Læknaneminn - 01.10.1979, Side 35
hormónum rétt eftir fæðingu, en svipaðar rannsókn-
ir á fóstrum á fyrri stigum sýna þetta sérkenni enn
skýrar. Gelding karlfóstra eða meðferð þeirra með
cyproterone acetati (anti-androgen) bendir þannig
til þess að karlhormón tilbúinn af eistum fósturs séu
afgerandi fyrir þróun Wolffs ganganna, sinus uro-
genitalis og genital tubercle yfir í kynfæri karldýrs.
Þessu þýðingarmikla efni eru gerð skil í yfirlitsgrein
Jost 1970. fl „Mammalian Reproduction“, ritstj.
Gibian Plotz bls. 4, Springer Verlag, Heidelberg.)
Mtelingaraðferðir
Kvikmœlingar (bioassays)
Fyrslu aðferðir til þess að mæla kynstera í sýnum
byggðust á eina þekkta eiginleika þeirra, sem var
líffræðileg verkun þeirra. Kvikmælingar, sem eru að
sínu leyti ómissandi, hafa marga ókosti vegna notk-
unar tilraunadýra. Auk þess að vera dýrar eru þær
ónákvæmar. Ymsir þættir eins og aldur dýranna,
þyngd, tegund o. s. frv. verða að vera staðlaðir, ef
sambærilegar niðurstöður eiga að fást. Kambvöxtur
geltra hana hefur verið mest notaður fyrir karlhor-
móna, en frumubygging í skeið geltra kvendýra hef-
ur aðallega verið notuð fyrir kvenhormóna. Testo-
sterone og DHT hafa sterkasta karlhormónaverkun
og DHT um það bil tvisvar sinnum sterkari en testo-
sterone. Ostradiol hefur sterkasta kvenhormónaverk-
unina af þekktum kvenhormónum. Kvikmælingar
greina minnst um 10-20 microgr. af hormónum.
Lilannœlingaaðferð ir
Zimmermann uppgötvaði árið 1935 að ketosterar
(CO-hópar) eins og androsteron, testosteron, östron
og dehydroepiandrosterone mátti mæla að magni til
með því að nota m-dinitrobenzene í alkaliskri lausn.
Aðferðir byggðar á þessari tækni voru notaðar til
þess að mæla stera í þvagi, svokallaðir 17-keto-
steroidar (17-oxosteroidar), í meir en tvo áratugi.
Þótt aðferðir þessar séu notaðar enn í dag eru þær
úreltar vegna þess hve ósérhæfðar þær eru. Um
helmingur til tveir þriðju hlutar 17-ketosteroida í
þvagi koma frá nýrnahettum og spegla þeir þess
vegna illa starfsemi eistna.
Litarmælingu fyrir östrogen var fyrst lýst árið
1931 af Kober og hefur mælingin verið notuð fram
á þennan dag með ýmsum endurbótum. Mælingar
þessar eru nokkuð sérhæfar fyrir östrogen sterana
(aromatiskur A-hringur) en greinir ekki á milli
þeirra. í öllum framangreindum litarmælingum hef-
ur þurft að hydrolysera eða kljúfa sterana úr súlföt-
um eða glucoronide samböndum, en sterarnir finn-
ast aðallega conjugeraðir í þvagi.
Skinmœlingar (fluorimelry)
Fyrsta mælingaraðferðin sem notuð var til að
mæla testosterone í serum árið 1961, notaði skin-
mælingar. Notaðir voru 50 ml af plasma og tók ca.
10 daga að fá niðurstöður. Greiningarmörk voru um
1 nanogramm/ml. Skinmælingar hafa verið notaðar
fyrir östrogen í þvagi og eru heldur næmari heldur
en litarmælingarnar, og bafa svipuð greiningarmörk
og testoslerone mælingarnar hér að ofan. Með þess-
um aðferðum var þannig ekki hægt að mæla östro-
gen í serum kvenna, sem ekki voru ófrískar.
Double isotope derivative techniques (Þýðingar á ís-
lensku er ekki freistað)
Aðferðir þessar nota hormóna merkta með tritium
eða kolefni-14. Geislamerktum hormón sem mæla á,
er bætt í sýnið. Þegar sýnið hefur verið dregið yfir
í solvent (t. d. ether eða chloroform) og hreinsað
mjög, er nýju efni bætt í. Þetta efni myndar traust
efnasamband (derivative) við efnið, sem mælt er.
Þegar frekari hreinsanir hafa leitt til stöðugs hlut-
falls milli geislaefnanna í sýninu er geislavirknin
lalin. Má nú reikna magnið í sýninu út frá sérgeisl-
un (specific activityf seirina efnisins, samrunahlut-
falli (stochiometry) efnanna og endurheimt (reco-
very) efnisins, sem fyrst var !bætt í sýnið. Acetic
anhydride (H3 eða C14) eða thiosemicarbazide
(S35) hafa verið notuð til þess að mynda efnasam-
böndin fthe derivatives). Í um 10 ml blóðs gátu
þessar aðferðir mælt u. þ. b. 500 pico-gr/ml með
sæmilegri nákvæmni. Aðferðirnar eru hins vegar
flóknar, tímafrekar, leiðiidegar og dýrar og hafa
ekki náð mikilli útbreiðslu.
Grómskil í lofli (gas chromatography)
Þessi öfluga mælingaraðferð var fyrst tekin í notk-
un árið 1952. Tækni þessi notar eðla lofttegund, sem
hreyfanlegan fasa í grómskilakerfi. Þannig mælast
læknaneminn
25