Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 37
Ofrjósemi kvenna Jón Hilmar Alfreðsson læknir Barnlaus sambúð er ýmist viljandi eða óviljandi. Hin síðarnefnda á sér ýmsar orsakir, svo sem endur- teknar andvanafæðingar og fósturlát, en algengasta ástæðan er ófrjósemi. Ofrjósemi (sterilitas, infertilitas) er varanlegt og algert getuleysi til þungunar. Skert frjósemi (sub- fertilitas) táknar minnkaða þungunargetu og er mun algengara fyrirbæri. Hvort tveggja tekur bæði til karla og kvenna. Ofrjósemi kvenna er kölluð frumlæg (primer), bafi þungun ekki tekist áður, en hafi það gerst er talað um síðari (secunder) ófrjósemi. Nú á tímum er gjarnan lilið á ófrjósemi sem sam- eiginlegt vandamál hjónanna beggja (parsins) og tal- að um ófrjósama sambúð (sbr. „infertile couple“). Það er nú ljóst, að ófrjósemi er í 30^10% tilfella vegna skertrar frjósemi beggja aðila. Skert frjósemi annars aðilans getur dulist vegna mikillar frjósemi hins, en sé beggja frjósemi skert, verður afleiðing- in eins konar summa þess eða algjör ófrjósemi hjón- anna. Þetta skýrir ófrjósama sambúð tveggja maka, sem hvort um sig geta tímgast í annarri sambúð. Önnur og eldri skýring á þessu fyrirbæri er einhvers konar misræmi milli tveggja einstaklinga af ónæmis- toga eða erfðafræðilegum. Á þeirri lilgátu hefur ekki fengist staðfesting. Séu báðir aðilar í sambúð fullkomlega frjósamir ætíi getnaður (conceptio) að takast á fyrsta mán- uði, sem reynt er. Nú er vitað, að verulegur hluti frjóvgaðra eggja ferst þegar á fyrstu vikunum og því tekst aðeins þungun (graviditas) á fyrsta mán- uði hjá um 50% hjóna. Að hálfu ári liðnu hefur um 80% tekist þungun og eftir eill ár 90%. Helmingur þeirra sem eftir eru tekst svo þungun á öðru ári. Venja er að telja sambúð ófrjósama, hafi þungun ekki tekist innan 1—2 ára og þá límabært að hefja rannsókn. Tíðni ófrjósemi er samkvæmt þessu 5-10%. I mörgum ritum er talað um 8% af öllum hjónabönd- um sem ófrjósöm. Barnlaus hjónabönd, viljandi og óviljandi eru um 15%. Hér fer á eftir greinargerð fyrir ófrjósemi kvenna, helstu orsökum, rannsóknaraðferðum og meðferð. Orsahir ófrjjósvmi Meginorsakir ófrjósemi hjá konum eru taldar þrjár: hormónatruflanir, bólgusjúkdómar og með- fæddir gallar. Þessar megin orsakir eru stundum samtvinnaðar í einstökum tilfellum. Til greina kemur að rekja orsakirnar eftir líffær- um eins og gert verður hér á eftir, en þá ber að hafa hugfast, að áhrif hormónatruflana, sýkinga og mis- smíða eru oft víðtæk og ekki bundin við einstök líf- færi. Þáttur eggjastokka Verulegri truflun í hormónabúskap eggjastokka fylgir ávallt eggleysi (anovulation). Orsakirnar eru ýmist frumlægar í eggjastokkum (primer ovarial in- sufficiens), eða sjúk innkirtlastarfsemi nýrnahetta, skjaldkirtils og/eða heiladinguls (secunder ovarial insufficiens). Þá er Turner syndrom dæmi um litn- ingagalla. sem veldur agenesis á eggjastokkum með verulegri hormónatruflun. Eggleysinu fylgir að jafnaði tíðateppa (amenorr- hé). Um þetta efni er fjallað í kennslubókum undir þeirri fyrirsögn. Eggleysi með tíðablæðingum (anovulatorisk men- struation) er einnig þekkt fyrirbæri og telst raunar eðlilegt (fysiologiskt) á fyrstu árum eftir upphaf tíða (menarche) og undir lok þeirra (menopausis), en verður einnig við væga bilun á nýrnahetlum (subclinical adrenal insufficiens) og vítamín B-12 skort. Loks er að geta vægari hormónatruflana í eggja- 27 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.