Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Side 91

Læknaneminn - 01.06.1970, Side 91
LÆKNANEMINN 77 áætlanir í náttúruvísindalegum rann- sóknum stefna nefnilega að markstýrð- um framkvæmdum. Þetta sýnir þróun- in við læknisfræði- og tæknideildir há- skólanna (sbr. jafnvel hina ströngu tímaáætlun, sem hin nýja reglugerð fyrir læknadeild H.I. gerir ráð fyrir. Innskot undirritaðs). Háskólamir eru hins vegar síðustu tiltölulega frjálsu svæðin í æ stýrðara samfélagi. Og í æ meir teknókratíseruðu samfélagi eru þeir nauðsynleg uppspretta andófs og frumlegrar hugsunar um almenn tækni- leg og þjóðfélagsleg vandamál. Um heim allan eru þessi vandamál rædd af miklum ákafa. Hóttækir stú- dentar til vinstri álíta, að rannsóknir fyrir iðnaðinn skuli ekki framkvæmdar á vegum háskólanna, en það þýðir aft- ur á móti, að háskólamir tapa þessum mikilvæga lið rannsóknanna yfir til hinna stóru iðnsamsteypa eða sérrann- sóknarstofnana á vegum hins opinbera. Telur greinarhöfundur orsök þess, að USA er leiðandi í vísindarannsókn- um, snilldar samtvinnun hefðbundinna háskólarannsókna og hagnýtra rann- sókna og þjónusturannsókna. En jafn- vel í risaveldi rannsóknanna gengur samvinnan milli háskóla, samfélags og atvinnulífs ekki snurðulaust. Hér gerir greinarhöfundur athuga- semd. Hann álítur, að ekki sé í raun- inni hægt að greina á milli grandvall- arrannsókna og hagnýtra rannsókna. Hagnýtar rannsóknir á vegum iðnfyrir- tækja geta verið meiri að gæðum og af meiri grundvallarþýðingu en grund- vallarrannsóknir á vegum háskólans. Hann spyr því, hvort þeir háskólamenn, sem vinna af krafti gegn hagnýtum rannsóknum á vegum háskólanna, loki sig ekki inni í fílabeinsturni án þess að þora að reyna rannsóknir sínar í hinum harða veruleika utan múra eig- in rannsóknarstofu. Greinarhöfundur álítur því betra að greina rannsóknir í góðar og lélegar rannsóknir, og að lélegar rannsóknir séu verri en engar. Greinarhöfundur trúir á eins konar opinn háskóla, sem er laus við hinar íhaldssömu inntökukröfur og stjórn- kerfi, sem ríkja við margar deildir. Hinn opni háskóli tekur mið af sam- félaginu, samfélagsvandamálin eru krufin með rannsóknum í háskólun- um. Einnig álítur hann að það sé nauð- synlegt fyrir háskóla að hafa nána samvinnu við atvinnulífið til að fá örv- un þaðan og einnig til að aðlaga mennt- unina eftir kröfum samfélagsins í heild. Hann álítur þvi, að inntökuskilyrðin þurfi að rýmka og einnig beri að auka eftir- ög fullorðinsmenntun. Einnig þurfi að opna háskólana fyrir sérmennt- un til handa starfsmönnum í atvinnu- lífinu og samfélaginu, jafnvel þótt þeir hafi ekki leyfi til að stunda háskóla- nám að formi til, enda hafa þeir þá oft trausta starfsreynslu. Greinarhöfundur ítrekar enn það álit sitt, að háskólum beri nauðsyn til að koma fram með andóf gegn samfélag- inu, en andófið verði að grundvallast af þekkingu og lýðræðislegum aðferð- um. Þykir honum miður að stúdenta- andóf skuli hafa gengið út í hreinar óeirðir. Hnýtir hann einkum í stúdenta, sem standa langt til vinstri, og telur þá stefna að hreinni eyðileggingu með þeim óspektum, sem þeir hafa í frammi, en lítið sé um uppbyggilegar tillögur af þeirra hálfu. Bendir hann á, hversu mikilvægt sé fyrir lífsskilyrði samfé- lagsþegnanna, að atvinnulífinu sé hald- ið gangandi. Eins og fram hefur komið óttast greinarhöfundur um framtíð háskól- anna, rofni tengslin við atvinnuvegina. Á Islandi hefur það hins vegar gerzt, að rannsóknarstofnanir atvinnuveganna eru ekki lengur í tengslum við háskól- ann. Sætir þessi ráðstöfun nú harðri gagnrýni. En eigi háskólinn að geta veitt atvinnulífinu og samfélaginu þjónustu og jafnvel andóf, verður að veita háskólanum aukið fjármagn og síðast en ekki sízt verður að laða hæfa menn til starfa á vegum háskólans. HB Þriðja norræna kennslumálaráð- stefnan I læknisfræði í Stokkhólini 10.-11. október 1969. Ut er kominn á vegum Nordisk Federation för Medicinsk Undei'visning bæklingur, þar sem rakin eru erindi þau, sem flutt voru á áðurnefndri kennslumálaráðstefnu ásamt öðru efni. Meginumræðuefnið á ráðstefnunni var menntun kennara í læknisfræði. Fyrst var gerð grein fyrir tímabærri uppeld- isfræðilegri menntun háskólakennara á Norðurlöndum með sérstöku tilliti til læknisfræði. Þar flutti meðal annarra Jónas Hallgrímsson dósent erindi, en hann sótti þessa ráðstefnu af hálfu Is- lendinga ásamt Sigmundi Sigfússyni læknanema. Einnig var rætt um kenn- arahæfni, en þar fluttu meðal annarra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.