Læknaneminn - 01.09.1982, Síða 28

Læknaneminn - 01.09.1982, Síða 28
ur daglega og sumir gefa acetazola- mid til varnar augnþrýstingshækkun. Sumir gefa Iyf, Epsikapron (amino- caproidsýra), sem hindrar fibrinolys- is í sködduðum æðum í 5 daga að því er virðist með góðum árangri. Annað antifibrinolytiskt efni er tranexam- sýra, Cyclokapron. Rannsóknir hafa. sýnt að endurblæðing verður í 3% tilfella ef gefin er aminocaproidsýra (Epsikapron) en í 33% af engri lyfja- notkun (placebo)1. Athuga þarf ljósop, stærð, lögun og ljóssvörun. Hringvöðvinn í lit- himnu (m. sphincter iridis) getur brostið við högg á auga. Ljósop þenst út og svarar ekki ljósi (mydriasis traumatica). Stundum kemur skarð í ljósopsjaðarinn. Svonefndur Vossiushríngur mynd- ast, þegar litan þrýstist að framhjúp augasteins og er af sömu stærð og ljósopið var þegar höggið lent á aug- anu. Þessi litarefnishringur sést þegar ljósop er víkkað og er oft árum saman eftir slys. Sköddun á forhólfshorni, þannig að liturótin rifnar frá síuvefnum (tra- beculum), á sér stundum stað við þungt högg á auga samfara blæðingu í forhólf. Þrýstingshækkun getur komið í augað, oft nokkrum mánuð- um eftir að slysið átti sér stað. Við högg á auga getur augasteinn Iosnað að meira eða minna leyti. Þegar um fjórði hluti beltisþráðanna (fibrae zonuláres) rifnar, missir Iitan stuðning sinn af honum. Forhólfið verður dýpra á þeim hluta og litan blaktir (iridodonesis) á því svæði. Ef augasteinninn þrýstist alveg fram í forhólf hækkar augnþrýstingurinn skyndilega upp úr öllu valdi. Er þá ekki um annað að ræða en nema hann á brott sem fyrst með skurðað- gerð. Ástæða þrýstingshækkunar er sú, að afrennsli frá auganu teppist. Þó að augasteinninn fari alveg úr skorðum og lendi inni í glerhlaupi kemur þrýstingshækkun oft ekki fyrr en löngu síðar. Má aðgerð þá bíða. Eftir augnmar kemur oft drer- myndun í augastein (cataracta traumatica). Ef augasteinshýðið (capsula lentis) rofnar síast vökvi strax inn í augasteinsvefinn og drer- myndun verður að hluta til eða að öllu leyti. Jafnvel þótt ekkert sjáist á augasteininum fyrst í stað eftir slys, getur ský myndast eftir marga mán- uði, sem að jafnaði er staðsett í aftur- skauti augasteinsins og er stjörnu- laga. Veldur slíkt ský fljótt sjóndepru vegna legu sinnar í augasteininum (nálægt noidal point). Rifa á hvítu. Algengast er að hvít- an rifni rétt aftan við glæru, en stund- um um miðbik. Slíkar rifur sjást oft ekki, en hafa ber þær í huga við blæð- ingu í forhólf, þegar augað er óeðli- lega lint, forhólf djúpt og þegar mikill bjúgur og blæðing eru í slímhúð. Slík- ar rifur þarf að sauma saman, en það getur verið erfitt, þegar rifan liggur aftantil á auganu. Blœðing í glerhkmp getur verið sam- fara blæðingu í forhólf. Blæðingin kemur frá sködduðum æðum í æða- himnu, sjónu eða fellingabaug. Sjón- tap fer eftir því hversu blæðingin er 26 LÆKNANEMINN - 35. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.