Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 100

Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 100
84 LÆKNANEMINN sjálfsagða öryggi þess, sem veit eitt- hvað. Hluti hópsins fékk það verkefni að framkvæma tvílokaða tilraun. Prófað var fyrir neutralíserandi mótefnum vegna herpes simplex, typu II, í sera frá hópi kvenna. Sumar höfðu cancer uteri, aðrar ekki. Þrír læknanemar unnu við að inókúlera í glasagróður, lesa af í mikroskópíu og neutralísera í tæpa tvo mánuði. Margrét prófessor fylgdist með verkinu og sagði til um vinnuna. Niðurstaðan birtist í erindi, sem flutt var á nýafstöðnu þingi norrænna meina- og veirufræðinga. Námið í deildinni býður ekki upp á mörg tækifæri til að kynnast rann- sóknarvinnu. Þess vegna, er dvrmætt fyrir læknanema að eiga kost á svona hliðarspori frá hinu hagnýta námi. Þvi er nú einu sinni þannig farið, að lífæð framfaranna í læknisfræði slær ekki inni á sjúkrahúsunum, heldur á stöðum bar sem minni sefjun ræður ríkjum dags daglega. Þorst. Bl. Sjúkdómskrufning: Sjúkdómskruf n- ing er gerð í krufningarstofunni í Rannsóknarstofu Háskólans við Bar ónsstíg. Krufin eru 2 lík eftir ríkjandi reglum um sjúkdómskrufningu, og eru 2 stúdentar um hvert lík. Þeir kryfja undir eftirliti og með aðstoð sérfræð- inga stofnunarinnar og skrifa sameig- inlega skýrslu um krufninguna, sem prófessor í meinafræði fer yfir og gagn- rýnir. Hiklaust má segja, að þessar krufningar séu gagnlegar, hafi stúdent- ar áður lesið töluvert í meinafræði. Þess vegna er rétt, að ekki sé krufið fyrr en á öðru misseri miðhlutanáms- ‘ ins, og heldur ekki mikið seinna vegna miðhlutaprófsins (sumarið milli annars og þriðja misseris er tilvalið, þegar þannig stendur á). Fundið hefur verið að því, að kennsla við krufninguna sé ekki nóg eins og nú er. Ó. G. B. Námskeið í lyfjagerð: Þetta námskeið tekur 2 mánuði, sé það haft einu sinni í viku, 3 til 4 klst. í senn, eins og nú er. Námskeiðið er nú haldið í vinnu- stofu lyfjafræðinema í kjallara norð- urálmu háskólahússins. Flesta dagana hefst námskeiðið á því, að kennari kynn- ir það, sem gera skal þann daginn, en auk þess flytur hann þarna ýmislegt efni, sem er til prófs hjá honum í lyfja- gerð, en er ekki beinlínis í tengslum við námskeiðið. Yfirleitt fer tími, sem svarar einni klukkustund, í þetta, en síðan hefst verklega kennslan. 1 verk- legu tímunum eru nemendur látnir laga mixtúru (mixtura bismuthi), blanda duft (dosipulveres ferrosi tartratis), aðstoða við gerð smyrslis (unguentum benzalkoni) og stauta (suppositoria, glyphyllini), skýrð eru og sýnd algeng- ustu lyfjaform, sýnd er gerð autoklafa og sagt, hvernig hann vinnur. I loit námskeiðsins er gerð æfing með sýrur og antacida. — Námskeiðið lagaðist mikið í haust við að flytja í nýtt hús- næði, sem betur var búið áhöldum, en ennþá þykir mönnum ganga seint að komast að með sín verkefni, jafnvel að þeir verði að standa aðgerðarlitlir hjá allan tímann. Þá eru sumir efins í því, að námskeiðið í núverandi horfi sé nógu hagnýtt fyrir læknanema, og á það bæði við verklegu æfingarnar og teor- íuna, sem fylgir. Ó. G. B. Námskeið í smásjárskoðun meinvefja- sneiða: Skoðaðar eru um 110 smásjár- sneiðar í miðhluta. Skoðað er einu sinni í viku og um 10 sneiðar hverju sinni. 10 manns geta sótt námskeiðið í einu smásjáa vegna. Námskeið fer þannig fram, að i kennslustofu meinafræðinnar við Barónsstíg sýnir umsjónarkennari með stækkunarvél á tjaldi allar þær sneiðar, sem athuga á í það skiptið og útskýrir þær, en síðan skoða nemend- ur sneiðarnar hver í sinni smásjá, og er það gert í kjallara Blóðbankahússins. Þar geta þeir alltaf leitað til kennar- ans, þegar þeir lenda í vandræðum. Nokkuð ítarleg, fjölrituð lýsing á sneið- unum er stúdentum fengin I hendur í upphafi námskeiðsins, en oft er eins og hún dugi ekki og myndir þyrfti við hendina, þar sem rækilega væri merkt það, sem erfiðast er að sjá hverju sinni. Sýning og lýsing kennarans, sem sann- arlega er mjög góð, fer öll fram áður en smásjárskoðun hefst, og er nemend- um oft að miklu gleymd, þegar þeir fara að skoða, og er þetta verulegur galli á fyrirkomulagi námskeiðsins, sem líklegast er ekki þægilegt að bæta í núverandi húsakynnum. Bezt væri, að menn fengju að skoða sínar sneiðar jafn- óðum í smásjánni og þeim hefur verið lýst á tjaldi og hefðu meinvefjafræði- atlas við hendina, sambærilegt því sem er I vefjafræðinni á fyrsta hluta. Þess má einnig geta, að í þessum sneiðum er normala histológían mönnum ekki síður erfið en pathohistólógían. Þetta námskeið er rétt að taka á öðru eða þriðja misseri miðhluta. Ó. G. B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.