Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Síða 18

Læknaneminn - 01.06.1970, Síða 18
18 LÆKNANEMINN neikvætt forteikn, en hún er af stærðargráðunni 40—100 mv, mismunandi eftir frumutegund- um. Tauga- og vöðvafrumur eru dæmigerðar fyrir þær frumur, sem fá breytta himnuspennu, þegar þær eru að starfi, en í hvíld er himnuspenna þeirra af sömu stærðargráðu og himnuspenna annarra frumna og hefur sama forteikn. Nefnist sú spenna hvíld- arspenna. Frumuhimnan — dreifing jóna utan hennar og innan. Hér að framan hefur verið rætt um frumuhimnuna eins og sjálf- sagðan hlut. Engu að síður hefur það kostað ærna fyrirhöfn að sýna óyggjandi fram á tilvist sér- hæfðs frumuhluta á yfirborði frumna, sem gegndi sérstöku hlut- verki. Löngu áður en menn höfðu greint frumuhimnuna í rafeinda- smásjá, höfðu þó niðurstöður ýmissa tilrauna leitt sterkar líkur að því, að hún væri á sínum stað. T. d. hafði verið sýnt fram á, að síma (axon) taugafrumu úr kol- krabba, sem vegna stærðar sinn- ar er kunnast og vinsælast við- fangsefni í rannsóknum á raffyr- irbærum dýrafrumna, hélt fullri getu sinni til að bera taugaboð, þótt nær allt frymi þess væri fjar- lægt og KCl upplausn sett í stað- inn. Yrði hins vegar yzta borð símans fyrir verulegum skakka- föllum, hætti fruman að flytja taugaboð, glataði hvíldarspennu sinni og hætti að svara ytri áreit- um. Einnig hafði verið sýnt fram á, að merkt (geislavirkt) K+ dreifðist (diffunderaði) mun hrað- ar bæði innan frumu og utan held- ur en inn í þær, eða út úr þeim. Á yfirborði frumna hlaut því að vera einhver sérhæfð torfæra á vegi K+ jónanna, öðruvísi að gerð en frymið. Enn er engin fullvissa fengin fyrir því, að hin starfræna himna og himna sú, sem menn greina í rafeindasmásjá, séu nákvæmlega sama fyrirbærið. Flestir munu þó sammála um, að frumuhimnan sé gerð úr tvöföldu lagi fosfólípíða og próteina og sé 75—100 Á að þykkt. Hún hindrar jónir líkam- ans í mismunandi mæli í að streyma milli frymis og utan- frumuvökva og aðskilur raun- ar tvo heima, sem eru mjög ólíkir að jónasamsetningu. Utan frumna er Na+ aðalkatjónin, en CU aðalanjónin. í fryminu er K+ í mestu magni katjóna, en prótein, amínósýrur og e. t. v. fos- föt eru talin halda uppi hinni nei- kvæðu hleðslu (sjá mynd 1). Taugasíma úr kolkrabba Utanfrumuvökvi Frymi Na+ 460 Na + 50 K+ 10 K + 400 Cr 540 cr 40-100 ísetionat 270 aspartat 75 -60 mv Mynd 1. Himnuspenna taugasíma úr kol- krabba og þéttni hinna ýmsu elektró- lýta innan þess og utan. Mynd 13 b Katz). Frá raffræðilegu sjónarmiði má líkja frumuhimnunni við lekan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.