Læknaneminn - 01.06.1970, Side 99
LÆKNANEMINN
83
Sagði hann núverandi stjórn vera máli
þessu fráhverfa. Ýmsir erfiðleikar yrðu
á rekstri félagsheimilis, einkum þar
sem það yrði öðrum þræði notað til
skemmtanahalds. Læknanemar koma
einnig til með að fá aðstöðu í vænt-
anlegnm byggingum Landsspítalans.
Kvað hann sjálfsagt, að læknanemar
fengju einnig starfsaðstöðu i væntan-
legu læknadeildarhúsi. Þar sem þörfin
nú á eigin félagsheimili geti ekki talizt
brýn og ekki liggi önnur fjárfrek verk-
efni fyrir, telur stjórnin forsendur
brostnar fyrir skattlagningu á laun
stúdenta. Umræður urðu síðan um erf-
iðleika á framkvæmd skattgreiðslu. 1
atkvæðagi’eiðslu var launaskattsmálinu
vísað frá með 11 atkvæðum gegn 1.
Þessu næst kynnti Pálmi Frímanns-
son athugasemdir stjórnar F.L. við nýju
reglugerðina fyrir H.Í., er varðar
læknadeild. Kynnti hann fyrst innritun-
armálið og sagði, að stjórnin hefði ekki
lagzt gegn takmörkunum á nemenda-
fjölda í læknadeild með „numerus
clausus", en þá yrði miðað við stúdents-
próf og árangur á prófi eftir fyrsta
árið í deildinni eftir nánari ákvörðun
deildarinnar. Þá gat hann þess, að
stjórnin mundi beita sér fyrir því, að
haustpróf yrðu tekin upp. Óhæfa væri,
að þeir, sem féllu á vorprófi eða þyrftu
að fresta prófi vegna veikinda eða fé-
lagsstarfa, þyrftu að tefjast um eitt ár.
Einnig sagði hann það skoðun stjórn-
arinnar, að vald kennslustjóra þyrfti að
aukast til muna, ella væri hætt við
því, að starfsskilyrði hans yrðu óviðun-
andi og skipulagning kennslunnar lé-
leg. Kennslunefnd kvað hann of stóra.
Skárri væri 5 manna nefnd en 11 manna
eins og nú er. Þá minnti Pálmi á, að
síðasti aðalfundur F.L. hefði þegar
krafizt þess að fá % fulltrúa á deildar-
fundum, en þess væri einnig krafizt,
að fá 3 fulltrúa í deildarráð. Einnig
var það gagnrýnt, að stúdentar skuli
ekki hafa atkvæðisrétt, þegar fjallað
er um embættaveitingar. Að lokinni
ræðu Pálma ákvað fundurinn að fela
stjóm F.L. alla tillögugerð til breyt-
inga á reglugerð.
Hallgrímur Benediktsson kynnti hug-
myndir, sem fram hefðu komið eftir
allvíðtæka könnun meðal stúdenta varð-
andi framkvæmd á endurskipulagningu
náms í læknadeild. Kom þá glöggt
fram, hversu mál þetta er flókið, en
einkum varð mönnum tiðrætt um þau
vandamál, sem skapast vegna hins stóra
hóps sem útskrifast 1976.
VERKLEG NAMSKEIÐ
í MIÐHLUTA
Kúrsus í veirufræði
Sumarið 1969 var í fyrsta sinn skipu-
lögð verkleg námsdvöl í veirufræði að
Keldum. Enn er kúrsusinn ekki opinber-
lega viðurkenndur, enda voru kennslu-
breytingar þegar fyrirhugaðar eins og
kunnugt er. Að Keldum voru nýbakaðir
klínikerar um sumarið, mislengi eftir
tíma og áhuga, og kynntust serólogiu
veira.
Ljóst er, að enn er lítil reynsla kom-
in á þennan kúrsus. Til að mynda er
hann alls ekki eins þaulskipulagður með
tilliti til tímanýtingar og kúrsusinn í
bakteríologíu, þar sem nokkrar umræð-
ur, sem upp koma, nægja til að allur
tíminn til sýnikennslunnar fer forgörð-
um. Hér er raunar ólíku jafnað saman.
Keldnakúrsusinn er námsdvöl, en
bakteríologíukúrsusinn er sýnikennsla,
skipulagður með hagnýt sjónarmið í
huga fyrir okltur læknanema.
Eftir eins árs kynningu af miðhluta
virðist mér, að eigi kostir Keldnakúrs-
usins að nýtast, er bezt að læknanemar
taki hann strax fyrsta sumarið eftir
1. hluta próf. Prófessorinn skipuleggur
vinnuna. Vinnurútína er grundvallarat-
riði, og menn geta sloppið með það.
Þeir, sem vilja vera lengur, geta notað
tækifærið og ,,vísindazt“. Vilji prófess-
orsins er fyrir hendi til að hafa umsjón
með og skipuleggja verkefni við hæfi.
Sá vaxtarbroddur, sem í veirufræðinni
er, og tíminn, sem valinn er (sumarið),
hjálpa til við að skapa einn akadem-
iskasta kúrsusinn í náminu. Á þessu
stigi hafa menn enn ekki reynt það
maraþon að böðlast yfir stóru, gulu
skræðuna (Robbins) á hundavaði með
þremur kennurum, sem sumir hverjir
eru að kenna allt aðra bók!
Að innri gerð er vinnan ámóta og
gera má ráð fyrir. Menn kynnast veiru-
ræktun, sérvizku þeirra hvað æti varð-
ar, læra að inókúlera í egg, vefjagróð-
ur og tilraunadýr, allt eftir því hve
kræsnar þær eru.
Þá er mjög mikilvægt að kynnast
í reynd framkvæmd díagnostiskra
prófa, þar eð vinnan við veirupróf er
ólíkt meiri en menn gera sér almennt
grein fyrir. Þar að auki veita þau
nokkra innsýn í immúnologíuna, þar eð
starf með hina þrjá meginmótefna-
flokka veira (hemagglútínerandi,
neutralíserandi og komplement bind-
andi mótefni) veitir læknanemanum hið