Læknaneminn - 01.06.1970, Side 18
18
LÆKNANEMINN
neikvætt forteikn, en hún er af
stærðargráðunni 40—100 mv,
mismunandi eftir frumutegund-
um. Tauga- og vöðvafrumur eru
dæmigerðar fyrir þær frumur,
sem fá breytta himnuspennu,
þegar þær eru að starfi, en í hvíld
er himnuspenna þeirra af sömu
stærðargráðu og himnuspenna
annarra frumna og hefur sama
forteikn. Nefnist sú spenna hvíld-
arspenna.
Frumuhimnan — dreifing jóna
utan hennar og innan.
Hér að framan hefur verið rætt
um frumuhimnuna eins og sjálf-
sagðan hlut. Engu að síður hefur
það kostað ærna fyrirhöfn að
sýna óyggjandi fram á tilvist sér-
hæfðs frumuhluta á yfirborði
frumna, sem gegndi sérstöku hlut-
verki. Löngu áður en menn höfðu
greint frumuhimnuna í rafeinda-
smásjá, höfðu þó niðurstöður
ýmissa tilrauna leitt sterkar líkur
að því, að hún væri á sínum stað.
T. d. hafði verið sýnt fram á, að
síma (axon) taugafrumu úr kol-
krabba, sem vegna stærðar sinn-
ar er kunnast og vinsælast við-
fangsefni í rannsóknum á raffyr-
irbærum dýrafrumna, hélt fullri
getu sinni til að bera taugaboð,
þótt nær allt frymi þess væri fjar-
lægt og KCl upplausn sett í stað-
inn. Yrði hins vegar yzta borð
símans fyrir verulegum skakka-
föllum, hætti fruman að flytja
taugaboð, glataði hvíldarspennu
sinni og hætti að svara ytri áreit-
um. Einnig hafði verið sýnt fram
á, að merkt (geislavirkt) K+
dreifðist (diffunderaði) mun hrað-
ar bæði innan frumu og utan held-
ur en inn í þær, eða út úr þeim.
Á yfirborði frumna hlaut því að
vera einhver sérhæfð torfæra á
vegi K+ jónanna, öðruvísi að gerð
en frymið.
Enn er engin fullvissa fengin
fyrir því, að hin starfræna himna
og himna sú, sem menn greina í
rafeindasmásjá, séu nákvæmlega
sama fyrirbærið. Flestir munu þó
sammála um, að frumuhimnan sé
gerð úr tvöföldu lagi fosfólípíða
og próteina og sé 75—100 Á að
þykkt. Hún hindrar jónir líkam-
ans í mismunandi mæli í að
streyma milli frymis og utan-
frumuvökva og aðskilur raun-
ar tvo heima, sem eru mjög
ólíkir að jónasamsetningu. Utan
frumna er Na+ aðalkatjónin,
en CU aðalanjónin. í fryminu er
K+ í mestu magni katjóna, en
prótein, amínósýrur og e. t. v. fos-
föt eru talin halda uppi hinni nei-
kvæðu hleðslu (sjá mynd 1).
Taugasíma úr kolkrabba
Utanfrumuvökvi Frymi
Na+ 460 Na + 50
K+ 10 K + 400
Cr 540 cr 40-100
ísetionat 270
aspartat 75
-60 mv
Mynd 1.
Himnuspenna taugasíma úr kol-
krabba og þéttni hinna ýmsu elektró-
lýta innan þess og utan. Mynd 13 b
Katz).
Frá raffræðilegu sjónarmiði má
líkja frumuhimnunni við lekan