Læknaneminn - 01.09.1982, Side 33
Okkar menn. Sá sænski bakatil heldur að verið sé að mynda hann.
fimmtudegi voru niðurstööur um-
ræðuhópanna kynntar og lauk
ráðstefnunni þar með.
í tengslum við ráðstefnuna voru
tvær sýningar, á annari voru sýnd
nýstárleg kennslutæki og á hinni
kynntu nokkrir þátttakendur nið-
urstöður tilrauna um breyttar
kennsluaðferðir.
Á kvöldin var ýmislegt gert ráð-
stefnugestum til skemmtunar. Við
sáum tréklossa- og sverðdans að
enskum sið og fórum á Haydn tón-
leika. Einnig sátum við veislu þar
sem étið var sexréttað. Við vorum
landi og þjóð til sóma þar sem
endranær, enda búin að lesa bók-
ina: ,,How to Behave in Aristo-
cratic Britain". í lok veislunnar var
skálað fyrir drottningunni en í
bókinni stóð að það þýddi að nú
mætti reykja, varð það öðrum
greinarhöfundi til ánægju en
hinum til ama.Ákvöldin varbarinn
opinn, sem var þrátt fyrir allt vin-
sælasta dægradvölin. Samneyti
við aðra íslendinga var í minna lagi
nema við kvöldverði þegar við
drukkum rauðvín á þeirra kostn-
að.
LÆKNANEMINN - 35. árg.
Cambridge er frægur háskóla-
bær og íbúarnir héldu því óspart
að okkur að munurinn á himnaríki
og helvíti væri minni en á Cam-
bridge og Oxford, þann bæ mátti
ekki nefna upphátt og var aldrei
kallað annað en ,,hinn staðurinn".
Okkur varsagtað „allirbestu synir
Englands" hefðu fengið menntun
sína í plássinu svo sem Newton
gamli, Lord Byron og ekki ómerk-
ari gauren karlinn hennarDiönu.
Erfitt er að komast í nám í Cam-
bridge. Fyrst þurfa stúdentar að
standast inntökupróf í Cambridge
University og síðan komast í ein-
hvern college. College er eins
konar stúdentagarður sem þó býð-
ur upp á meira en fæði og hús-
næði. Þar hefur hver íbúi umsjón-
armann (tutor) sem fylgist með
námsárangri, andlegri líðan og
reynir að leysa úr öllum vanda-
málum stúdentsins. Fyrirlestrar
og verklegt nám eru á vegum há-
skólans. Alls stunda þrettán þús-
und stúdentar nám í Cambridge
hverju sinni. Stúdentar mega ekki
keyra innan borgarmarkanna og
ferðuðust því allir á hjólum. Þetta
þótti öðru okkar gróft brot á
mannréttindum.
Cambridgebúar halda mjög upp
á gamla siði og minjar. Merkileg-
ast þótti okkur að sjá elsta póst-
kassa (e. postbox) Bretlandseyja
og var þó úr nógu að velja.
Flest erindin flutt á ráðstefnunni
voru áhugaverð, en ræðumenn-
irnir voru misjafnir eins og alltaf.
Norskur læknir las bréf frá syni
sínum. Sá franski hreif þingheim
allan með sjálflýsandi glæru-
penna og þyrptust menn að hon-
um eftir á til að fá upplýsingar um
sölustaði, efni ræðunnar skipti
mun minna máli. Frá ísrael talaði
einn með sexí rödd (að honum
fannst), um nýjan læknaskóla í
Beer Sheva. Á honum mátti skilja
að þar væri allt fullkomið, sem
kom okkur spanskt fyrir sjónir en
við höfum bæði dvalið þar sem
skiptinemar. Sagt var frá þrem
öðrum nýjum læknaskólum, í
Noregi, Hollandi og Kanada og má
vera að þeir ræðumenn hafi einnig
krítað svolítið, en samkvæmt lýs-
ingu þeirra er skipulag þar að
mörgu leyti heillandi. í þessum
fjórum nýbylgjuskólum komast
nemendur strax í samband við
sjúklinga og miðast námið frá
upphafi við að leysa vanda þeirra;
þ. e. námið er „problem oriented"
og mikil samtvinnun námsefnis.
Greinilegt er að ef breyta á náms-
skipulagi að einhverju marki er
auðveldara að stofna nýjan skóla
en að breyta þeim sem fyrir eru.
Þegar niðurstöður umræðu-
hópanna voru kynntar kom í Ijós
að vandamálin eru svipuð í flest-
um læknaskólum og líkar leiðir
voru nefndar til úrlausnar. Sömu
atriðin voru nefnd aftur og aftur,
bara mismunandi orðuð. Við nefn-
um hér það helsta sem var rætt og
kemurokkurvið.
,,An unmotivated teacher can-
31