Læknaneminn - 01.06.1970, Síða 85
LÆKNANEMINN
73
smá í sniðum, eins og dropi í haf-
ið, miðað við vandamál þróunar-
landanna. Auðvitað er það rétt, að
okkar lóð vegur ekki mikið, en
hugsum um þá, sem nytu aðstoð-
ar okkar. Talið er, að Islendingar
geti hjálpað 200.000 — tvö hundr-
uð þúsund manns — til sjálfs-
bjargar árlega án þess að það
kæmi niður á lífsafkomu Islend-
inga! Þessa 200.000 munar þó um
aðstoð okkar! Er þá ógetið álits
sérfróðra manna, er telja, að fátt
stuðli frekar að friði en einmitt
aðstoð við þróunarlöndin.
IV.
1 hverju á þá aðstoð okkar að
vera fólgin? Markmiðið á að vera
að hjálpa íbúum þróunarlandanna
til sjálfsbjargar. Það er góðra
gjalda vert að safna fé til kaupa
á matvælum og lyfjum til handa
bágstöddu fólki, sem orðið hefur
fyrir barðinu á náttúruhamförum
eða hörmungum styrjaldar. Sú
aðstoð kemur þó að takmörkuð-
um notum, nema jafnframt sé
unnið kappsamlega að því að
koma þessu fólki á braut til sjálfs-
bjargar. íslendingar eiga að miða
aðstoð sína við landsvæði, þar
sem möguleikar eru á fiskveiði í
sjó eða vötnum. Senda þarf leið-
beinendur um notkun báta og
veiðarfæra. Einnig þarf að sjá um
kennslu innfæddra, barna og full-
orðinna, og sjá fyrir heilsugæzlu.
Ekkert af aðstoðinni yrði til fram-
búðar, heldur stefnt að því, að inn-
fæddir tækju við sem fyrst.
V.
Hafa þá læknar og læknanemar
sérstakt hlutverk í aðstoð við
þróunarlöndin?
Á vetrarþingi Alþjóðasamtaka
læknanema (I.F.M.S.A.) um ára-
mótin 1964—1965 var lögð fram
tillaga um að senda læknanema til
þróunarlanda. Hugmyndin var að
senda 6 stúdenta saman frá mis-
munandi löndum til starfa við
framkvæmd heilbrigðisþjónust-
unnar undir umsjón lækna. Mikið
var reynt til að fjármagna þetta
verkefni og haft samband við ótal
sjóði og stofnanir víða um heim,
en án árangurs. En hugmyndin um
MESTUDEC (Medical Student to
the Developing Countries) dó
ekki. Dönsku læknanemasamtök-
in (IMCC) tóku upp merkið. Var
haft samband við danska lækna,