Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Side 16

Læknaneminn - 01.06.1970, Side 16
16 LÆKNANEMINN Hér með er því skorað á læknadeild eða Félag læknanema að gang- ast fyrir námskeiði í hjálp í viðlögum fyrir alla læknanema og það sem fyrst. Hér verður ekki spurt um það, hverjum ber að gera þetta, heldur hitt hver hefur viljann til framkvæmda. Kennslukrafta skortir ekki og tæki eru ýmist til eða ætti auðveldlega að vera hægt að útvega. Takist ekki að koma þessu á, er það skylda hvers læknanema að verða sér úti um þessa þekkingu á eigin spýtur, til dæmis með því að leita til skáta eða slysavarnafélaganna. Hentugar bækur um efnið eru einnig til. Þeim, sem þegar hafa eitthvað lært, er engin minnkun að því að gera þetta líka, því að stöðugrar upprifjunar er full þörf. Hættan á því, að læknanemar fyllist ofdrambi við að öðlast þessa þekkingu er þó sáralítil miðað við það, sem í húfi er. Minnist þess, að læknisfræðin er ekki til orðin fyrir læknana heldur fyrir þá veiku. Enginn veit hvenær sá dagur kemur, að hjálpar hans verður ósk- að. Það getur eins orðið í dag eins og á morgun. Ekki er heldur að vita, hver það verður, sem hjálpar þarf með. Það sem máli skiptir er: Hvert verður svar þitt þá, læknanemi ? JHJ # sólarleysissumri Stjórn F. L. hefur ákveðið að gera eitthvað til að hressa upp á þreyttar heilafrumur læknanema, þar eð allt útlit er fyrir, að sólin láti ekki sjá sig sunnan heiða í sumar frekar en á síðasta sumri. Ekki er þó ætlunin að skipuleggja Mallorcaferð (út af fyrir sig ágæt hugmynd), heldur verða teknir fyrir tveir málaflokkar, sem eru bæði læknanem- um og öðrum þjóðfélagsþegnum í hæsta máta viðkomandi. Fyrri hluta júlímánaðar verður seminar um þróunarlöndin. Verð- ur kynnt starf það, sem norrænir læknar og læknanemar hafa unnið víða um heim. I framhaldi af því verður hugleitt hvort íslenzkir lækna- nemar geti látið til sín taka í málum þessum. Guðjón Magnússon verð- ur stjórn F. L. til ráðuneytis um skipulagningu þessa seminars, en eftir hann birtist grein í Læknanemanum um þróunarlöndin. Einnig verður hafin könnun á stöðu aldraðra í íslenzku þjóðfélagi. Er þá sérstaklega höfð í huga sjúkrahúss- og hjúkrunaraðstaða, f jár- hagsafkoma o. fl. Ef vel tekst til með ofangreinda málaflokka, verður haldið áfram á sömu braut og þá tekin fyrir málefni geðsjúkra. Þeir stúdentar, sem hafa áhuga og tíma til að starfa að þessum málum, eru beðnir um að hafa samband við einhvern stjórnarmanna hið fyrsta. Éins og menn muna, þá var árgjald F. L. hækkað upp í kr. 500 á síðasta aðalfundi. Innheimta hefst um leið og fyrirlestrar í haust. Eru stúdentar beðnir um að haga líferni sínu í sumar í samræmi við þessi breyttu viðhorf. Stjórn F. L.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.