Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Page 79

Læknaneminn - 01.06.1970, Page 79
LÆKNANEMINN 67 ákvarða þær með fleiri en einni aðferð. Við hvaða aðferð sem notuð er við ákvarðanir í klíniskum til- gangi er jafnan nokkur óvissa um það, hve vel er unnið. Fyrir fáum árum leiddi athugun það í ljós, að oft voru slíkar ákvarðan- ir grátlega lélegar, jafnvel á þekktum sjúkrahúsum. Þetta leiddi til þess, að menn fóru að krefjast þess, að aðferðir væru staðíaðar. Sú aðferð, sem hefur rutt sér til rúms í þessum tilgangi, er að nota frostþurrkað serum, svokallað kontrólserum, til að staðla aðferðir hverrar rann- sóknastofu. Þetta kontrólserum er framleitt á sérstökum rannsókna- stofum og efnamagn þess gaum- gæfilega kannað, áður en það er selt á almennum markaði. Hjarta- vernd hefur notað þessi kontról- serum til að staðla aðferðir sínar. En þegar til frjálsra fitusýra (FFA) kemur, fæst ekkert kontr- ólserum. Heimatilbúið kontrólser- um með óákveðnum gildum leiddi í ljós allmikla óvissu í þessari ákvörðun. Þetta varð til þess, að þessari ákvörðun var hætt. Ekki var heldur mögulegt að taka plasma úr gestum stöðvarinnar. Ákvörðun á beta lípópróteini er gerð á tvennan hátt í klínískum tilgangi. Önnur aðferðin er sú, að botnfella það með „antíhúman- betalípóprótein precipítín serum“ eða serum með mótefni gegn mannlegu beta lípópróteini. Þetta serum er framleitt af Hyland fyr- irtækinu ameríska, og í Hjarta- vernd var þetta, antiserum notað til að ákvarða lípóprótein í nokkr- um hundruðum manna. Leiðarvís- ir sá, sem efninu fylgdi, sagði að magn beta lípópróteins ætti að vera óháð því, hvort maðurinn væri fastandi eða ekki. Það er í samræmi við áðurnefnda kenn- ingu um, að helmingatími þessa efnis sé langur. I nokkrum tilvik- um þar sem vitað var, að gestir Hjartaverndar voru ekki fastandi, fannst mjög hækkað gildi við ákvörðun ‘með þessu antiserum, hvort sem sérhæfni þess hefur verið skert eða ástæðan verið önn- ur. Efnið er dýrt, hver ákvörðun kostaði tugi króna. Hin aðferðin við ákvörðun lípópróteina er aðgreining með rafdrætti (elektrófóresis). Þess- ari aðferð er t. d. lýst af Fredriks- son hinum ameríska eins og áður er getið, og hann rekur einkum klíniskt gildi þess að greina hina ýmsu hluta lípópróteinanna. Hann getur þess hvernig meðhöndla skuli hinar ýmsu gerðir af ofmagni lípópróteina í blóði. Ekki mun vera hægt að nota fryst serum til að greina lípóprótein vegna þess, að frystingin eyðileggur uppbygg- ingu lípópróteinagnanna. Kontról- serum mun tæplega fást til að staðla þessar ákvarðanir. Meðalgildi þessara efna á körl- um 16 árganga af Reykjavíkur- svæðinu, aldur 34—60 ára, reynd- ist sem hér segir: Kólesteról: 243 Sd 43 mg% Þríglýseríð: 96 Sd 50 mg% Beta lípórótein: 2,23 Sd 0.50 mm immúnókrít (sérstök mælieining notuð í sambandi við antiserum). FFA: meðalgildi óörugg, u.þ.b. 200—800 meq/1. Þess ber að geta, að nú ryður sér til rúms að mæla þríglýseríð í meq/1. Þar eð þríolein er notað sem standard, þýðir það að deila beri í mg% með tölunni 88,5 til að fá út meq/1. En hvað getur læknir eiginlega ályktað af mælingum lípíða í bíóði? Svarið við því væri reyn- andi að fá frá okkar ágætu hjarta-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.