Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 57

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 57
LÆKNANEMINN 57 BassíBNBBi t>HNKW Blað þetta er hið síðasta úr höndum þessarar ritnefndar og því miður mun síðbúnara en skyidi. Afsökunarbeiðni birtum við þó enga, enda minnugir hinn- ar frönsku speki, að „qui s’excuse s’accuse". Auðvitað er okkur ljóst, að margt hefði mátt betur fara í b'.öðum okkar, og sumar hugmyndir hafa ekki komizt í framkvæmd, eins og gerist og gengur. Heldur hefur gengið bögsulega að afla fræðilegra greina, og gætu læknanemar sjálfir lagt þar mun meira af mörkum en hingað til. Ann- ars höfum við reynt að hafa efni blaðs- ins sem fjölbreytilegast og skeytt minna um að halda þeim vísindaiega virðuleika, sem oft hefur einkennt það áður, stundum um of að okkar dómi. Læknaneminn á að vera vettvangur fyrir skoðanir og hugrenningar lækna- nema um a!ls kyns málefni, hvort sem þau snerta beinlínis nám þeirra, hags- muna- og félagsmál eða ekki. 1 þessu sambandi er rétt að minna á, að Læknablaðið, sem á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir, hefur löng- um verið aðalvettvangur fræðigreina ís- lenzkra lækna. Eru margar þeirra mjög við hæfi læknanema, einkum í síðasta hluta, auk þess sem læknanemum er áreiðanlega hollt að glöggva sig á ýms- um málum, sem fjallað er um í blað- inu. Sakar ekki að geta þess, að lækna- nemar fá það á hálfvirði, séu þeir áskrif- endur. Iíennslumál læknadeildar hafa verið talsvert til umræðu undanfarið, og lýk- ur greinaflokki um þau með þessu blaði. Efninu eru auðvitað ekki gerð nein fullnaðarskil, aðeins er stiklað á ýmsum atriðum og lítið sem ekkert rætt um sumar námsgreinar. Megin- tilgangurinn va.r a.ð fá fram tillögur og skoðanir til umhugsunar og gagnrýni og halda bannig málinu vakandi. Þótt flestir virðist sammála um, að þörf sé gagngerra breytinga til bóta frá því, sem nú er, verða stúdentar áreiðanlega að fyigja fast eftir, eigi þær að fást fram í náinni framtíð. Er freistandi að nefna hér smádæmi þvi til stuðnings. Fyrir tveimur árum síða.n var keypt mjög einfalt og hentugt tæki til notk- unar við kennslu í síðasta h’uta. Er skemmst frá því að segja, að ýmsum kennurum hefur gengið alltreglega að átta sig á notagildi þess, þótt flestir hagnýti sér það nú orðið eftir þörfum og hentugleikum. Hér er um að ræða „overhead projector", sem ef til vill mætti nefna yfirvörpu eða yfirvarp og ætlað er ti! að sýna röntgenmyndir og aðrar filmur með margfaldri stækkun á venjulegu sýningartjaldi. Má sýna flestar röntgenmyndir í heilu lagi, nema þær stærstu, sem unnt er að færa til á tækinu eftir þörfum. Ljósmagn þess og myndskerpa eru allsæmileg, a.m.k. er myndin ekki verri en svo, að einir þrír hinna ágætu kennarra okkar hafa reynt a.ð ná henni niður af tjaldinu á sama hátt og filmunum af röntgen- skápnum! Eini gallinn við notkun tækisins er sá, að sjaldnast er unnt að sýna nema eina, filmu í einu, og því verður sama.nburður mynda ekki eins góður og við skoðun margra, sem raðað er h!ið við h!ið á röntgenskáp. Langtum mikilvægari hlýtur bó sá kostur að vera, að allir geta séð myndina úr sæt- um sínum. Þyrpist menn hins vegar með tilheyrandi gauragangi til að skoða filmurnar á gamla röntgenskápn- um, eins og tíðkazt hefur alveg fram að þessu, sjá aðeins 3—4 beir fremstu vel, næstu 3—4 il!a, en hinir 10—15, sem fyrir aftan þá standa, alls ekki, bótt sumir reyni að riðlast unp á stóla, jafnvel upp á kennaraborðið. Aðalvið- fangsefni hinna slðastnefndu, meðan á slíkri „sýningu" stendur, er að leita beim lúsa, sem næstir standa. í kösinni, en þar sem sú skoðun hefur borið svip-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.