Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 34

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 34
áhrif eru aðallega bundin árásarhneigð andstætt undirgefni geldingsins. Hlutfallið milli anaboliskra og karlverkandi áhrifa einstakra karlhormóna er breytilegt og nokkrir synthetiskir sterar (methyl- testosterone o. fl.) hafa verið notaðir til ýmissa hluta, þ. á m. aukinna vöðvabygginga í dýrum og mönnum. Kvenhormónar hafa áhrif á líkamsþunga og bygg- ingu, einnig á efnaskipti lípíða, kolvetna, proteina og steinefna. Þau hafa áhrif á blóðrásarkerfið og ónæmiskerfið, styrk háræða (fragility) og einnig önnur innkirtlakerfi t. d. skjaldkirtils og nýrna- hettna. Með þróuðum aðferðum, sem notast við geisla- merkt forefni (precursors), hefur verið sýnt fram á að geislamerkt RNA og protein í legi og hvekki (prostate) voru mynduð á nokkrum mínútum eftir að kynhormónum hafði verið dælt í geltar rottur. Geislamerkt DNA jókst einnig og gaf þannig til kynna kjarnaskiptingu. Þannig hefur átt sér stað bæði hypertrophy (proteinaukning í vefjum) og hyperplasia (frumufjölgun) í vefjunum. DNA og RNA polymerasar aukast einnig en áhrif á frumu- fjölgun hverfa við áframhaldandi honnónagjöf, sem bendir til innri stjórnunar í frumunum gagnvart svörun við kynsterum. Kannanir á verkunarmáta kynstera hafa á síðustu árum tekið mikið pláss í tímaritum, sem fjalla um innkirtlafræði. Þessar rannsóknir hófust með braut- ryðjandi vinnu rétt fyrir 1960 (sjá t. d. Jensen & Jakobsen 1962, Rec Prog. Horm. Res., 18 387). Þessir könnuðir merktu kvenhormóna með tritium og tókst að búa til mjög hátt specifiskt activity (þ. e. mikið geislamagn á hverja þunga-einingu). Dældu þeir síðan hæfilega (physiological) stórum skömmt- um af hormónunum í dýr og tókst í fyrsta skipti að svna fram á mismunandi upptöku mismunandi vefja. Þannig fannst sérhæf upptaka á tritium merktu östradioli í legi, leggöngum og framparti heilading- uls. Fliótlega var sýnt fram á að þessi líffæri höfðu sérhæfð viðtök (recentors) fyrir östradiol og siðan hefur komið í Ijós að viðtök þessi eru á geysistórum proteinum í frymi (cytoplasma). Þessi vinna var upphafið að öldu hliðstæðra rann- sókna á öðrum hormónum, t. d. testosterone, proge- sterone o. s. frv. og má sérstaklega nefna byltingar- kennd áhrif þessara rannsókna á þekkingu manna á D-vítamíni. Karlhormónar hafa sérhæfa upptöku í hvekki, sáð- blöðrum og sáðleiðurum. Frekari rannsóknir leiddu í ljós, að 5a — dihydrotestosterone (DHT), sem er ummyndað testosterone, frekar en testosteronið sjálft fannst í kjörnum þessara líffæra jafnvel þó að testosteroni einu saman hefði verið dælt í tilrauna- dýrið. Það virtist því sem testosteroni hefði verið breytt í DHT áður en það kom fram áhrifum sínum í kjörnum líffæranna. IJvatinn 5« — reductase finnst í microsomal (endoplasmic reticulum) hluta fruma (eftir ultracentrifugation) og er fastbundið þar. Það virðist því sem DHT og östradiol séu aðaláhrifaefni kynhormónanna hvors um sig í kjarna þessara lif- færa. Cyproterone acetate (anti-androgen) og clomi- phene citrate (clomid : antiöstrogen) virðast koma fram áhrifum sínum við þennan hlekk í keðju fram- vindunnar, þar sem þau keppa við hormónana um sæti á viðtökum í frymi líffæra sem næm eru fyrir hormónum. Þessir anti-kyn hormónar keppa einnig um sæti á viðtöku í heiladingli og undirstúku og hafa þannig áhrif á „feed-back“ stýringu hormón- anna. Antihormónarnir gætu einnig haft áhrif á um- myndun sterahormóna, t. d. með því að keppa um sæti á hvatasameindum, sem taka þátt í byggingu eða niðurbroti stera-hormónanna. Testicular feminization heitir eitt sjaldgæft ein- kennamunstur (syndrome) í mönnum og á sér hlið- stæðu í dýrum í formi svokallaðra Tfm-músa og Stanley-Grönbeck-rotta. Sýnist nú Ijóst að einkenni stafi af því að líkaminn er ónæmur fyrir áhrifum karlhormóna. Talið er að sérkenni sjúkdómsins stafi af meðfæddri vöntun á viðtökum karlhormóna í frymi. í stuttu máli má segja að flest áhrif kynstera megi skýra með áhrifum þeirra á DNA nýmyndun (repli- cation) og frummyndun (transscription) í frumu- kjörnum. Þetta er t. d. íengt því að actinomycin-T, sem er RNA inhibitor (hemur nýmyndun RNA), kemur í veg fyrir áhrif kynstera í þeim vefjum, sem eðlilega svara kynsteragjöf (target organs). Að lok- um má nefna mismuninn á svari vefja við kynster- um á mismunandi þróunarstigi einstaklingsins. Þeg- ar hefur verið minnst á næmi undirstúku fyrir karl- 24 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.