Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Side 50

Læknaneminn - 01.10.1979, Side 50
Geymsluþol blóösýna, sem tekin eru til ákvörðunar á alkóhóli Jóhannes Skaftason og Þorkell Jóhannesson Akvarðanir á alkóhóli (etanóli) í blóðsýnum, sem tekin eru úr farþegum og ökumönnum vegna gruns um brot á umferðarlögum, hófust í Rannsóknastofu í lyfjafræði 1. sept. 1972. Var þá jafnframt tekin upp ný og sérhæfð aðferð, gasgreining á súlu, til ákvarðana á alkóhóli. Hefur þessari aðferð verið ít- arlega lýst (Skaftason & Jóhannesson, 1975). Fljót- lega varð þó ljóst, að umbúnaði, merkingu og ástandi blóðsýna, er til rannsóknar bárust, var í ýmsu svo áfátt, að eigi mætti til frambúðar haldast. Ritaði rannsóknastofan þess vegna dóms- og kirkju- málaráðuneytinu bréf að þessu lútandi í ársbyrjun 1973, er aftur óskaði tillagna Rannsóknastofunnar í málinu. Lok málsins urðu þau, að ráðuneytiö setti 6. maí 1975 reglur um töku, umbúnað, merkingu og sendingu sýna þessara. Hefur þessum fyrirmælum verið vel tekið og er nú að því er virðist nær undan- tekningarlaust hlítt. Eitt meginatriðið í fyrrgreindum reglum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er, að sagt er fyrir um notkun sérstakra sýnaglasa úr mjúku plasti (pólý- etýlen), er taka um það bil 5 ml af blóði (og fylla skal við sýnatöku) og í er vegið 0,2 g af natríum- flúoríði til þess að varna segamyndun og rotnun. Fyrirtækið G. Olafsson hf. í Reykjavík annast sölu á glösum þessum með vegnu magni natríumflúoríðs í, tilbúnum til notkunar við sýnatöku. A árunum 1973 og 1974 fóru fram í rannsókna- stofunni rannsóknir á geymsluþoli blóðsýna í glös- um þessum við kæliskápshita (—4°). Vegna aðildar rannsóknastofunnar að norrænu samstarfi um gæða- mat á alkóhólákvörðunum í blóðsýnum voru tilraun- ir þessar endurteknar á síðastliðnu ári og gerðar fyllri en áður var. Þykir rétt að kynna niðurstöðu- tölur þessara tilrauna á prenli. Efniviður og aðferðir 1 tilraununum tóku þátt sex hópar sjálfboðaliða, er voru nemendur í læknisfræði, tannlæknisfræði og lyfjafræði lyfsala við Háskóla Islands. Voru 3-4 í hverjum hópi eða alls 20 einstaklingar (nr. 1—20). Til tilraunanna var notað whisky (Haig, Ballan- tine) eða Vodka (Tinda Vodka), keypt í ÁTVR. Máttu menn velja um, hvort þeir vildu heldur whisky eða vodka, en þessir drykkir innihalda um það bil 40% (v/v) etanól. Áfengið var blandaö vatni eða gosdrykk (appelsín eða kóka kóla) og ísmolum. Tilraunir fóru fram síðdegis að loknum fyrirlestr- um eða sýnikennslu. Fengu þátttakendur fyrst kaffi eða te og kökur og vínarbrauð. Að því loknu skyldi hver einstaldingur drekka samtals 180 ml af áfengi blönduðu um það bil 250 ml af vökva svo sem að framan greinir. Drukkið var í 3 lotum sem hér segir: 1. lota: 60 ml af áfengi ásamt blöndunarvökva, drukkið á mín. 0—10 2. lota: 60 ml af áfengi ásamt blöndunarvökva, drukkið á m ín. 11—20 3. lota: 60 ml af áfengi ásamt blöndunarvökva, drukkið á mín. 21—40 Blóðsýni voru lekin úr bláðæð í olnbogabót á mín. 100 (þ. e. a. s. 60 mín. eftir lok 3. lotu). Blóð- sýni voru samtals 20 ml. Var þeim skipt jafnt í 4 glös (5 ml í hvert glas). Glösin voru upphaflega merkt A, B, C eða D ásarnt númeri hlutaðeigandi einstaklings (1-20). Sýnin voru tryggilega blönduð natríumflúoríði. Glös merkt A voru strax sett í kæliskáp og geymd þar, uns magn alkóhóls var ákvarðað í sýnunum næsta venjulega mælingardag, þ. e. a. s. 4-6 dögum eftir töku sýna. Að því loknu var glösunum lokað á ný, merkt A-A ásamt númeri hlutaðeigandi ein- staklings og varðveitt áfram í kæliskápi. Fimm vik- 36 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.