Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Side 85

Læknaneminn - 01.06.1970, Side 85
LÆKNANEMINN 73 smá í sniðum, eins og dropi í haf- ið, miðað við vandamál þróunar- landanna. Auðvitað er það rétt, að okkar lóð vegur ekki mikið, en hugsum um þá, sem nytu aðstoð- ar okkar. Talið er, að Islendingar geti hjálpað 200.000 — tvö hundr- uð þúsund manns — til sjálfs- bjargar árlega án þess að það kæmi niður á lífsafkomu Islend- inga! Þessa 200.000 munar þó um aðstoð okkar! Er þá ógetið álits sérfróðra manna, er telja, að fátt stuðli frekar að friði en einmitt aðstoð við þróunarlöndin. IV. 1 hverju á þá aðstoð okkar að vera fólgin? Markmiðið á að vera að hjálpa íbúum þróunarlandanna til sjálfsbjargar. Það er góðra gjalda vert að safna fé til kaupa á matvælum og lyfjum til handa bágstöddu fólki, sem orðið hefur fyrir barðinu á náttúruhamförum eða hörmungum styrjaldar. Sú aðstoð kemur þó að takmörkuð- um notum, nema jafnframt sé unnið kappsamlega að því að koma þessu fólki á braut til sjálfs- bjargar. íslendingar eiga að miða aðstoð sína við landsvæði, þar sem möguleikar eru á fiskveiði í sjó eða vötnum. Senda þarf leið- beinendur um notkun báta og veiðarfæra. Einnig þarf að sjá um kennslu innfæddra, barna og full- orðinna, og sjá fyrir heilsugæzlu. Ekkert af aðstoðinni yrði til fram- búðar, heldur stefnt að því, að inn- fæddir tækju við sem fyrst. V. Hafa þá læknar og læknanemar sérstakt hlutverk í aðstoð við þróunarlöndin? Á vetrarþingi Alþjóðasamtaka læknanema (I.F.M.S.A.) um ára- mótin 1964—1965 var lögð fram tillaga um að senda læknanema til þróunarlanda. Hugmyndin var að senda 6 stúdenta saman frá mis- munandi löndum til starfa við framkvæmd heilbrigðisþjónust- unnar undir umsjón lækna. Mikið var reynt til að fjármagna þetta verkefni og haft samband við ótal sjóði og stofnanir víða um heim, en án árangurs. En hugmyndin um MESTUDEC (Medical Student to the Developing Countries) dó ekki. Dönsku læknanemasamtök- in (IMCC) tóku upp merkið. Var haft samband við danska lækna,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.