Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 33

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 33
undirstúkuna og styrktu þessar rannsóknir þannig þær niðurstöður, sem bentu til portæðakerfis milli undirstúku og heiladinguls (Harris and Jakobsohn 1952: Proc. Rov. Soc., London, Ser. B, 139, 276). Barraclough (1976) befur sýnt aS miðtaugakerfiS getur verið karlað (masculinized) með einni inndæl- ingu testosterones í nýbornar rottur. Hér rná einnig nefna að nýlega hefur uppgötvast, að kynslerar hafa ekki bara magnbundin (quanti- tative) áhrif á FSH útskiinað frá heiladingli, heldur einnig efnisleg (qualitative). KarlsterameSferS geltra rotta (karl- eða kvendýrai leiðir til breytinga á FSH sameindinni, sem verður stærri og hefur lengri helmingunartíma í blóðrásinni. Það er nú vitað, að undirstúkan útskilur svokall- aða lausnarþætti (releasing factors, hypophysio- tropic hormones), sem berast eftir portæðakerfi nið- ur í framhluta heiladinguls. Tveir þessara þálta hafa verið einangraðir úr undirstúkum dýra (svína og kindal, thyrotrophin-releasing factor (TRF) árið 1969 og luteinizing hormone-releasing factor (LRF) árið 1971. Bæði efnin hafa nú verið framleidd á rannsóknastofu (synthesized). LRF er decapeptide, sem leysir bæði LH og FSH úr heiiadingli og geng- ur undir ýmsum nöfnum öðrum, t. d. luteinizing hormone releasing hormone (LHRH), gonado- trophin-releasing hormone (GnRH) og Luliberin. FrumkvöSlar þeirrar vinnu, sem leiddi til einangr- unar og síðar tilbúnings þessara lausnarþátta, þeir Schally og Guillemin, fengu Nobels-verðlaunin í læknisfræði 1977 ásamt R. Yalow, sem var annar höfundur radioimmunoassay-aðferSarinnar. Mikill fjöldi efna sem lík eru LRF að byggingu hafa verið mynduð í rannsóknastofum og eru nú prófuð í tvennum tilgangi, en það er að fá fram sterkari og langverkandi áhrif, svo nota mætti þau til meðferðar ýmissa innkirtlakvilla, og að fá fram efni sem vinna gagnstætt LRF og gætu þannig orðið nothæf til að hefta frjósemi. Sú uppgötvun, að efnafræðilega mjög hreinar lausnir af LRF úr dýraríkinu og síðar efnafræðilega tilbúið efnið sjálft, Iosar bæSi LH og FSH úr undir- stúku, hefur orðið til þess að vafi leikur nú á hvort sérstakur lausnarþáttur (FRF, folliberin) er nú til fyrir FSH. Ýmislegt bendir þó til að FRF geti verið til, þannig er t. d. serum styrkur LH í blóði geltra karldýra lækkaður snarlega með testosterone með- ferð en FSH lækkar óverulega. FSH er einnig talið undir „feed-back“ kontról af efni sem myndast í sáð- frumumyndandi hluta eistna (tubuli). EfniS, sem er talið vera polypeptið hefur verið nefnt inhibin, en hefur ekki verið einangrað ennþá. Lausnarþættir undirstúku stýrast bæði af tauga- boðum og áhrifum efna sem berast með blóðrás. Þannig hafa kynsterar áhrif á útskilnað LRF (long loop) en einnig mögulega FSH og FH (short loop). Loks kann styrkur eða magn sjálfs LRF í undirstúku að draga úr útskilnaði þess í (ultra short loop). Stýringakerfi kynsteranna varð enn flóknara, þegar það uppgötvaðist að östradiol og progesterone geta haft bæði örvandi og letjandi áhrif á LIJ og FSH framleiðslu. Þannig eykur östrogenmeðferð útskiln- að heiladinguls á LH eftir LRF inndælingu. Sýnt hefur verið fram á örvandi áhrif (positiv feed-back) östrogena á LH og FSH bæði í mönnum og dýrum. Kynsterar bindast proteinum í blóði, albumini og globulini. Albumini bindast þeir lauslega en beta- globulini, sem kallast sex hormone binding globulin (SHBG), bindast þeir sterklega og sérhæft, ef þeir hafa 17 beta (-OH) hydroxyl hóp. STTBG í serum er aukið við áhrif frá östrogenum og skjaldkirtilshor- mónum, en minnkar við áhrif karlhormóna. HækkaS SHBG í serumi finnst hjá þunguðum konum, sem taka getnaðarvarnarpillur og hjá fólki með ofstarf- semi í skjaldkirtli. LækkuS SHBG finnast hjá kon- um með hirsutisma og hypothyroidismus. Hlutverk SHBG er ennþá lítið þekkt. Áhrif ot) verkunarmáti Meginverkun kynstera lýtur að tímgun. Þeir hafa vaxtar- og viðhaldsáhrif á kynfærin og gegna grund- vallarhlutverki í myndun kynfrumanna (gameto- genesis). Þetta síðarnefnda hlutverk kynstera er, enn sem komið er, minna rannsakað og lítið þekkt. Auk áhrifa sinna á kynfærin, hafa kynsterar ýmis almenn áhrif á líkamann. Karlhormónar hafa þann- ig almenn uppbyggjandi (anabolic) áhrif svo sem aukna proteinmyndun, sérstaklega í beinum og vöðv- um. Karlhormónagjöf veldur því að líkaminn heldur í (retains) köfnunarefni, fosfór og kalíum og önd- unarhlutatala (respiratory quotient) lækkar. Andleg læknaneminn 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.