Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 46
LÆKNANEMINN
J,0
sem fræðin um stjómskipun ríkja
í víðtækri merkingu. Það sem
einkenndi þessa statistik var, að
upplýsingar voru ekki gefnar í
tölum. Því hefur þessi statistik
verið nefnd „háskólastatistik“ til
aðgreiningar frá „töflustatistik",
þar sem áherzlan var lögð á tölu-
íegar upplýsingar í töfluformi. Líta
má á „töflustatistik" sem upphafið
að grein hagnýtrar tölfræði, sem
kalla mætti staðtölufræði. Einn af
fyrstu staðtölufræðingunum var
Crome (1753—1833). I einu af rit-
um hans, sem kom út árið 1785,
er að finna töflur yfir fólksfjölda,
flatarmál ríkja, fólksfjölda á
flatareiningu o. fl.
I upphafi 19. aldar hófust mikl-
ar ritdeilur milli fræðimanna í
„háskólastatistik" einkum Gött-
ingenskólans og staðtölufræðinga.
Hinir síðarnefndu voru þá kallað-
ir „Tabellenknechte und Skelett-
irer der St,atistik“.
„Háskólastatistik" er óskyld
nútíma tölfræði (statistik) eins og
það hugtak er notað í dag, þó að
hún sé sögulega tengd tölfræðinni.
Hins vegar má, eins og áður segir,
líta á staðtölufræðina sem eina
grein hagnýtrar tölfræði, sem
næði yfir m. a. vissa tegund
skýrslugerðar (mannfjöldaskýrsl-
ur o. fl.). Við flesta, háskóla fá
stúdentar kennslu í tölfræði en
ekki staðtölufræði eins og ég hef
notað þessi orð, enda bótt stað-
tölufræðin geti og ætti að vera
hluti af námsefninu.
Að gefnu tilefni vil ég benda
íslenzkum læknum og læknanem-
um á, að tölfræði er mun betri
þýðing á „statistik" en orðið
staðtölufræði, sem felur í sér
vissa tímaskekkju (e. anachron-
ism). Fyrrihlutinn „staður“ er al-
gjörlega óþarfi og beinlínis vill-
andi.
Stœrðfrœðin í þjónustu líf-
og læTcnisfrœði.
Á 17. öld voru gerðir ýmiskon-
ar mannfjöldaútreikningar (e.
vital statistics), t. d. útreikningar
á fæðingar- og dánarlíkum. Rit
enska kaupmannsins John Graunt
(1620—74), sem út kom árið 1662,
ber af öðrum slíkum verkum frá
17. og 18. öld. Graunt nefndi þetta
einstæða verk sitt „Natural and
political Observations upon the
Bills of Mortality". Um rit þetta
má segja, að það sé fyrsti vísir
að stærðfræðilegri faraldsfræði
(e. mathematical theory of epi-
demics). Á þessum árum voru far-
sóttir tíðar á Bretlandi og eftir
eina slíka árið 1603 voru gefnar út
vikulega skrár yfir skírnir og út-
farir ásamt dánarorsök, ef um
pest var að ræða. Eftir 1629 var
dánarorsakar alltaf getið, en lík-
skoðun var framkvæmd af göml-
um eiðsvörnum konum. Það voru
þessi gögn, sem Graunt rannsak-
aði með árangri sem hefur tryggt
honum varanlegan sess í sögu
tölfræðinnar. Útreikningar sem
þessir nefndust upphaflega á
ensku „political arithmetic", enda
var orðið tölfræði með nútíma
inntaki þess ekki til á þessum
tíma.
Thomas Malthus setur fram
kenningar sínar í lok 18. aldar
um aukningu mannkynsins og
fæðuöflun. Belgíumaðurinn Quet-
elet (1796—1874) gaf út bók sína
„Essai de Physique Sociale“ árið
1835, þar sem hann fjallar bæði
um vöxt einstaklinga og þýðis (e.
population). Hann mun vera sá
fyrsti, sem notar Gaussdreifingu
(normaldreifingu) til að lýsa líf-
fræðilegum fyrirbærum, sem voru
í þessu tilviki dreifing á niður-
stöðum 10.000 hæðarmælinga á
nýliðum í franska hernum og