Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 29
Aukaverkanir við blóðgjöf Soili Hellman - Erlingsson aðstoðarlæknir Blóðbankinn I. Aukaverkanir sem koma fljótlega A. Tengdar ónœmiskerfmu Venjuleg ástæða 1. Blóðleysing með einkennum Ósamræmi við rauð blóðkorn 2. Hitahækkun án blóðleysingar Mótefni gegn hvítum blóðkomum 3. Anaphylaxis Mótefni gegn immunoglobulin A (IgA) 4. Urticaria (kláði, útbrot) Mótefni gegn eggjahvítuefni í plasma 5. Lungnabjúgur án hjartabilunar Mótefni gegn hvítum blóðkomum B. Ekki tengdar ónœmiskerfinu 1. Hárhiti með lost Sýklamengun 2. Lungnabjúgurmeðhjartabilun Offylling blóðrásar 3. Blóðleysing án einkenna II. Aukaverkanir sem koma seinna A. Tengdar ónæmiskerfinu Fysisk skemmd á rauðum blóðkomum, t.d. ofhitun, ofkæling, blöndun blóðs við lyf eða vökva (annað en 0.9% NaCl) 1. Blóðleysing Endurvakin mótefnamyndun gegn antigen rauðra blóðkoma. 2. „Graft-versus-host“-sjúkdómur Lífvænlegir inngefnir lymfocytar staðsetjast í blóðþeganum. 3. Purpura Mótefni gegn antigen á blóðflögum. B. Ekki tengdar ónœmiskerfinu 1. Lifrarbólga Sýking í blóðinu 2. Syphilis Sýking í blóðinu 3. Malaria Sýking í blóðinu Hvað skal gera þegar auka- verkanir segja til sín? I. Stöðva blóðinngjöf Fyrst skal stöðva blóðinngjöf, en halda innrennsli í æð opnu með isot- onisku saltvatni (0.9% NaCl). Hætt- an á alvarlegum aukaverkunum er töluvert aukin, ef meira en 200 ml. af röngu blóði er gefið inn (samsvar- andi minna magn hjá bömum). Jafn- vel 0.7 ml af röngu blóði getur valdið augljósum einkennum. 2. Tilkynna lœkni Sem fyrst skal hafa samband við við- komandi lækni sjúklings. Ýmsarráð- stafanir eru e.t.v. nauðsynlegar til að koma í veg fyrir varanlegt tjón og jafnvel dauða. í sumum tilfellum er þörf á að ráða sérfræðinga í ólíkum greinum. 3. Endurskoða skriflegar merkingar Flestar alvarlegar aukaverkanir af völdum blóðinngjafa stafa því miður af skrásetningarskekkjum og van- rækslu á að lesa skilríki blóðþegans. Um leið og fyrsta blóðsýnið er dregið til blóðflokkunar og samræmingar- prófa er nauðsynlegt að merkja sýnaglösin við rúmstokk sjúklings- ins, áður en í þau er látið, spyrja hann um nafn og fæðingardag o.s.frv. og bera saman við armmerk- ingu og ganga fullkomlega frá einu blóðsýni í einu. Ef um er að ræða sjúkling sem ekki sjálfur getur gefið áreiðanleg svör, þarf sá sem tekur sýnið að kanna gaumgæfilega pers- ónuskilríki hans. Sama aðgæsla er lífsnauðsynleg við uppsetningu blóð- eininga. 4. Blóðsýni og þvagsýni Ný blóðsýni úr bláæð fjarri blóðinn- rennslisæðinni er nauðsynlegt að fá til rannsóknar sem fyrst. Við sýnis- tökuna verður sérstaklega að vanda æðastungu til að forðast blóðleys- ingu (hemolysu) vegna tæknigalla. (Aldrei má t.d. tæma úr sprautunni í sýnisglasið gegnum nálina). Sjá töfluna „Rannsóknir vegna aukaverkana af blóðinngjöf". 5. Skrá einkenni Sem flestar upplýsingar viðkomandi blóðinngjöf skal skrá í sjúkrasögu blóðþegans: hvenær einingin var hengd upp, af hverjum, hvenær og hvaða einkenni komui fram og í hvaða röð, hve mikið blóð hafði ver- ið gefið. 6. Samband við Blóðbankann Afganginn af blóðpokanum skal varðveita og senda í Blóðbankann LÆKNANEMINN '/1985 - 38. árg. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.