Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 12
næmissjúklinga. Nauðsynlegt er að fylgja þessum breytingum eftir með endurteknum skoðunum.6 Ýmiss fleiri einkenni sjást oftar í alnæmi en gengur og gerist, t.d. veiruuppvakningar og sjálfsofnæm- isfyrirbrigði ýmiskonar (lupus eryt- hematosus, thrombocytopenia o.fl.).6 Alnæmi í börnum Greining alnæmis í börnum getur reynst erfiðleikum bundin, einkum vegna þess að einkenni svipuð al- næmi geta komið fram við meðfædd- arónæmisbilanir.10 Auk smitunar frá móður eru nokk- ur tilvik þekkt þar sem fyrirburar smituðust með blóðgjöfum. Mót- efnakerfi fyrirbura er mjög van- þroska enda hefur alnæmi reynst vera mjög hraðgengt og illkynja hjá þeim.16 Meðferð Engin meðferð með marktækum ár- angri hefur fundist fram á þennan dag. Meðhöndlun alnæmis beinist því einkum gegn viðkomandi sýk- ingum og/eða illkynja vexti ásamt stuðningsmeðferð. Alloft tekst að meðhöndla sýkingarnar um tíma og jafnvel útskrifa viðkomandi einstakl- ing. Þeim er þá fylgt eftir á göngu- deild, en endursýkingartíðnin er mjög há.1 Andlegur og félagslegur stuðning- ur er þessum sjúklingum mikilvægur og það er augljóst að fordómar og hræðsla fólks við að umgangast og annast þessa sjúklinga er ekki holl viðbót við hið andlega og líkamlega skipbrot, sem þessir einstaklingar hafa beðið. Forvarnarstarf í nær öllum nágrannalöndum okkar hafa greinst sjúklingar með alnæmi. Ljóst er, bæði samkvæmt mótefna- mælingum og hinni hröðu útbreiðslu veirunnar, að tíðni alnæmis á eftir að margfaldast í flestum löndum. Enn virðast rannsóknastofur eiga langt í land með að takast að vinna nothæf lyf eða bóluefni. Heilbrigðisyfirvöld flestra þessara landa leggja því ofur- kapp á að draga úr smitunartíðni al- næmis. Árangursríkasta aðferðin sem stendur yfirvöldum til boða í dag er fræðsla til almennings. Einkum þarf að leggja áherslu á smithættu fólgna í samförum við ókunnuga.1'18 í nútíð- inni á þetta einkum við um homma og vændiskonur. Innan beggja þess- ara hópa hafa mótefnamælingar sýnt hlutfall mótefna jákvæðra einstakl- inga vera margfalt hærra en í saman- burðarhópum.3'4'9'20 Rétt er að benda á að gúmmíverjur eru taldar góð vörn gegn smitun við kynmök. Mótefnamælingar eru mikilvægur liður í baráttu gegn útbreiðslu al- næmis. Notagildi mótefnamælinga er einkum talið fólgið í eftirfarandi:1, 2,4,8, 14, 18,20 1. Allar blóðgjafir séu mótefna- mældar, og þar með verulega dregið úr líkum þess að smit ber- ist til blóðþega. 2. Til greina kemur að mótefnamæla í stórum vís þá hópa, sem einkum hafa verið útsettir fyrir veirunni. Slíkt reynist víða erfitt í fram- kvæmd því mikil sverting virðist fylgja því að bendla einstaklinga á einn eða annan hátt við alnæmi. 3. Mótefnamælingar notaðar sem rannsókn ef klinisk einkenni gefa vísbendingu um að einstaklingur hafi sýkst af veirunni. Ef einstaklingur mælist með mót- efni gegn HTLV-III er mikilvægt að sá hinn sami sé undir lækniseftirliti ásamt því að honum sé veitt fræðsla og aðvörun um þá smithættu, sem fólgin er í samförum og blóðgjöfum. Mótefnajákvæðum konum ber ein- dregið að forðast bameignir.20 Stærsti galli mótefnamælinga er að einstaklingar geta verið smitberar án þess að mótefni mælist í sermi þeirra. Ekki er ljóst hve stór sá hluti er, en er líklega innan við 7% þeirra sem hafa sýkst af veirunni.14 Enn- fremur veldur það vandkvæðum að tæplega 1% mældra eru falsk já- kvæðir. Með fleiri aðferðum við mótefnamælingar má þó lækka þá tölu.4 Til viðbótar mótefnaónæmlingum hafa flestir blóðbankar lagt ríka áherslu á að þeir hópar sem er mest hætt við smitun gefi ekki blóð. Ennfremur eru blóðbankar víða byrj- aðir að beita hitameðferð í með- höndlun storkuþátta, sem er talið minnka smitlíkurnar verulega fyrir blæðara.1,8 Varnir á sjúkrahúsum Nauðsynlegt er að á sjúkrahúsum sé fyrir hendi þekking á sjúkdómnum alnæmi ásamt aðstöðu til að annast alnæmissjúklinga. Almennt er talið rétt að þessir sjúklingar dvelji á ein- býlisstofum. Helsta smithættan á sjúkrahúsum er talin vera fólgin í óvarkárri meðferð blóðs, vessa eða annarra vefjahluta frá þessum ein- staklingum. Víðast hvar gilda ákveðnar reglur þar að lútandi og svipar þeim mjög til þeirra sýkinga- vama sem beitt er þegar um HEPAT- ITIS B er að ræða. Þótt líkumar á að alnæmi berist til annarra sjúklinga eða starfsfólks í venjulegri umgengni séu mjög litlar, þá getur sú hætta ver- ið fyrir hendi að einhverjar af þeim tækifærissýkingum sem fylgja al- næmi berist til annarra sjúklinga með minnkaða mótstöðu af öðrum orsök- umen alnæmi.8'18,20 10 LÆKNANEMINN V\m - 38. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.