Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 49
dagdeildum er oft notuð virk og sér- tæk kennsla, allt frá því að svara í síma og að því að ná kynnum við hitt kynið. Áfangastað má líta á sem eins kon- ar menntastofnun þar sem íbúar fá þjálfun og handleiðslu í að annast flesta þætti daglegs lífs, s.s. hirða eigið herbergi, sameiginlegar vistar- verur og að skiptast á að sjá um mat- arinnkaup og annast matseld. Dvölin þar er tímabundin og hugsuð sem áfangi á leið til sjálfstæðrar tilveru. Þegar þjálfun og dvöl á áfangastð lýkur þarf oft að hjálpa sjúklingi að finna sér varanlegan og öruggan bústað, t.d. sambýli með öðrum. Vinnustaðir skipta meginmáli í endurhæfingu. Þótt hægt sé að ná mikilsverðum árangri í endurhæf- lr>gu án þess að sjúklingur verði vinnufær þá er starf æskilegt markm- 'd fyrir flesta og gefur mjög aukna möguleika á að halda heilsu. Starf skipuleggur tímann, eykur yfirleitt sjálfsvirðingu, gefur „ident- ltel‘, eykur tekjur viðkomandi og getur gert hann að veitanda á ný í þjóðfélaginu sem vinnufélaga, starfsmann og jafnvel skattgreið- anda. Verndaðir vinnustaðir þurfa að vera tvenns konar: Annars vegar þjálfunarstaðir fyrir tímabundna þjálfun og hins vegar langtímavinnu- staðir (varanlegir). Samkvæmt reynslu erlendis frá er vitað að hinn almenni vinnumarkaður getur notast fötluðum í stórum sfil og notið góðs af framlagi þeirra. Til að slíkt takist þarf góða vinnumiðlun og starfsráð- gjöf. Verndaðir vinnustaðir eru eitt af því sem mest hefur vantað hér á landi. Geðsjúklingar hafa lengst af aðeins haft aðgang að takmarkaðri vinnuaðstöðu við sjúkrahúsin sjálf °g einum þjálfunarstað úti í bæ, og er það Múlalundur. Þar er helmingur nýrra sjúklinga geðsjúklingar. læknaneminn '/i985 - 38. árg. Vernduðum vinnuplássum þarf að fjölga mikið. Erlendis eru til staðir sem sjúkl- ingar reka sjálfir í þeim tilgangi að komast út á vinnumarkaðinn. Þekkt dæmi er „Fountain House“ í New York. Fountain House er eins konar klúbbur þar sem útskrifaðir sjúkling- ar, sem kallast meðlimir, sjá um sig sjálfir, t.d. þrifnað, eldamennsku o.þ.h. Þar er vinnumiðlun fyrir með- limi klúbbsins og er klúbburinn ábyrgur fyrir öllum stöðum sem fengnar eru úti á vinnumarkaðinum. Ef sjúklingur vinnur 3 klst. á dag þá vinnur annað hvort annar sjúklingur eða starfsmaður í aðrar 5 klst. til þess að fylla stöðuna. Annað sem þeir eru þekktir fyrir er það að vanti sjúkling í vinnu einn dag þá kemur starfsmaður í staðinn. Þannig tekur klúbburinn í heild ábyrgð á því að vinnuveitand- inn verði ekki fyrir tjóni. Á þann hátt má virkja atvinnurekendur til þess að hjálpa sjúkum þannig að báðir hagnist. Nokkur lögmál endur- hæfíngar Hér eru talin upp helstu lögmál sem undirbyggja endurhæfingu og sem vænta má eiga þau ekki aðeins við endurhæfingu geðsjúkra heldur endurhæfingu fatlaðra yfirleitt. 1. Starfsliðið þarf að vinna með sjúklingi, ekki vinna með hann, á honum né fyrir hann í of miklum mæli. í öllum þáttum endurhæf- ingarferlisins er nauðsynlegt að sjúklingur sé virkur. Virk þátt- taka sjúklings þýðir að hann tjái gildi sín, reynslu, tilfinningar, hugmyndir og markmið. Sé sjúkl- ingur óvirkur þarf hjálparmaður hans að vinna með það vandamál, áður en legra er haldið. Hvorki at- ferlismeðferð, kennsla né önnur stuðningsmeðferð verkar án hjálpar nemanda/sjúklings. Endurhæfingarvinnan þarf að vera skiljanleg og má aldrei verða dularfull eða óljós fyrir sjúklingn- um. 2. Nýlærð leikni er nánast alltaf staðbundin, þ.e.a.s. maður lærir ákveðna hluti á ákveðnum stað og það getur verið erfitt að yfirfæra kunnáttuna yfir á aðra staði. Oft þarf að fara með sjúklingnum á þá staði þar sem hann ætlar að nota hæfni sína, t.d. inn á heimilin, og endurtaka þjálfunina þar. 3. Hver sjúklingur þarf að hafa ein- staklingsbundin markmið. Þetta virðist oft gleymast, líklega Lögmál endurhæfíngarinnar Starfsliðið þarf að vinna Hvorki það að minnka sjúk- með sjúkiingi, ekki vinna dómseinkenni eða lækna með hann, á honum né sjúkdóm leiðir af sjálfu sér fyrir hann í of miklum til bættrar hæfni. mæli. Frelsi er afstætt hugtak. Nýlærð leikni er nánast alltaf staðbundin. Að vera háður öðrum getur stundum gefið aukinn Hver sjúklingur þarf að hafa einstaklingsbundin árangur eða aukna færni. markmið. Vonin er afgerandi þáttur í endurhæfingu. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.