama hluta, teljast jafnlangt komnir í námi. Nú sækja tveir eða fleiri úr sama hluta um laun- aða stöðu, og skal þá sá hljóta, sem minnstar tekjur hefur haft á launuðum námskeiðum. Ef ekki næst samkomu- lag, skal hlutkesti ráða. Ráðningastjóri skal beita sér fyrir því af fremsta megni, að skipað skuii í aliar stöður af sanngirni, svo að sem réttiátast skiptist milli manna.“ Ennfremur voru nokkur ákvæði um námskeið einnig látin ná yfir aðrar stöður og aðrar minni háttar breyting- ar gerðar. Urðu um tillögur Gunnars og skiln- ingsatriði í sambandi við þær ailfjör- ugar umræður, bæði í pontu og utan hennar, og var erfitt að henda reiður á því öllu. M.a. vitnaði Guðmundur Sig- urðsson, II. hl., í athuganir, sem hann hafði gert, og taldi, að nóg yrði af kandídötum í stöður þeirra allt til ára- móta 1966—’67, nema á handlæknis- deild, og lítið útlit væri því fyrir laus- ar kandídatsstöður handa stúdentum. Loks voru tillögur Gunnars sam- þykktar óbreyttar, nema hvað 8. gr. var breytt samkvæmt tillögu Baidurs Fr. Sigfússonar, III. hl. Tókust nú svip- aðar umræður að nýju, og véfengdu þeir Jón G. Stefánsson, III. hl., og Baldur niðurstöður Guðmundar og færðu rök að máli sínu. Nokkur fleiri mál voru rædd á fund- inum. Kom m.a. fram í fundarbyrjun, að yfirlæknir Hvítabandsins hefði sam- þykkt að ráða stúdenta í síðasta h’.uta til eins mánaðar í senn, en miðhluta- menn verða að ráða sig til tveggja mán- aða eins og áður. Kvikmyndasýningar á vegum félags- ins voru með alfjörugasta móti s.l. vet- ur, eða átta talsins, og voru alls sýnd- ar tuttugu og tvær kvikmyndir um hin margvíslegustu efni. Voru þær aða'.lega fengnar frá lyfjaframleiðendunum Squibb og Pfizer, en einnig nokkrar frá brezka sendiráðinu og Krabbameinsfé- lagi Islands. Ennfremur hafa verið haldnar þrjár sýningar í sumar. Eiga sýningastjórar félagsins miklar þakkir skilið fyrir dugnaðinn, og mættu sýningarnar gjarna vera betur sóttar en verið hef- ur, þar eð oft er um úrvalsmyndir að ræða. Blóðgjafaáróður sá, er Auðólfur Gunn- arsson, III. hl., hieypti af stað í Háskói- anum í vetur, bar aiigóðan árangur. Skráðu 139 stúdentar sig á lista þeirra, sem reiðubúnir eru að gefa blóð, þegar til þeirra verður leitað. Áberandi var, hve mikill hiuti þeirra eru læknanem- ar, og eins hitt, hve margir þeirra höfðu áður gefið blóð og vissu um blóðfiokk sinn. Ljósprentun fyrstu árganga Lækna- nemans, er drepið hefur verið á í fyrri blöðum, hefur ekki hlotið þær undir- tektir, að unnt sé að ráðast í hana að svo stöddu, og þykir okkur það miður farið. Hins vegar barst í sumar óvæntur glaðningur inn í félagsherbergi lækna- nema, þar sem voru tvö gömul eintök af Læknanemanum, fjölrituð og fágæt. Greip ritstjórinn þau auðvitað hið snar- asta og læsti niður í kassa með annarri blaðaeign félagsins, en ekki er enn vit- að um gefanda, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Ennfremur hefur hafzt upp á fyrsta fjölritaða blaðinu, sem Arinbjörn Kol- beinsson gaf félaginu fyrir nokkrum árum síðan, svo að nú eru fengin þrjú elztu og fágætustu eintökin, og hafa þau verið sett í bókband. Einnig voru þar með nokkur blöð frá Gunn- laugi Snædal, og loks hefur Halidór Halldórsson látið okkur í té fjögur blöð. Kunnum við þeim öllum beztu þakkir fyrir, ekki sízt hinum óþekkta velunnara okkar. Vantar þá bara fjög- ur blöð (6., 7. og 8. árg., fyrra blað- ið), áður en unnt er að binda safnið. Heitum við enn á lesendur að hjálpa okkur um það, sem á vantar. Þau ágætu tíðindi hafa gerzt i sumar, að Fjórðungssjúkrahúsið á Akranesi býður nú læknanemum aftur launað námskeið, eins og áður tíðkaðist. Kom hinn fyrsti þaðan um miðjan jú!í s.l. og hafði í fórum sínum drög að launa- samningi, sem bíður samþykktar Félags læknanema og stjórnar sjúkrahússins. Er þar gert ráð fyrir, að stúdentinn taki sjúkraskrár, sjái um útskriftir, aðstoði við uppskurði og vinni rann- sóknastörf, þegar brýna nauðsyn ber til, en eigi frí um helgar. Mánaðarlaun eru kr. 15.600,00 og fríar ferðir, fæði og húsnæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.