Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 18
Eðlilegur ytri liðþófi í liðspegiun. sjaldgæfir. Mikilvægust er liðspegl- un í sambandi við snúningsáverka á hné, þar sem biætt hefur í liðinn. Þar er almenn skoðun ónákvæm jafnvel þótt gerð sé stöðugleikaprófun í svæfingu eða deyfingu, greinast ekki allir liðbandaáverkar (16). Greining með liðspeglun er nákvæm og breytir oft mjög miklu um meðferð. Þegar spegiun er lokið er liðurinn tæmdur og stungugötum lokað. Hafi engin aðgerð verið nauðsynleg má sjúklingur reyna á fótinn strax eftir að liðspeglun er lokið og leggja fullt þungaálag á fótinn. Sjúklingur er þá venjulega algjörlega óþægindalaus eftir 1-2 daga (11, 12, 13). Fylgikvillar Fylgikvillar eru mjög fátíðir. Sýk- ingarhætta er nánast engin. í yfirliti Jacksons frá 1982 er lýst einni sýk- ingu í 10.000. liðspeglunum (15). Væg óþægindi vegna þrota í ligam.patallae koma fyrir en eru sjaldgæf og hverfa í langflestum til- vikum alveg. Rispur á brjóskfleti geta orðið ef óvarlega eða harkalega er farið með liðspegil inni í liðnum. Leki á skolvökva út úr liðnum þar sem liðpoki er rifmn veldur sjaldan vandkvæðum. í örfáum tilvikum hef- ur þó verið lýst þrýsingi á æðar og taugar í hnésbót og jafnvel compart- ment syndromi. Aðgerðir Á síðustu árum hafa aðgerðir með aðstoð liðspegils orðið æ algengari. Kostimir eru augljósir. Ekki þarf að opna hnéliðinn og áhætta við aðgerð- imar minnkar. Spítaladvöl styttist og kostnaður er minni. Sýkingarhættan er nánast engin. Sjúklingar eru fljót- ari að ná sér en eftir hefðbundnar að- gerðir og fjarvera frá vinnu og íþrótt- um er því skemmri. Til að hægt sé að framkvæma slík- ar aðgerðir þarf mikla æfingu í lið- speglun. Mögulegar eru 2 aðferðir. Annars vegar er hægt að renna áhöldum s.s. hnífum, töngum, skærum o.þ.h. inn í hnéð í liðspeglinum til hliðar við kíkinn og hins vegar gegnum sérstök stungugöt til hliðar við liðspegilinn beggja vegna. Síðarnefnda aðferðin mun vera algengari (13). 1. Sýnitaka úr liðpoka. Liðspeglun getur verið gagnleg til að taka sýni úr bólgnum liðpoka einkum þar sem um er að ræða liðpokabólgu af óþekktum uppmna. Reynt er að ná sýni þaðan sem sjúklegar breytingar em mestar. Eðlilegur innri liðþófi með fótlegg í valgu og snúinn út á við. Condylus fem. med. skyggir á aftasta hluta lið- þófans. Innri liðþófi með láréttri rifu og hefur hluti losnað frá og liggur milli liðþóf- ans og liðhr jósksins á sköflungnum. 2. Liðmýs. Langflestar liðmýs má staðsetja með liðspegli og fjarlægja án þess að opna þurfi hnéð. 3. Liðþófar. Fjarlægja má nánast alla rifna liðþófa með aðstoð liðspegilsins án þess að gera þurfi stóra skurðaðgerð á hnénu. Bati sjúklingannaeftiraðgerð verður því mun hraðari, óþægindi minni og vinnutap styttra (1, 14, 19, 21). Algengast hefur verið að taka lið- þófahluta með aðstoð liðspegilsins og er sú aðgerð tiltölulega einföld. Á síðari árum hefur einnig rutt sér til rúms að gera fullkomnar liðþófatök- ur með aðstoð liðspegilsins. Slíkar liðþófatökur em taldar nákvæmari og fullkomnari en séu þær gerðar á hefðbundinn máta, þar sem yfirsýn yfir bakhom liðþófans er mun betra og minni líkur á að sjúkur liðþófa- hluti sé skilinn eftir (13). 4. Brjóskskemmdir. Með sérhönnuðum hnífum er unnt að skafa burtu brjóskskemmdir, t.d. við chondromalacia patellae eða sam- bærilegar brjóskskemmdir á liðflöt- um sköflungs eða lærleggs og losna þannig við stærri aðgerð á hnénu. 16 LÆKNANEMINN >/i985 - 38. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.