Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Page 74

Læknaneminn - 01.06.1970, Page 74
61, LÆKNANEMINN ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, lífefnafræðingur: Lípíöar í blóöi Lípíðar eru efni, sem leysast upp í ópóluðum upplausnarefnum, eins og t. d. petróleum, eter eða díetyleter. Þetta er eins og nærri má geta ekkert eitt efni, heldur samsafn ópólaðra efna. Þó er rétt- lætanlegt að tala um þessi efni sem einn flokk, þau fylgjast að í líkama og fæðu vegna svipaðs leysanleika. Þetta hugtak er senni- lega komið upp í fóður- og nær- ingarfræði, því að auðvelt er að ákvarða og mæla þessi efni sem eina heild, og brunagildi lípíðanna er svipað, þó svo að sameindir þeirra séu margvíslegar. Serum lípíðar hafa verið á dag- skrá í meira en áratug þar sem rætt er um æðaskemmdir. Orsök þess er augljós. Það, sem stíflar æðar manna, er útfellingar á kóle- steróli og öðrum lípíðum. Ástæð- an fyrir þessum útfellingum er ekki enn með öllu kunn og mun ekki rætt meira um það hér. FlokTcar lípíða í blóði. I blóðinu eru fjórir aðalflokkar lípíða: þríglýseríðar, f osf ólípíð- ar, sterar og frjálsar fitusýrur (FFA). Þríglýseríðarnir eru megin- uppistaðan í forðafitu líkamans. Þeir eru sambönd fitusýra og glýseróls. Á einu glýserólmólekúli eru fastar fitusýrur, þrjú mólekúl talsins. Þessi þrjú mólekúl eru annaðhvort eins ellegar mismun- andi. Algengast er, að þar sé á ferðinni hin mettaða sterínsýra eða hin ómettaða olíusýra. Það skiptir mjög sköpum um bræðslu- mark fitunnar, hvort ómettuð eða mettuð fitusýra er tengd glýseról- inu, það verður hærra ef sýran er mettuð. Þannig eru nær eingöngu ómettaðar fitusýrur í lýsi, og mest af því olíusýra. Slíkt efnasamband nefnist þríolein. Þrísterín er hins vegar fita með nokkuð háu bræðslumarki. Sauðatólg er með nær 40% olíusýru, 25% palmitín- sýru og 30% sterínsýru. Fita líkamans verður að vera í hálfbráðnu eða bráðnu ástandi, og það er aðferð lifandi vera til að hafa hæfilega hátt bræðslumark á fitunni að hafa hæfilega mikið af ómettuðum fitusýrum í henni. Þessi temprun er ekki mjög ein- skorðuð, þannig að hægt er að knýja líkamann til að lækka bræðslumark fitunnar nokkuð með því að ala hann á ómettuð- um fitusýrum. Þó að ekki hafi verið minnzt á nema þrjár fitu- sýrur hér, má ekki gleyma því, að í allri fitu eru ýmsar aðrar fitusýrur, þó í minna magni sé. Fosfólípíðarnir eru hinn merk- asti efnaflokkur. Þeir hafa ekki notið þeirrar frægðar, sem þeir hafa átt skilið, en gengi þeirra á eftir að fara mjög vaxandi, jafn- vel svo að ég spái, að unglingar komandi tíma eigi eftir að læra um þá í gagnfræðaskólunum. Þessi stórmerku efni eru næsta lík þríglýseríðum að byggingu, í þeim er glýseról og fitusýrur, en þar á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.