Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 36
rokgjörn efni auðveldlega með þessari aðferð, en
allnokkra undirbúningsvinnu þarf fyrir órokgjörn
efni.
Grómskil með lofti er einfaldari aðferð heldur en
double isotope derivative aðferðin, sem lýst var hér
að framan. Fyrir stera þarf þó talsverða undirbún-
ingsvinnu og aðferðin hentar ekki, þar sem mæla
þarf mikinn fjölda sýna.
Ruðnings- eða mettunaraðferðir
Hér er um að ræða tvennar tegundir mælingar-
aðferða, þ. e. competitive protein binding (CPB) og
radioimmunoassays (RIA). Ekki verður fjölyrt um
aðferða fræði hér, þar sem slíkar upplýsingar eru
fyrir hendi í nýlegri grein (M. Kjeld: Mælingar með
geisla- og ónæmisefnum, Læknablaðið 1975, bls.
84). RIA er næmara og sérhæfðara en CPB og er
því notað æ meir. Kostir þessara rannsókna eru gíf-
urlega lág greiningarmörk (picogrömm), sérhæfni,
einfeklni og hraði í framkvæmd. Okostir eru tiltölu-
lega dýr tækjabúnaður. RIA hefur gjörbylt allri inn-
kirtlafræði og raunar allri læknisfræði og skyldum
greinum, þar sem mælingar efna með lágum styrk
(concentration) eru nauðsynlegar. Fyrstu RIA mæl-
ingum kynstera var lýst árið 1969. Síðan hafa þær
þróast nokkuð og hafa bæði betri mótefni verið
framleidd og betri geislaefni.
Starfspróf (function-tests)
Svokölluð bælingarpróf (suppression tests) og
örvunarpróf (stimulation tests) hafa verið mikið
notuð sl. 10 til 15 ár til að prófa starfsemi nýrna-
hettna. Með tilkomu áðurlýstra RIA mælinga á ster-
um hafa opnast möguleikar til að nota efnafræðileg
starfspróf við könnun kynkirtlasjúkdóma.
Prófin, sem notuð hafa verið til þess, eru eingöngu
örvunarpróf, aðallega með örvandi (trophic) hor-
mónum eins og human chorionic gonadotrophin
(HCG) og human menopausal gonatotrophin
(HMG).
Clomiphene citrate, sem upphaflega var kannað
sem antiöstrogen, hefur verið notað síðan 1961 til
þess að meðhöndla ófrjósemi, sem orsakast af því að
egglos á sér ekki stað. Meðferð leiðir til aukins
styrks östradiols í blóði kvenna og aukins testoster-
óns hjá körlum, en þó ekki hjá sjúklingum án heila-
dinguls starfsemi. LH og FSH hækkar einnig í blóði
beggja kynja við meðferð með chlomiphene citrate.
Nota má því clomiphene gjöf til að kanna hvort kyn-
kirtlar og heiladingulsstarfsemi er í lagi. Luteinizing
hormone releasing factor (LRF), sem nú er auðvelt
að fá keyptan, er nú notaður til að greina nánar
sjúkdóma í undirstúku og heiladingli, en FSH og LH
hækka innan 30 mín. eftir dælingu LRF í æð hjá
heilbrigðu fólki.
Lokaorð
Hér hefur verið farið yfir þróunarsögu og nútíma
þekkingu á kynsterum og stiklað á stóru og mörgu
sleppt. T. d. hefur ekki verið minnst á synthetiska
stera og getnaðarvarnir, progesterone eða prolactin.
En flest skrif eiga sér sína kjörlengd og of stórir
skammtar geta haft svæfandi aukaverkanir.
Eg vil að endingu færa Onnu Gunnarsdóttur Jjakk-
ir fyrir að vélrita handritið.
Kennsla hefst í sállækningum
á vegum Félags til eflingar
sálkönnun á íslandi
miðvikud. 10. sept. nk. kl. 20.30
í Domus Medica, stofu 441.
Umsóknir berist fyrir 1. ágúst
1980. Upplýsingar veitir
varaformaður námsráðs,
Ingvar Kristjánsson geðlæknir
Geðdeild Landspítalans,
sími 29000.
26
LÆKNANEMINN