Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 7
Alnæmi (AIDS) Aðalsteinn Guðmundsson læknanemi Sjúkdómurinn alnæmi einkennist af tækifærissýkingum (opportunistic) og / eða ákveðnum illkynja æxlum. Hlutfall þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins er hátt og engin árangursrík meðferð hefur enn fundist. Tíðni alnæmis er í örum vexti og eru ýmsar leiðir reyndar til að stemma stigu gegn hinni hröðu útbreiðslu. Nýlegar uppgötvanir gefa til kynna að alnæmi sé orsakað af veirusýkingu.8 Síðan alnæmis varð fyrst vart á Vest- urlöndum (líklega í Bandaríkjunum fyrir 1980) hefur umræða um sjúk- dóminn ekki hvað síst verið í æsi- fréttastíl á síðum dagblaða. f byrjun var það mikil ráðgáta að alnæmi virt- ist einkum bundið við homma. Til viðbótar kom að hér virtist vera um áður óþekktan smitsjúkdóm að ræða með háa dánartíðni. Þetta varð til þess að ómældum fjármunum var varið til rannsókna á sjúkdómnum. Þótt síðan séu ekki liðin nema 4 ár, þá er fyrir hendi í dag allgóð þekking á orsökum og eðli alnæmis. Enn er þó eftir að fylla upp í margar eyður. Tilgangur þessarar greinar er eink- um að gefa læknanemum yfirlit um þá vitneskju sem nú er fyrir hendi um alnæmi. Eins og svo oft áður þá hef- ur mönnum gengið illa að sameinast um íslensk heiti yfir erlendar nýjung- ar. Nú virðast menn hinsvegar orðnir allsáttir við að nota orðið alnæmi um AIDS (Acquired Immune Deficiency) Syndrome). Skilgreining Alnæmi er skilgreint sem:1. 1 • Sjúkdómur í einstaklingi undir 60 ára aldri þar sem viðurkenndar greiningaraðferðir sýna sérhæfða truflun á frumubundna ónæmis- kerfinu ásamt, 2. útilokun á öðrum þekktum ástæð- um frumubundinnar ónæmisbil- unar. Skilgreiningunni fylgir víða upp- talning á þeim sjúkdómum sem koma helst við áðurnefnda ónæmisbilun. Sjúkdómamir geta verið: A. Illkynja æxli, einkum kaposi sar- coma. B. Mikill aragrúi sýkinga sem nú á dögum finnast sjaldan hjá einstakl- ingum í okkar heimshluta nema bilun verði á ónæmiskerfi þeirra. Þama er um að ræða veiru-, sveppa-, frum- dýra-, orma- og jafnvel bakteríu-sýk- ingar. Það er vert að taka eftir því að hvorki ákveðnar rannsóknir né far- aldsfræðilegar upplýsingar s.s. kyn- hneigð em tekin inn í skilgreining- una.1 Vægari sjúkdómseinkenni sem sáust í vaxandi mæli innan sömu áhættuhópa og alnæmis varð fyrst vart í falla utan þessara greiningar- marka. Þarna er um að ræða svoköll- uð alnæmisforstig, sem gerð verða frekari deili á síðar í greininni. Faraldsfræði Síðan fyrstu tilfellum alnæmis var lýst í Bandaríkjunum 1981 eða fyrr, hefur orðið þar nánast exponential aukning á nýjum tilfellum (sjá mynd I). Fyrstu árin tvöfaldaðist fjöldi nýrra tilfella á hverjum 6 mánuðum. Ekki hefur enn orðið lát á þessari þróun þótt ögn hafi dregið úr rishraða kúrfunnar á síðastliðnu ári.1,8’17 30. apríl 1985 höfðu greinst 10.000 til- felli af alnæmi í Bandaríkjunum, þar af 113 í bömum. Á sama tíma voru 49% þessara einstaklinga látnir.17 Sé litið aftur í tímann kemur í Ijós að 80% hafa látist innan tveggja ára frá greiningu.4 Líklegt þykir að innan 2ja ára hafi 40.000 einstaklingar greinst með alnæmi í Bandaríkjun- um. Nýlegar mótefnamælingar styðja slíka spá enn frekar en sam- kvæmt þeim hafa milli Vi og 1 millj- ón Bandaríkjamanna komist í snert- ingu við veiruna sem veldur al- næmi.3’4’18 í Evrópu höfðu í apríl 1985 greinst eitt þúsund tilfelli alnæmis og stefnir þróunin í Evrópu greinilega í sömu átt og hefur orðið í Bandaríkjunum.3, 5 Einnig er nú orðið ljóst að alnæmi er mjög útbreitt á svæðum í Mið- Afríku.20 í Bandaríkjunum varð fljótt ljóst að nokkrir hópar virtust meirq; útsettir en aðrir fyrir alnæmi. Athyglisvert er að skiptingin í þessa áhættuhópa hefur haldist þar nær óbreytt fram á þennan dag. Skipting- in er eftirfarandi:1 ■4'l0, l7,20 1. Hommar eru rúmlega 74% þeirra sem greinast með alnæmi. Áber- andi er hversu margir greinast í stórborgum, hvar mikið lauslæti og jafnvel stungulyfjamisnotkun tíðkast meðal margra homma. 2. Stungulyfjamisnotkun er hjá u.þ.b. 17% alnæmissjúklinga. læknaneminn V198S - 38. árg. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.