Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 9
sem um leið þýðir fjölgun veirunnar og oft dauða frumunnar að lokum. Þegar alnæmisveirunnar var leitað var mönnum þá þegar ljóst að hún virtist einkum ráðast á T hjálpar- frumur (Th). Það virðist stjómast af því að á úthýði Th fruma eru sam- eindir sem alnæmisveiran þekkir og notar til að brjóstast inn í frumuna.5 Ekki er þó víst að veiran einskorðist við Th frumur því nýlega var upp- götvað að veiran leggst einnig á frumur í miðtaugakerfi. í þessu sambandi má geta þess að alnæmis- veiran er náskyld visnuveirunni sem er vei þekkt á íslandi fyrir hæggengar sýkingar í miðtaugakerfi sauð- kinda.18,20,21 Fljótlega eftir einangrun alnæmis- veirunnar voru þróaðar aðferðir til að mæla í sermi mótefni gegn veirunni. Margar aðferðir hafa verið þróaðar, en þær sem eru í mestri almennri notkun í dag byggjast á ELISU (not- uð mótefni tengd ensímum).14 Þegar mótefnamælingamar kom- ust á legg, kviknuðu vonir um að tak- ast mætti að framleiða bóluefni. Nú er ljóst að nokkrir annmarkar eru á að slíkt verði í bráð, því:3,5 1. Próteingerð á yfirborði veirunnar virðist taka tíðum breytingum (antigen shift), jafnvel á ævi- skeiði veirunnar innan sama ein- staklings. Því reynist erfitt að finna yfirborðssameindir sem eru flestum HTLV-III sameiginleg 2. Líkt og í visnu þá sýnist mikil tregða vera í myndun neutraliser- andi mótefna. Það að erfðaefni veirunnar sest að í kjama frumunnar ásamt því að veir- an sest líklega að í miðtaugakerfi tor- veldar enn frekar að takast megi að finna nothæf (antiviral) lyf.5,6 Afríkutengsl alnæmis Skömmu eftir að alnæmis varð fyrst vart í Bandaríkjunum komu fram kenningar um að alnæmi ætti upp- runa sinn í Afríku. Einkum vakti það athygli hversu alnæmi átti margt sameiginlegt með mörgum sjúk- dómsmyndum í Mið-Afríku, t.d. áberandi há tíðni Kaposi sarcoma og ákveðinna smitsjúkdóma.7 Ekki er ótrúlegt að sjúkdómur sem alnæmi hafi farið framhjá sjónum manna á strjálbýlum svæðum Afríku þar sem sýkingar og farsóttir eru landlægar og öll skráning sjúkdóma í molum. f slíku umhverfi gæti alnæmi hafa verið til staðar um langa fortíð í náttúrulegu jafnvægi við guði og menn. Vaxandi borgarmenning í Afríku og síðar tíð ferðalög landa á milli gætu hafa borið sjúkdóminn til okkar heimshluta. (Fyrst til Banda- ríkjanna og skömmu síðar Evrópu). Nýlegar mótefnamælingar í Afríku gefa til kynna að útbreiðsla veirunnar er þar miklu meiri en í byrjun var talið. Áætlað er að milli 8 og 12% íbúa Zaire hafi mótefni gegn veirunni.4 Tíðni alnæmis í mörgum stærri borgum Mið-Afríku er talin vera allt að 60/100.000 íbúa, sem er u.þ.b. tíföld núverandi tíðni í Banda- ríkjunum.20 Annað sem vekur at- hygli er að kynjahlutföli alnæmis sjúklinga í Afríku er Vi og rennir það enn fleiri stoðum undir nýlega vitn- eskju um að heterosexual kynmök geti verið opin smitleið fyrir al- næmi.4’13'20 Ennfremur vekur þetta upp spurningu um hvort skordýrabit geti verið algeng smitleið í Afríku því marktæk fylgni er þar víða með mótefnum gegn malaríu og alnæm- Smitleiðir Eins og fyrr er getið varð snemma ljóst að alnæmi virtist hafa svipaðar smitleiðir og HEPATITIS B. Síðan hefur HEPATITIS B verið notað mikið sem módel fyrir smitleiðir alnæmis og sýkingavamir þess á sjúkrahúsum. Tekist hefur að ein- angra HTLV-III úr eftirfarandi:3'4 T hjálparfrumum Plasma. Miðtaugakerfi. Munnvatni. Sæði. Brjóstamjólk. Algengustu smitleiðir eru:4,15 1. Kynmök bæði heterosexual- og homosexual. Þó er smitun líklega meiri við genito anal mök. 2. Blóðgjafir eða gjöf á blóðhlutum s.s. storkuþáttum. 3. Stungulyfjamisnotkun þar sem hreirtlætis er ekki gætt, t.d. að margir noti sömu nálina. 4. Smit frá móður til barns á með- göngu (þekkt er að T fmmur geta borist í litlum mæli yfir fylgju) eða við náin tengsl foreldra við barn fyrstu mánuðina. 5. Engin vísbending er fyrir hendi um að venjuleg dagleg samskipti manna á milli eða almenn hjúkrun alnæmis-sjúklinga geti leitt til smitunar alnæmis. Athyglisvert er að sjaldnar tekst að einangra veiruna frá sjúklingum með langt gengið alnæmi heldur en þeim sem hafa alnæmis forstig. Það gæti e.t.v. skýrst af þurrð T hjálparfruma í langt gengnu alnæmi, en í þeim verður fjölgun veirunnar helst. Þetta gæti enn frekar stutt það að minni líkur virðast vera á smitun alnæmis til starfsfólks sjúkrahúsa en smitun HEPATITIS B. Aðeins eitt dæmi er þekkt þar sem smitun hefur orðið á sjúkrahúsi. Þó er þekktur fjöldi til- fella, þar sem nálar úr alnæmissjúkl- ingum hafa stungist í hjúkrunar- fólk.15’20 Ónæmisbilunin Eins og áður er getið sýkir HTLV- III sérhæft ákveðinn undirhóp T lymfocyta (T^), þar sem flestar LÆKNANEMINN '/1985 - 38. árg. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.