Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 47

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 47
MAGN Mynd 1. Magn alkóhóls á mín. 15-150 í blóði f%<) fjögurra stúdenta (nr. 1-4), er drukku 180 ml áfengis (whisky, vodka) fastandi viS nánar tilgreindar tilraunalegar aSstæSur (sjá texta). Einnig er sýnt magn alkóhóls í Jrvagi viS lok tilraunarinnar. Stúdentar nr. 3 og 4 drukku whisky og nr. 1 og 2 drukku vodka. Stúdentar nr. 2 og 3 vógu um þaS mil 71 kg og stúdentar nr. 1 og 4 um þaS bil 98 kg. Niðurstöðulölur úr síðari hluta tilraunarinnar eru sýndar á mynd 2. Hámarksþéttni var mun lægri en í fyrri hluta tilraunarinnar eða einungis 0,85%t að meðaltali. Líkamsþyngd stúdentanna var hins vegar nær óbreytt frá fyrri hluta tilraunarinnar. Athyglis- vert var, að minnst alkóhól virtist vera í blóði nr. 2. Var það öfugt við niðurstöðutölur úr fyrri hluta til- raunarinnar, en þá var mest afkóhól í blóði nr. 2. Svo virtist sem hámarksþéttni kæmi fyrr í síðari hluta tilraunarinnar en í fyrri hluta. Magn alkóhóls í þvagi var sömuleiðis mun minna í síðari hluta tilraunarinnar en í fyrri hluta. Þéttni var mest hjá nr. 3 (l,19%e), en minnst hjá nr. 4 (0,74%o). Þéttni var mitt á milli hjá nr. 2 (0,86%c) og nr. 1 (0,83%o). Þéttni alkóhóls í þvagi var þann- ig að meðaltali l,59%o í fyrri hluta tilraunarinnar, en 0,90%c í síðari hluta. Alkóhól var ekki í blóðsýnum, sem tekin voru í upphafi (mín. 0). Umrœifu oy ályhtanir Tilraunir hafa sýnt, að eftir áfengisdrykkju frá- sogast al'kóhól mun síðar frá maga en frá skeifugörn og mjógirni. Frásog frá þessum hluta meltingarveg- ar er í raun svo mikið, að nánast ekkert alkóhól berst til ristils. Frásog alkóhóls frá munnholi er enn- fremur lítið við venjulegar aðstæður (Ritchie, 1975). Þannig má ætla, að því hraðar sem maginn tæmist, því hraðar og meir frásogist alkóhól frá meltingarvegi (TVallgren, 1970; Ritchie, 1975). Eftir töku sýrubindandi lyfja verður seinkun á tæmingu magans. Sama verður að lokinni máltíð. Er raunar líklegt, að matur í maga seinki tæmingu hans a .m. k. að hluta vegna þess, að frí saltsýra minnkar í maganum. Nú eru liðin 60 ár frá því, að sýnt var með vissu fram á áhrif fæðutekju á frásog alkchóls hjá mönnum (sbr. Wallgren, 19701. I þeim tilraunum, er hér greinir frá, voru stúd- entar látnir drekka mikið magn áfengis á stuttum MAGN Mynd 2. Magn alkóhóls á mín. 15-150 í blóði (%c) fjögurra stúdenta (nr. 1-4), er drukku 180 ml áfengis (whisky, vodka) aS lokinni máltíS viS nánar tilgreindar tilraunalegar aSstœSur (sjá texta). Einnig er sýnt magn alkóhóls í þvagi viS lok tilraunarinnar. Sjá ennjremur texta viS mynd 1. LÆKNANEMINN 33

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.