Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 57

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 57
Ha, SUDAN? Björn Logi Björnson stud. med. Súdan er stærsta land Afríku. Það teygir sig frá Egyptalandi suður að Kenya, Uganda og Kongo við 4° n. br. Gróðursnautt er að mestu, nema syðst og austast. Væri lítið búið í landinu ef ekki nyti Nílar- fljóts við. Ibúar þess er fjölbreytt litróf Araba og hávaxinna negra. Flestir eru múhameðstrúar, aðrir eru kristnir eða ganga um berrassaðir og trúa á alls engan guð. Þjóðasafni þessu er stjórnað með rögg- semi og festu af herforingj astj órn Númeris, sem komst til valda í byltingu 1969. Höfuðborgin er Khartoum. Hún liggur í SA.-horni Sahara, þar sem árnar Hvíta-Níl og Bláa-Níl mynda Níl sjálfa. Undir- ritaður dvaldi októbermánuð sl. í borg þessari fyrir atbeina F. L., til að kynnast því hvernig hitabeltis- læknisfræði gengur fyrir sig, og óneitanlega einnig til að svala ævintýralosta sínum. Einhverntíma seinni part vetrar 1979 hóf Félag súdanskra læknanema bréfaskriftir við samsvarandi félag hérlendis og óskaði eftir að hafa stúdentaskipti sem fyrst við þetta kalda land. Af einhverjum or- Vistarvera mín á stádentagarSinum reyndist alveg gegndrœp íyrir eySimerkurryki, umferSardrunum, regni og múhameSsk- um trúboSum. En auSur andans óx í öfugu hlutfalli viS ytri aSbúnaS. - Þar koma líka til kynni viS lœknanema, jlótta- rnenn og ferSamenn af ýmsum uppruna. Minjar hins forna Egyptalands ná langt inn fyrir súdönsku landamærin. Mynd þessi er tekin í þjóSminjasafni Súdans, sem er aS verulegu leyti aSjluttar steinblokkir úr bygging- um, sem ella hefSu fariS undir vatn vegna Aswan-stíflunnar. sökum fannst mér ferð til Súdan alveg ómótstæðileg hugmynd og vatt mér strax í undirbúninginn. Eftir að hafa lesið örlítið um landið var ekki annað að gera en að fá samþykki Súdana, vegabréfsáritun og aðstoð Félags læknanema á íslandi með bréfaskrif og ferðastyrk. Kostaði farmiðinn 310 þúsund kr., hvar af félagið borgaði 60%. Það verður að játast að á tímabili leit þetta ekki eins bráðsniðuglega út og það gerði fyrst, m. a. vegna þess að lýsingar tveggja manna, sem hvor um sig hafði farið til Khar- toum, voru nokkuð samhljóða um að það hlyti að vera ömurlegasti staður á jörðinni. En 27. sept sl. steig ég engu að síður upp í fyrstu þotuna af fjór- um sem fluttu mig til Khartoum. búinn lítilli hand- tösku farangurs og innbyggðu ónæmiskerfi, sem ör- ugglega var í hernaðarástandi eftir allar bólusetn- ingarnar. A viðkomustað einum í Evrópu sendi íslendingur- inn í sinni góðu trú skeyti til Félags súdanskra læknanema, þar sem hann bað þá vinsamlegast um að taka á móti sér á flugstöðinni eða gera aðrar LÆKNANEMINN 43

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.