Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 28

Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 28
ur daglega og sumir gefa acetazola- mid til varnar augnþrýstingshækkun. Sumir gefa Iyf, Epsikapron (amino- caproidsýra), sem hindrar fibrinolys- is í sködduðum æðum í 5 daga að því er virðist með góðum árangri. Annað antifibrinolytiskt efni er tranexam- sýra, Cyclokapron. Rannsóknir hafa. sýnt að endurblæðing verður í 3% tilfella ef gefin er aminocaproidsýra (Epsikapron) en í 33% af engri lyfja- notkun (placebo)1. Athuga þarf ljósop, stærð, lögun og ljóssvörun. Hringvöðvinn í lit- himnu (m. sphincter iridis) getur brostið við högg á auga. Ljósop þenst út og svarar ekki ljósi (mydriasis traumatica). Stundum kemur skarð í ljósopsjaðarinn. Svonefndur Vossiushríngur mynd- ast, þegar litan þrýstist að framhjúp augasteins og er af sömu stærð og ljósopið var þegar höggið lent á aug- anu. Þessi litarefnishringur sést þegar ljósop er víkkað og er oft árum saman eftir slys. Sköddun á forhólfshorni, þannig að liturótin rifnar frá síuvefnum (tra- beculum), á sér stundum stað við þungt högg á auga samfara blæðingu í forhólf. Þrýstingshækkun getur komið í augað, oft nokkrum mánuð- um eftir að slysið átti sér stað. Við högg á auga getur augasteinn Iosnað að meira eða minna leyti. Þegar um fjórði hluti beltisþráðanna (fibrae zonuláres) rifnar, missir Iitan stuðning sinn af honum. Forhólfið verður dýpra á þeim hluta og litan blaktir (iridodonesis) á því svæði. Ef augasteinninn þrýstist alveg fram í forhólf hækkar augnþrýstingurinn skyndilega upp úr öllu valdi. Er þá ekki um annað að ræða en nema hann á brott sem fyrst með skurðað- gerð. Ástæða þrýstingshækkunar er sú, að afrennsli frá auganu teppist. Þó að augasteinninn fari alveg úr skorðum og lendi inni í glerhlaupi kemur þrýstingshækkun oft ekki fyrr en löngu síðar. Má aðgerð þá bíða. Eftir augnmar kemur oft drer- myndun í augastein (cataracta traumatica). Ef augasteinshýðið (capsula lentis) rofnar síast vökvi strax inn í augasteinsvefinn og drer- myndun verður að hluta til eða að öllu leyti. Jafnvel þótt ekkert sjáist á augasteininum fyrst í stað eftir slys, getur ský myndast eftir marga mán- uði, sem að jafnaði er staðsett í aftur- skauti augasteinsins og er stjörnu- laga. Veldur slíkt ský fljótt sjóndepru vegna legu sinnar í augasteininum (nálægt noidal point). Rifa á hvítu. Algengast er að hvít- an rifni rétt aftan við glæru, en stund- um um miðbik. Slíkar rifur sjást oft ekki, en hafa ber þær í huga við blæð- ingu í forhólf, þegar augað er óeðli- lega lint, forhólf djúpt og þegar mikill bjúgur og blæðing eru í slímhúð. Slík- ar rifur þarf að sauma saman, en það getur verið erfitt, þegar rifan liggur aftantil á auganu. Blœðing í glerhkmp getur verið sam- fara blæðingu í forhólf. Blæðingin kemur frá sködduðum æðum í æða- himnu, sjónu eða fellingabaug. Sjón- tap fer eftir því hversu blæðingin er 26 LÆKNANEMINN - 35. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.