Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 34

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 34
áhrif eru aðallega bundin árásarhneigð andstætt undirgefni geldingsins. Hlutfallið milli anaboliskra og karlverkandi áhrifa einstakra karlhormóna er breytilegt og nokkrir synthetiskir sterar (methyl- testosterone o. fl.) hafa verið notaðir til ýmissa hluta, þ. á m. aukinna vöðvabygginga í dýrum og mönnum. Kvenhormónar hafa áhrif á líkamsþunga og bygg- ingu, einnig á efnaskipti lípíða, kolvetna, proteina og steinefna. Þau hafa áhrif á blóðrásarkerfið og ónæmiskerfið, styrk háræða (fragility) og einnig önnur innkirtlakerfi t. d. skjaldkirtils og nýrna- hettna. Með þróuðum aðferðum, sem notast við geisla- merkt forefni (precursors), hefur verið sýnt fram á að geislamerkt RNA og protein í legi og hvekki (prostate) voru mynduð á nokkrum mínútum eftir að kynhormónum hafði verið dælt í geltar rottur. Geislamerkt DNA jókst einnig og gaf þannig til kynna kjarnaskiptingu. Þannig hefur átt sér stað bæði hypertrophy (proteinaukning í vefjum) og hyperplasia (frumufjölgun) í vefjunum. DNA og RNA polymerasar aukast einnig en áhrif á frumu- fjölgun hverfa við áframhaldandi honnónagjöf, sem bendir til innri stjórnunar í frumunum gagnvart svörun við kynsterum. Kannanir á verkunarmáta kynstera hafa á síðustu árum tekið mikið pláss í tímaritum, sem fjalla um innkirtlafræði. Þessar rannsóknir hófust með braut- ryðjandi vinnu rétt fyrir 1960 (sjá t. d. Jensen & Jakobsen 1962, Rec Prog. Horm. Res., 18 387). Þessir könnuðir merktu kvenhormóna með tritium og tókst að búa til mjög hátt specifiskt activity (þ. e. mikið geislamagn á hverja þunga-einingu). Dældu þeir síðan hæfilega (physiological) stórum skömmt- um af hormónunum í dýr og tókst í fyrsta skipti að svna fram á mismunandi upptöku mismunandi vefja. Þannig fannst sérhæf upptaka á tritium merktu östradioli í legi, leggöngum og framparti heilading- uls. Fliótlega var sýnt fram á að þessi líffæri höfðu sérhæfð viðtök (recentors) fyrir östradiol og siðan hefur komið í Ijós að viðtök þessi eru á geysistórum proteinum í frymi (cytoplasma). Þessi vinna var upphafið að öldu hliðstæðra rann- sókna á öðrum hormónum, t. d. testosterone, proge- sterone o. s. frv. og má sérstaklega nefna byltingar- kennd áhrif þessara rannsókna á þekkingu manna á D-vítamíni. Karlhormónar hafa sérhæfa upptöku í hvekki, sáð- blöðrum og sáðleiðurum. Frekari rannsóknir leiddu í ljós, að 5a — dihydrotestosterone (DHT), sem er ummyndað testosterone, frekar en testosteronið sjálft fannst í kjörnum þessara líffæra jafnvel þó að testosteroni einu saman hefði verið dælt í tilrauna- dýrið. Það virtist því sem testosteroni hefði verið breytt í DHT áður en það kom fram áhrifum sínum í kjörnum líffæranna. IJvatinn 5« — reductase finnst í microsomal (endoplasmic reticulum) hluta fruma (eftir ultracentrifugation) og er fastbundið þar. Það virðist því sem DHT og östradiol séu aðaláhrifaefni kynhormónanna hvors um sig í kjarna þessara lif- færa. Cyproterone acetate (anti-androgen) og clomi- phene citrate (clomid : antiöstrogen) virðast koma fram áhrifum sínum við þennan hlekk í keðju fram- vindunnar, þar sem þau keppa við hormónana um sæti á viðtökum í frymi líffæra sem næm eru fyrir hormónum. Þessir anti-kyn hormónar keppa einnig um sæti á viðtöku í heiladingli og undirstúku og hafa þannig áhrif á „feed-back“ stýringu hormón- anna. Antihormónarnir gætu einnig haft áhrif á um- myndun sterahormóna, t. d. með því að keppa um sæti á hvatasameindum, sem taka þátt í byggingu eða niðurbroti stera-hormónanna. Testicular feminization heitir eitt sjaldgæft ein- kennamunstur (syndrome) í mönnum og á sér hlið- stæðu í dýrum í formi svokallaðra Tfm-músa og Stanley-Grönbeck-rotta. Sýnist nú Ijóst að einkenni stafi af því að líkaminn er ónæmur fyrir áhrifum karlhormóna. Talið er að sérkenni sjúkdómsins stafi af meðfæddri vöntun á viðtökum karlhormóna í frymi. í stuttu máli má segja að flest áhrif kynstera megi skýra með áhrifum þeirra á DNA nýmyndun (repli- cation) og frummyndun (transscription) í frumu- kjörnum. Þetta er t. d. íengt því að actinomycin-T, sem er RNA inhibitor (hemur nýmyndun RNA), kemur í veg fyrir áhrif kynstera í þeim vefjum, sem eðlilega svara kynsteragjöf (target organs). Að lok- um má nefna mismuninn á svari vefja við kynster- um á mismunandi þróunarstigi einstaklingsins. Þeg- ar hefur verið minnst á næmi undirstúku fyrir karl- 24 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.