Læknaneminn - 01.06.1970, Qupperneq 49

Læknaneminn - 01.06.1970, Qupperneq 49
L.ÆKNANEMINN Statistics,“ sem kom út árið 1937. Bók þessi þykir sígild og 8. út- gáfa birtist á prenti árið 1966. Sir Austin varð prófessor í lækn- isfræðilegri tölfræði (e. medical statistics), og er hann sá fyrsti, sem mér er kunnugt um, að hafi borið það starfsheiti. Árið 1947 var „The Biometric Society“ stofnað, en það er al- þjóðafélagsskapur þeirra manna, sem ábuga hafa á notkun hinna ýmsu greina stærðfræðinnar við rannsóknir á líffræðilegmn vanda- málum. I dag telur félagið um 3000 meðlimi frá rúmlega 60 lönd- um. Félagið gefur út tímaritið „Biometrics". I reynd hefur tíma- ritið aðallega birt greinar töl- fræðilegs eðlis. Með tilkomu rafreiknis eftir heimsstyrjöldina síðari jókst gildi og notkun stærðfræðinnar við rannsóknir og úrlausnir líffræði- legra verkefna til muna. Því var það, að Norman T. J. Bailey stakk upp á orðinu lífstærðfræði (e. biomathematics) yfir alla þá raf- reiknifræði, tölfræði og aðra stærðfræði, sem notuð er við rann- sóknir og aðgerðir í líf- og lækn- isfræði. Sjálfur er hann nú pró- fessor í lífstærðfræði við lækna- skóla Cornell háskóla. Hér verð- ur ekki unnt að rekja sögu líf- stærðfræðinnar síðustu áratug- ina, en framfarirnar eru stórkost- legar og gildi lífstærðfræðinnar óumdeilanlegt. Eftir því sem lífstærðfræði ávann sér fastari sess sem hjálp- argrein líf- og læknisfræði, fjölg- aði kennarastöðum við háskóla í þessum hjálpargreinum og voru oftast kenndar við „biometry“, sjaldnar við „biological statistics“. Segja má, að það sé ekki fyrr en á 4. tug aldarinnar, að þróun tölfræðinnar og gildi stærðfræði J,3 almennt fyrir líf- og læknisfræði eru komin á það stig, að eðlilegt geti talizt að veita öllum líffræði- stúdentum við háskóla kennslu í þessum fræðrnn. Oft líða nokkur ár, áður en nið- urstöður stærðfræðinnar ná út- breiðslu innan raungreinar. Sé þetta haft í huga og sú einangrun, sem við bjuggum við meðan heims- styrjöldin síðari stóð yfir, getur naumast talizt einkennilegt, að tölfræðikennsla fyrir læknanema Háskóla Islands var ekki tekin upp fyrir 1950. Hitt verður að teljast umhugsunarvert, þó hér sé ekki um eindæmi að ræða, hvers vegna slík fræðsla hefur ekki ver- ið á námsskrá læknanema undan- farin ár og fastri skipan komið á þessi mál. Það er mín skoðun, að þessi mál hefðu ekki dregizt svo úr hömlu, ef innan læknadeildar hefði ríkt blómleg rannsóknar- starfsemi. Ég hef brugðið upp ófullkom- inni mynd af stöðu lífstærðfræð- innar í dag m. a. með bókaskrá, sem fylgir hér á eftir. I skrá þess- ari er að finna 77 bókatitla ásamt útgáfuári, síðufjölda og/eða starfsheiti höfundar, ef tök voru á. Vil ég biðja lesandann að renna augum yfir listann, sem ég tel mikilvægan hluta af greinarkorni þessu. Ég hef einungis tekið með bækur, sem mér voru auðveldlega tiltækar og ættu að finnast í hand- bókasafni um lífstærðfræði. Mynd sú, sem ég hef á þennan hátt dregið upp af sögu lífstærð- fræðinnar er ófullkomin. Það má ekki líta á hana sem sögu lík- indareiknings og tölfræði sem sjálfstæðra greina. Ég hef forðast að minnast á víxlverkanir tölfræði og líkindareiknings við aðrar greinar raunvísinda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.