Læknaneminn - 01.06.1970, Page 5
SIGURÐUR SAMÚELSSON, prófessor:
HJARTABIL UN
Stutt yfirlit.
Hjartabilun er bilun á vinstri hlið
hjartans eða hægri, en oftast þó á
báðum helmingum hjartans. Ein-
kennist hún af minnkuðum afköst-
um þess, ónógu mínútumagni. Það
er því oft talað um „vinstri“ og
„hægri“ hjartabilun og á lækna-
máli bilun fram á við eða aftur á
við („forward“ eða „backward
failure“).
Einkenni bilunar vinstri hjarta-
helmings er fyrst og fremst al-
menn þreyta og mæði, til að byrja
með við litla áreynslu, sem síðar
eykst og verður að setmæði (ort-
hopnoe) og kaf- eða hviðumæði
um nætur (asthma cardiale köst).
Slík hjartabilun skeður oft við
aortalokugalla og mikinn háþrýst-
ing. Sem sé vinstri ventriculus
víkkar eða þenst út við áreynslu
og tæmir verr, þar eð slagkraftur
hjartavöðvans minnkar. Við það
minnka afköst hjartans, sem hef-
ir í för með sér minnkað blóð-
rennsli til líffæra, hina svoköll-
uðu „forward failure“. Þá hrúg-
ast blóð upp í lungnahringrásinni,
sem sé lungnabjúgur, og þar kom-
in hin svokallaða „backward
failure".
Einkenni bilunar á hægri helm-
ingi hjartans er fyrst og fremst
aukinn þrýstingur í bláæðum,
lifrarstækkun og bjúgur á fótum.
Orsakast þessi bilun af cor pul-
monale eða raun á hægri hlið
hjartans.
Hvers konar hjartabilun veldur
stækkun á hjarta, truflunum á
hjartslætti og ýmiss konar hæmo-
dynamiskum truflunum, svo sem
hægara blóðrennsli og breyttri
samsetningu blóðsins vegna bjúg-
myndunar.
Segja má, að hjartabilun sé klín-
iskt ástand, sem fram komi hjá
röskum helmingi allra sjúklinga
með hjarta- og kransæðasjúk-
dóma.
AðálorsaTiir.
1. Bólgur eða veiklun á myocar-
dium.
2. Aukin krafa um afköst.
a) Aukin mótstaða gegn blóð-
straumnum, t. d. við há-
þrýsting eða við þrengsli
(stenosis) í aortalokum eða
pulmonallokum.
b) Aukið slagmagn: Við mít-
urleka (mitral insuffici-
ens), aortaleka (aortain-
sufficiens) og við skamm-
hlaup (,,shunt“) af með-
fæddum uppruna í lungna-
hringrásinni.
c) Auknar kröfur líkamans:
Aukið blóðstreymi, thyreo-
toxicosis, anæmia, gravid-
itet, arterio-venös fistula.
Patofysiologi.
Sameiginlegt er alls konar
hjartabilun, að hjartað er ekki
fært um að tæma sig nægjanlega,
og í því ástandi getur það ekki við-
haldið þeim hraða blóðrásarinnar,
sem nauðsynlegur er til þarfa og