Læknaneminn - 01.06.1970, Page 12

Læknaneminn - 01.06.1970, Page 12
12 LÆKNANEMINN oin og lídokaín. Það síðastnefnda er eingöngu gefið i. v. Skyndilegur lungnabjiígur (asthma cardiale). Meðferð fer eftir, hve kastið er svæsið. Sé það í mildara lagi, get- ur hvíld og morfín verið nægjan- legt til að lagfæra ástandið. Við hraða atríal fibrillation þarf hrað- digitaliseringu, láta sjúkling nærri sitja uppi í rúminu og gefa morfín 20—30 mg s.c., sem dregur úr hinu kvíðafulla og erfiða ástandi með því að minnka hina erfiðu öndun og hindra reflexa, sem valda hyperventilation. Nauðsynlegt er einnig að gefa fúrósemíð eða etakrynsýru i.v., sem hefir svo til strax mjög ákveðna þvagleysandi verkun. Þá þarf að gefa súrefni með grímu eða gegnum nefkathet- er. Nýlega hefir komið fram í sviðs- ljósið lyf — trimethphan cam- sylate (Arfonad), sem notað hefir verið við sjúklinga með svæsinn lungnabjúg, t. d. af völdum há- þrýstings. Er lyfið gefið i.v. og er talið valda arteríal og venös æðavíkkun (vasodilatation), þann- ig að blóð safnast fyrir í útlim- um og meltingarfærum með þeim afleiðingum, að lungnabjúgurinn hverfur fljótlega. Nægileg reynsla er vart fyrir hendi á þessu lyfi, en fylgjast þarf með því. Á seinni árum er meira gjört af því að leggja stasa á útlimi held- ur en að gjöra venesectio. Sam- eiginlegt er báðum þessum aðgerð- um, þ. e. Arfonad og stasa á út- limina, að með þeim er reynt að minnka hið mikla blóðmagn, sem hjartað hefir gefizt upp á að dæla út í líkamann. Auk þess er oft gefið inj. theophyllamini 0,25—0,5 g i-v. Endurteknar iijartabilanir. Eigi sjúklingur ekki sök hér á með rangri hegðun sinni, þarf að skerpa meðferðina. Athuga þarf blóðsöltin og hvort digitalis- skammtur sé hæfilegur, einnig hvort aðrir kvillar hafi sett ástand sjúklings úr skorðum. Þegar ofangreindar aðferðir og meðferð ætla ekki að bera tilætl- aðan árangur, er stundum gripið til þess að gjöra blóðsíun á sjúkl- ingi eða gjöra skinusíun (periton- eal dialysis) með hyperosmótiskri upplausn, og á þann hátt er sjúkl- ingur þá losaður við töluvert vökvamagn, sem hinn hypertón- iski vökvi sýgur í sig. Við erfiðar og endurteknar hjartabilanir er stundum reynt að gefa tiouracil-lyf eða radíoaktiva joðmeðferð til þess að lækka efna- skiptin og með því móti létta störf hjartans. # Spurning í prófi í hjálp í viðlögum: Hvað er það mikilvæg- asta, sem gera þarf við björgun druknandi manns? Svar: 1 fyrsta lagi ná manninum upp úr vatninu og í öðru lagi ná vatninu upp úr manninum. ★ ★ ★ Vísindamaður: Maður, sem getur fundið upp lyf við sjúkdómi, sem ekki er til. Læknir: Maður, sem lifir fyrir heilsuleysi. Sérfræðingur: Læknir, sem meðhöndlar þá, sem veikjast milli kl. 9 og kl. 5.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.