Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 40

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 40
leiðara út í grindarhol, má e. t. v. sýna fram á sam- vexti þar. Þessi rannsókn er gerð á 10.-12. tíða- hringsdegi. Eldri og ekki eins nákvæm aðferð til greiningar á túbustíflum er blásningin (pertubatio), ýmist með lofti (andrúmsloft, koldioxid) eða vökva (saltvatn + fúkalyf). Þrýstingur er mældur og skráður við blásninguna og spáð í flæðishindranir úlfrá honum. Eftir loftblásningu má einnig sýna fram á loft undir þind með röntgenmynd. Lokaþáttur ófrjósemisrannsóknar fer gjarnan fram á sjúkrahúsi. Gerðar eru venjulegar blóð- og þvagrannsóknir, blóðflokkun og T-4, WR, Gk-rækt- un og tbc-ræktun frá endometrium. Ser. progesteron mæling er gagnleg, þar eð mikil (tíföld) hækkun á sér stað við egglos. Getur hún því komið í stað raun- hilarits undir vissum kringumstæðum. Þessi rannsókn fer fram á 20.-24. tíðahringsdegi. Þá er gerð kviðspeglun (laparoscopia). Hún leiðir í ljós samvexti í grindarholi, sýnir ástand eggjastokka (gulbú?) og eggjaleiðara, innbyrðis afstöðu þeirra og hreyfanleik. Með vökvablásningu sést flæðið um túburnar. Þá er samtíma með kviðspeglun tekið sýni (biop- sia) úr legbolsslími til vefjagreiningar og thc-rækt- unar. Einnig er leghálsinn kannaður og víkkaður, sé þess talin þörf. Meðíerð veyna ófrjósemi Þess er ekki kostur að gera grein fyrir meðferð allra kvilla og sjúkdóma, sem valdir eru að ófrjó- semi. Hér verður aðeins getið meðferðar vegna egg- leysis, tubuskemmda og loks minnst á tæknifrjóvg- un, enda þessum þáttum yfirleitt ekki gerð skil ann- ars staðar í kennslutexta. Meginregla er að eyða öllum hugsanlegum or- sakaþáttum, stórum og smáum. Þar kemur lil fræðsla um frjósemistíma, æskilega samfaratíðni, lækning á meinleysislegum bólgum og hvatning um reglusemi og næga hvíld. Bjartsýni skal gæta í meðferðinni. Oft tekst jjungun meðan á rannsókn stendur, og líklegt að vissar aðgerðir svo sem legskaf og blásn- ing hafi á stundum læknandi áhrif. Við eggleysi er beitt tvenns konar lyfjum. Annars vegar heiladingulsvökum (FSH og LFI), liins vegar 30 lyfjum með antí-Östrogen verkun (Clomíd, Sexo- vid). Meðferðin krefst nákvæmni í vali sjúklinga, skammtastærð og eftirliti með áhrifum. Til FSH-LH meðferðar koma konur með eggleysi og tíðateppu vegna nær algerrar vöntunar á hypo- fysu — gonadotropin myndun og hverfandi östrogen framleiðslu í eggjastokkum (Amenorrhé group I). Til Clomid-meðferðar koma þeir sjúklingar, sem hafa breytilega, en þó nokkra vakamyndun í heila- dingli og eggjastokkum samfara eggleysi. Tíðablæð- ingar geta verið með ýmsu móti, oftast strjálar eða engar (oligo-amenorrhé). ( Amenorrhé group II). I báðum Jíessum meðferðarhópum eru lyfin gefin í vaxandi skömmtum (Jr. e. FSH og Clomid ), Jjar til östrogen myndun fer að aukast. Þegar hún hefur náð vissu marki (80-100 pig í sólarhi'ingsþvagi), er gef- inn egglossframkallandi skammtur af Llf (5000 IU HCG daglega í 3 daga t. d.). Þetta á einkum við um FSH-hópinn, en LH er og notað með Clomid í viss- um tilfellum (comhined therapy). Meðferðin gerir ráð fyrir, að unnt sé að mæla östrogen í Jrvagi eða blóði daglega. Sé þess ekki kostur má nota kliniskar aðferðir að meta legháls- þroska eða frumugreiningu (vaginal cytologia), og þannig fylgjast með eggbúsvexti (folliculus). Aukaverkanir eru annars vegar of kröftug áhrif lyfjanna með mörgum egglosum samtímis, blöðru- myndun á eggjastokkum og vökva í kvið og jafnvel brjóstholi. Hins vegar eru aukaverkanir Clomids, svo sem hita- og svitakóf, ógleði, uppköst, sjóntrufl- anir, útbrot og hárlos. Vegna túbuskemmda eru gerðar skurðaðgerðir af ýmsum tegundum, eftir staðsetningu skemmdanna og útbreiðslu þeirra. Arangur meðferðarinnar fer einnig mjög eftir þessu tvennu. Ef eingöngu eru samvextir kringum eggjakerfin (eftir botnlangabólgu eða barnsfararsótt), er gerð losun (salpingolysis, fimbriolysis). Hér er árangur einna bestur, 30-M0% Jrungunartíðni (pregnancy rate). Séu trektarop túbanna lokuð, oft með sekktúbu- myndun (hydrosalpinx), þarf að gera nýtt op (sal- pingostomia). Yfirleitt er brett upp á túbuendann („mansétta“) og stundum er opið formað sem löng rifa. Þá má festa plasttrekt í opið og láta sitja 2—3 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.